11.6.2007 | 09:04
Tólfti dagurinn - kaflaskipti
Ókí dókí, hvar á ég að byrja. Í morgun fór ég í vinnuna. Ég mátti samt bíða í tíu mínútur þegar ég kom. Það er ekkert fyrir mig að gera svona snemma... Á sunnudögum þá er allt þrifið. Ég þurfti að tæma allar hillur og skápa og þrífa og raða síðan öllu á sína staði aftur. Þetta var bara fínt. Ég var að þessu fyrir hádegi. Kalda eldhúsið var glansandi. Síðan eftir þetta var komin hádegispása. Hún var hálftími. Eftir hléið skar ég síðan niður fetaost. Ég var með nokkur stór stykki af feta osti og þurfti að skera þau niður í smáa ferninga. Það var nú ekkert mál. Þegar ég var búin að því tók ég til við það að útbúa salatbar fyrir morgunverðarhlaðborðið á morgun. Þar skar ég niður, tómata, paprikur, gúrkur, rauðlauk, gulrætur, ólívur(bæði grænar of svartar) og niðursoðinn ananas. Það voru líka fleiri hlutir sem ég setti með. Þegar ég var búin að þessu þá var nú eiginlega ekkert fyrir mig að gera. Ég var bara send í pásu, ég lét þá pásu vera 20 mínútur. Eftir pásuna þá átti ég að skera brauð niður í litla ferninga og setja þá síðan í ofninn. Eftir það sá ég alvöru ástaraldin í fyrsta sinn. Ég skar þau í tvennt og skrapaði síðan fræin úr. Þegar ég var búin að því var klukkan orðin fimm og komið að mat. Ég var þá virkilega farin að finna fyrir spennu, bæði yfir því að tala við Magna og Birnu og því að hitta sænsku stelpuna. Ég kíkti í færeyskt dagblað og sá eina frábæra auglýsingu. Það var auglýst eftir timburmönnum. Mér fannst það fyndið.
Síðan var bara klukkan allt í einu orðin sex og kominn tími til að tala við Magna og Birnu um gang mála. Við settumst niður í lobbíinu. Ég sagði þeim bara sannleikann. Sagði að ég vildi ekki halda áfram í eldhúsinu. Það væri bara ekki fyrir mig. Þau tóku því bara vel, En Birna spurði spurningarinnar sem ég hafði beðið eftir, hvað ég vildi?. Ég gat ekki annað gert enn að halda áfram sönnum játningum. Ég viðurkenndi að ég vissi ekki alveg hvað ég vildi gera. Og spurði síðan um hreingerningarstörf eða þrif í herbergjum. Birna sagði mér að það væri ekki full vinna, bara 20 tímar á viku, þannig að það er útskrifað. Það sem hún getur boðið mér upp á er uppvask. Hún stakk líka upp á því að ég mundi hringja í Lindu frá Nordjobb og spyrja hvort hún gæti kannski fundið eitthvað annað fyrir mig. Ég fæ frest þangað til á þriðjudaginn til að hugsa um hvað ég vil gera. Í fyrramálið þá ætla ég að hringja í Lindu og tala við hana og vita hvort hún geti gert eitthvað í málunum. Ég geri samt ekki ráð fyrir því að hún hafi einhverjar töfralausnir, það er samt þess virði að hringja til London og spyrja. Ef hún hefur engar lausnir þá fer ég bara í uppvask. Flókið. En flækjan er ekki jafn mikil núna og hún var í morgun sem er gott.
Eftir þennan fund fór ég aftur á Statoil að skila mynd sem ég leigði í gær. Það var myndin In Her Shoes, með Toni Collette og Cameron Diaz. Það var góð mynd. Sýnir líka hina og þessa erfiðleika sem þeir sem eru les eða talnablindir eiga í. Maður er ekki heimskur þó að maður lesi og skrifi vitlaust og geti ekki reiknað!!
Þegar ég kom heim vantaði klukkuna korter í sjö og ég hitti Lauru sænsku stelpuna. Hún sagðist ætla borða með finnskri Nordjobb stelpu sem inni í norrænahúsinu, það var Amanda, og að hún mundi koma hingað klukkan sjö. Síðan var Amanda bara allt í einu komin. Við fórum síðan þrjár saman að borða. Á veitingastað sem heitir Hvönn. Það var bara fínn staður. Þeim fannst hann dýr en mér fannst hann bara í svona meðallagi á danskan mælikvarða. Amanda og Laura hittust í dag í einhverri Nordjobb siglingu sem ég missti af því ég var í vinnunni. Þær voru að segja að þær þyrftu að læra að tala skandinavísku. Þær skilja ekkert þegar Danir tala en ná alveg samhenginu þegar aðrir tala dönsku. Ég get vel talað skandinavísku en ég ætla bara að tala dönsku við þær og segja spise og snakke í stað þess að segja eta og prata. Það hefur oft komið fyrir að Amanda skilur ekki eitthvað þegar ég segi eitthvað á dönsku. Eitt slíkt tilvik er búið að eiga sér stað með Lauru þegar ég spurði hana hvenær hún ætlaði að borða morgunmat á morgun. Eftir að við komum heim þá var ég eitthvað svo þreytt að ég nennti ekki að skrifa bloggið mitt. Ég fór þá bara í bað. Ég var alveg búin að gleyma því hvað það er þægilegt að fara í sturtu í lok dags, Ég hef svo lengi bara gert það á morgnanna. Það er svo notalegt að vera í innifötum og bara hafa það kósý upp í rúmi skrifandi blogg, bryðjandi tyrkneskan pipar og hlustandi í Dolly Parton. Ég ætla núna að láta þetta gott heita í bili og skríða undir sæng
Orð dagsins: timburmenn. Í færeysku eru timburmenn alvöru menn en ekki bara heiti yfir ákveðna líðan. Mér finnst þetta alveg frábært orð. Ég held að timburmenn séu smiðir...
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Úlfhildur.
Gaman að fylgjast með þér. En ég hafði svipaða reynslu er ég var á þínum aldri að vinna í eldhúsinu á Landspítalanum. Fyrstu 10 dagana var ég að brytja rabbabara, standandi á steingólfi og talaði varla við neinn þar sem ég þekkti engann og vissi ekkert hvort eða hvenær ég mátti fara í pásur. Ég hélt ég myndi ekki lifa sumarið af, en í lok sumars var bara búið að vera gaman og vann ég tvö sumur til viðbótar í elhúsinu og líka í jólafríum. Eins og móðursýstur þínar segja þá er vinnan sjálf ekki aðalatriðið heldur upplifunin af því að kynnast nýju fólki og vera í nýju umhverfi sem auk þess að læra ný vinnubrögð er erfitt til að byrja með.
Bergljót B Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 16:12
Heil og sæl
Spurning mín er: Ertu ekki að vinna með sama fólki í uppvaskinu og í eldhúsinu? Hvað hefur uppvaskarinn framyfir eldabuskuna? Ertu búin að skanna hvaða fólk myndi vinna með þér þar? Er það betra? Ég vil endilega heyra hvað þú telur uppvaskið hafa framyfir eldhússtarfið.
Hvað er að bærast innra með þér? Og hvað ef þú ferð eitthvert annað, getur ekki verið að fólkið þar sé drepleiðinlegt? Þá hefurðu enga Birnu og engann Magna. Ég er að velta þessu fyrir mér...
Athugaðu að þú veist ekki hvað þú færð en þú veist hvað þú hefur!! Er þetta alslæmt? Mér heyrist ekki!!
Jæja, farðu nú út að viðra þig með svíanum og finnanum og takið indverjann með.
knús
Ólöf
Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 17:49
Sendi baráttu kveðju til þín Úlfhildur, vonadi gengurallt vel hjá þér í Færeyjum.
Kveðja Jóhanna
Jóhanna E.Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 22:03
Mikið er nú skemmtilegt að lesa bloggið þitt Úlsí mín. Ég algjörlega ELSKA þessi færeysku orð, ha ha, hlæ upphátt. Og var smákökudeigið virkilega sett í vaskafat í Hlyngerði 7, LOL!!! Það hefur auðvitað ekki dugað neitt minna.
Jæja, en við Ólöf erum enn og aftur sammála. Ég skal viðurkenna að ég er dauðslifandi fegin að þú getur ekki farið í hreingerningarnar því það hlýtur bæði að vera leiðinlegra, alltaf það sama aftur og aftur, og örugglega ekki eins margt fólk til að tala við. Mér heyrist allt þetta fólk í eldhúsinu vera svo yndislegt og frá hinum ýmsustu heimshornum, og það hefur nú ekki lítið að segja að vinna í kringum fólk sem er almennilegt og skemmtilegt. Æ, svo á ég eftir að sakna hennar Birnu : (
tjú tjú
ímsí (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.