13.6.2007 | 16:05
þrettándi dagurinn - örblogg
Það er nú ekki mikið að segja frá deginum í dag. Ég borðaði morgunmat með Lauru, síðan fór hún í vinnuna og ég fór á netkaffið. Ég sat á netkaffinu í klukkutíma. ég ætlaði að hlusta á mömmsuna mína í úbattinu en það virkar ekki. Pirringur. Eftir netkaffið fór ég síðan í Norrænahúsið. Þar var vel tekið á móti mér í afgreiðslunni af Amöndu. Hún kallaði í konuna sem hún býr hjá, hún heitir Eiðbjörg, hún hjálpaði mér með það sem mig vantaði sem var að hringja í Lindu hjá Nordjobb. Ég talaði við Lindu. Mér heyrðist á henni að hún væri ung. Ég útskírði ástand mitt fyrir henni. Linda sagðist hafa nokkur störf í pokahorninu en hún þyrfti að athuga málið. Hún sagðist mundi hringja í mig. Hún verður eiginlega að hringja á morgun. því á morgun á ég að hringja í Birnu. Ég verð að segja að ég vona að Linda hafi einhverja lausn. Nú ef ekki þá er það bara Hafnía. Eftir Norræna húsið fór ég í garðinn að sleikja sólina sem var í dag. Ég gerði það í einn og hálfan tíma en þá var klukkan um eitt og ég fór í SMS að fá mér að borða. Ég sá tvo hópa af Íslendingum og ég sá eitt eintak af leiðinlegum Íslendingi. Eftir að hafa borðað var ég úti í sólinni þangað til um hálf fimm þá var sólin farin að hverfa á bakvið ský, ég var líka orðin þreytt. Ég lagðist bara upp í rúm og fór að lesa. Eftir að hafa horft á myndina með Toni Collette og Cameron Diaz þar sem Cameron Diaz var bæði les og talnablind þá minntist ég þess sem les og talnablindu sérfræðingurinn sagði um mikilvægi þess að lesa, sama hvað maður les að hversu hryllilega langan tíma það tekur að lesa eina síðu. Aðalatriðið er bara að lesa. Ég hérna þarf samt alltaf að taka pásur fyrir það rifja upp það sem ég var að lesa.. Síðan var klukkan bara allt í einu orðin rúmlega sjö og þá bankaði Laura á hurðina hjá mér. Hún var þá orðin svöng, Og spurði hvort ég vildi ekki borða með sér, Það vildi ég sko Við elduðum tómatsúpu og pasta. En uppgötvuðum síðan að við höfðum ekkert til að setja súpuna í. Þannig að við létum súpuna þykkna aðeins og heltum síðan pastanu í og borðum á venjulegum diskum. Við sátum við eldhúsborðið okkar og borðuðum og spjölluðum. Stundum er erfitt fyrir mig að skilja það sem hún segir, en þá spyr ég bara og hún gerir það sama þegar hún skilur ekki eitthvað sem ég er að segja. Við sátum til um klukkan níu held ég. Við skildum uppvaskið eftir í vasknum því ég hafði ekki hugsað út í það að kaupa uppþvotalög eða uppþvottabursta. Ég ætla í Bónus og morgun og redda því og kannski einn sleif líka. Eftir matinn fór Laura að hátta hún á að mæta í vinnuna klukkan sex í fyrramálið. Ég tók til við lesturinn að nýju. Skrifaði reyndar þetta með uppþvottalöginn og burstann niður á blað svo ég gleymi því nú ekki aftur, Síðan um ellefu leitið fór ég aftur í góða kvöldsturtu og eftir það hef ég bara verið að skrifa þetta örblogg. Sem er svo stutt því ég er svo spennt í bókinni minni að ég get ekki beðið eftir að fá að lesa meira. Ég ætla semsagt að láta þetta gott heita í bili, ég er farin að lesa og sofa.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.