Fjórtándi dagurinn - langur dagur..labbi labbi labb

Í gærkvöldi var ég svo þreytt að ég sofnaði yfir Da Vinci lyklinum sem ég er að lesa... Það var bara frekar snemt meira að segja. Nema hvað, af því að sofnaði svona snemma í gær vaknaði ég snemma í dag. En ég var samt bara að hangsa upp í rúmi með lokuð augun vonandi að ég mundi sofna aftur. En klukkan níu ákvað ég nú að fara á fætur. Ég var orðin svo svöng. Ég var bara búin að fara á klósettið og var hálf komin í buxur., þegar síminn hringdi. Það var maður sem heitir Jógvan. Hann vildi bjóða mér vinnu og sagðist mundi vilja hitta mig og sagðist ætla að sækja mig. Ég sagði bara okey. Hann sagðist mundi sækja mig eftir korter. Ég hrökk í kút. eftir þetta samtal, þarna stóð ég nývöknuð á brjóstahaldaranum, svöng, ringluð á leiðinni í starfsviðtal. Svakaleg byrjun á degi, verð ég að segja. En þetta hafðist samt. Ég prísaði mig sæla fyrir að hafa tekið þá ákvörðun í gærkvöldi að fara í sturtu þá en ekki í dag. Ég hafði velt þessu atriði fyrir mér í klukkutíma í gærkvöldi en ákvað síðan bara að drífa mig. Ég er virkilega ánægð með þá ákvörðun. En hvað sem öllum sturtuákvörðun líður. Þá var ég komin út áður en maðurinn kom. Hann kom ég settist inn í bílinn. Það var fullt af óþægilegum þögnum. Maðurinn er frá komúnunni, deildinni sem sér um skógræktina. Hann byrjaði á því að segja það að vinnan sem hann væri að bjóða mér væri leiðinlegt. Ég hef alltaf haldið að vinnuveitendur reyndu að laða fólk að störfunum sem þeir bjóða upp á í stað þess að reyna að fá fólk til að vilja ekki vinnuna. Sem ég hafði á tilfinningunni að þessi maður væri að reyna að gera. Hann fór með mig í skógræktina í skúrinn þar og sagði að sem ég mundi gera mest af væri að slá gras. Hann tók þá niður handslátturvél af vegnum. Hengdi hana á sig og sló síðan smá til að sýna mér. Síðan fékk ég að prófa.  Ég þarf að æfa mig í þessu, en ég held ég eigi auðveldara með þetta verkfæri en öxina sem Magni var með í eldhúsinu.  Vélin er samt smá og stór fyrir mig. En Jógvan sagðist geta fengið minni vél fyrir mig.. Þá var þetta komið. Hann vissi held ég ekki alveg hvað hann átti að segja við mig.. Hann var held ég bara ekki undirbúinn. En ég spurði um launin og hversu marga tíma á dag væri unnið fyrst að hann sagði mér það ekki í óspurðum fréttum. Launin eru þau sömu á Hafnía og átta tímar á dag. frá átta til fjögur, svo ég næ netkaffinu eftir vinnu,jei. og matvöruverslunum líka og banka á fimmtudögum. Ég spurði hann líka hvort ég mætti hugsa málið og hringja í hann seinna í dag. Jú það var í lagi. Hann keyrði mig síðan aftur heim. Þegar ég kom heim hringdi ég í mömmu að segja henni fréttirnar. Hún heldur að þetta sé drauma sumardjobb fyrir mig. Útivera og íhugun. Hún heldur líka að ég muni léttast í þessu starfi og koma heim með vöðvabúnt. Það getur verið en ekki ef Eiðbjörg í Norrænahúsinu heldur áfram að gefa mér kex. Eftir samtalið við mömmu fór ég svo af stað í leit að Bónus.  Það var nú meira vesenið. Ég komst að því að Bónus er lengst úti í rassgati!! Ég fór út á strætóstoppistöð og komst að þvi að strætóinn fór 5 mínútum áður og mundi ekki koma aftur fyrr en eftir 25 mínútur. Ég beið bara. Gömul færeysk kona, spurði mig hvenær þristurinn kæmi, á færeysku og ég gat svarað henni á færeysku. Ég var svo stolt. Fyrsta 100% færeyska samtalið mitt. Reyndar bara ein setning frá hvorum aðila. En maður verður nú að byrja einhverstaðar. Eftir svona korter í vagninum,(klukkan um tólf) var vagninn kominn einhvert sem var ekki nálægt þeim stað sem ég hélt að Bónus væri. En ég fór samt úr vagninum þá því ég vildi ekki enda einhvarstaðar úti í buska. Ég gekk síðan í þá átt sem ég hélt að Bónus væri í. en ég fann ekki Bónus. Fann hinns vegar Rúmfatalagerinn, hann heitir Skemman hér. Það tók mig um þrjú korter af labbi að finna Bónus. Ég hafði verið við það að gefast upp á leitinni. En bara svona eins og vin í eyðimörkinni sá ég bleika grísinn. og fagnaði honum. Bónus er alveg jafn ódýr hér og heima. Nema ég er ekki hrifin af grænmetis og ávaxtasölu systemi Færeyinga. Það er stykkjaverð á ávöxtunum en ekki kílóverð. Þannig að það er best að velja stærstu eplin ef maður ætlar að kaupa epli. Ég keypti epli. Ég keypti líka tvær skálar, tvær sleifar og tvo spaða og krús fyrir sleifarnar og spaðana. á 30 krónur samtals. Mér fannst það ekki slæmt miðað við það að uppþvottabursti kostaði 24 krónur. Færeyskir Bónusplastpokar eru sterkari en þeir íslensku. Ég gekk bara heim og var svo dauðþreytt. Ég hringdi í Jógvan og sagði að ég vildi vinnuna. Ég byrja klukkan átta í fyrramálið. Eftir það fór ég svo af stað í Norrænahúsið til fylla aftur út umsóknina um færeyska kennitölu. Það gekk bara vel. Eiðbjörg í Norrænhúsinu er indæl. Amanda býr hjá henni. Þegar ég var búin að fylla út pappírana þá spurði Eiðbjörg mig hvort það mætti bjóða mér eitthvað að borða. Ég afþakkaði boðið ég var tiltölulega nýbúin að borða. En hún sendi mig heim með þrjá stóra kexpakka með mintu og súkkulaði kexi.Hún gaf mér reyndar líka kex í gær. Ég þakkaði kærlega fyrir mig og hélt aftur heim á leið. En stoppaði í matvöruverslun til að kaupa mér eitthvað til að taka með í vinnuna á morgun til að borða í hádeginu. Ég keypti brauð og marmelaði og sódavatn. Ég ætla að smyrja mér samlokur með marmelaði í nesti því hin áleggin sem þola það að vera ekki í kæli var ég ekki í stuði fyrir. Hnetusmjör og súkkulaðismjör og sulta.  En ég gekk hægt. Ég var þreyt eftir Bónusferðina. Þegar ég kom heim var klukkan um hálf fjögur. Ég lagðist bara upp í rúm og lúrði til klukkan hálf fimm en hélt síðan áfram lúrinu þangað til klukkan hálf sex þegar mamma hringdi til að fá nýjustu fréttir. I kvöld er ég síðan ekki búin að vera að gera neitt sérstakt. Ég eldaði mér súpu. Íslensk kjötsúpa frá Toró í þetta sinn. Hún var alveg ágætt. Ég mundi samt heldur vilja laga alvöru kjötsúpu. Ég mundi vilja kynna stelpurnar fyrir heimalagaðri kjötsúpu en Amanda er grænmetistæta og ég hef Lauru grunaða um að vera grænmetisæta líka. Ég tók síðan eyrnalokkana úr nýju götunur úr í fyrsta sinn í dag. Enda um tveir mánuðir síðan ég fékk þau. Það gekk, bara ekkert mál. Ég fann hinns vegar blóð á öðru eyranu á mér en það kom ekki úr gatinu.heldur úr sári sem hefur greinilega komið þar sem pinninn stingur í skinnið þegar ég ligg á hliðinni. Það er bara ekkert gott að sofa með eyrnalokka að mínu mati. En ég held að nýju götin séu ekki tilbúin til að sofa án eyrnalokka. Ég ætla að láta pinnana nægja, þó það valdi mér stundum óþægindum. En ég er núna með hringi í eyrunum. Ég ætla að venja götin við stærri eyrnalokka í smærri skömmtum. bara nokkra klukkutíma á dag til að byrja með.. En nú ætla ég að fara að sofa. 7 og hálfur klukkutíma þangað til ég ætla að vakna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, sæl og blessuð!!

Jæja ertu nú ánægð?

Ég gratúlera með nýja djobbið og vona að skógræktarstarfið auki hamingju þína. Í kvöldbænum mínum mun ég biðja um gott veður fyrir þig enda ekki gott að slá í rigningu auk þess sem grasið vex vel við slík skilyrði. Nú veit ég ekkert hvað þú verður látin gera, en garðyrkja er eitt líkamlega erfiðasta starf sem ég hef unnið við. Legg til að þú endurskoðir nestispakkann þinn ef þú verður í miklu púli því þá fleytir marmelaðibrauðið þér skammt á erfiðum degi. Mæli með ávöxtum í nestisboxið og töluverðu vatni og jafnvel einum súkkulaðibita og rúsínum...nema ef þú getur legið í arfabeði, þá skiptir orkunesti ekki eins miklu máli. Áttu semsagt að þræla við að handslá Færeyjar? Nú líst mér á! Ertu með bensínorf með gúmmíþráðunum sem þarf að skipta um trilljón sinnum á góðum grasbletti? Og hvað er svo HITT þegar þú ert ekki í slætti? Ég vona að þú hafir spurt um það, eða hvað?

Planta blómum? Eitra? Leggja grasþökur? Kantskera? Vökva? varla það síðastnefnda, enda hef ég heyrt að það rigni með ágætum í eyjunum.

Hvað með Birnu góðu? Þú hefur væntanlega þurft að láta hana vita af nýjustu ákvörðun þinni? Hvað sagði hún? Ég vona allavega að þú hafir þakkað henni fyrir að hafa tekið vel á móti þér og alla þá aðstoð sem hún veitti þér. Æ ég varð að minna þig á að segja takk!! og...ég er strax farin að sakna Birnu.

Ertu þá semsagt að byrja í skógræktinni á morgun? Jæja, ég vona að þú hafir fundið starf sem er við þitt hæfi og að þú njótir starfsins.

Ein spurning eða svona fjórar+...Hvernig datt þér í hug í upphafi að sækja um eldhússtarf? Hvað fékk þig til þess að sækja um það (eða gerðirðu það ekki annars?) fyrst það hefur komið í ljós að þú ÞOILIR ekki starfið? hmm? Uppgötvaðir þú eldhúshatrið þegar þú varst komin á staðinn? Ertu búin að sjá fyrir þér hvernig skógræktarstarfið verður? Nú sóttir þú ekki um starfið...en hefurðu áhuga og viltu vinna við garðyrkju?

Ef ég man rétt ertu að byrja fyrstu skrefin í garðyrkjuvinnu...Vonandi ertu komin í starf sem ÞÚ vilt vinna við, en ekki bara að mamma þín vilji að þú vinnir ; )) Hún heldur nú samt að þetta eigi vel við þig eftir því sem þú skrifar sem er bara yndislegt gúddí. Það er líka frábært að vera í gróðurvinnu fyrir þá sem elska breytilegt veðurfar(á við á Norðurlöndum), mold, vatn, temmilegt drullumall, rætur, arfa, gras og allar pöddurnar sem plöntunum fylgja. Það er ómögulegt að gera það sem aðrir halda að manni finnist skemmtilegt. Það verður sjaldan farsællegt.

Ég vek athygli þína á öllum þeim tækjum sem þú kemur til með að nota og þú hefur ekki notað áður. Gerðu mér greiða, fáðu kennslu í notkun áhaldanna. Ég gef mér að einhver þarna kunni þetta! Jógvan virðist búinn að sjá út að þú þarft minni orf, sem er gott mál. Það t.d. skiptir miklu máli að festa ólarnar rétt svo tækið sitji vel við líkama þess sem tækið notar. Það er svo kjánalegt að halda að maður kunni að nota áhöldin án leiðbeininga. Þó þetta líti flest allt út eins og kústskaft!! Ég tala nú ekki um blöðrurnar sem hugsanlega koma á puttana vegna ónægrar kunnáttu á öll tækin. Það er bara ávísun á læknisvottorð og sjúkraflug heim! Þú sagðir að Jógvan hafi að þínu mati ekki vitað hvað hann átti að segja við þig...sem gæti stafað af því að hann veit ekki hvað þú ert að hugsa um varðandi starfið. Kannski heldur hann að þú hafir aðra gróðurreynslu en þú hefur í raun! Kannski heldur hann að þú kunnir á öll tækin!

Jæja hérastubbur

held og lykke med dit nye arbejde,

Ólöf

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Úlfhildur Flosadóttir

okey. á ég að vera að  svara þessu spurninga flóði þínu.  Jú ég skal gera mitt besta. Ég er núna búin að vinna í skógræktinni í tvo daga og það hefur bara gengið vel. Ég hef slegið grasið með bensín orf. En ég hef ekki þurft að skipta um þráð ennþá. Þegar ég er ekki að slá eða a raka þá er ég að gefa öndunum og dúfunum korn og þegar ég er ekki að því þá er ég að tæma ruslafötur eða í kaffipásu.  Þessir tveir dagar hafa gengið vel

Spurning "Hvað með Birnu góðu? Þú hefur væntanlega þurft að láta hana vita af nýjustu ákvörðun þinni? Hvað sagði hún?"
Svar: Auðvitað talaði ég við Birnu. Hún tók þessu bara rosalega vel og skildi mig nákvæmlega. Og hún var líka mjög ánægð með að ég segði bara eins og er.  Ég sakna hennar líka en ég á eftir að hitta hana aftur. En ég þakkaði henni kærlega í bak og fyrir, baðst líka afsökunar á veseninu á mér.

Spurning "Hvernig datt þér í hug í upphafi að sækja um eldhússtarf? Hvað fékk þig til þess að sækja um það (eða gerðirðu það ekki annars?) fyrst það hefur komið í ljós að þú ÞOILIR ekki starfið? hmm? Uppgötvaðir þú eldhúshatrið þegar þú varst komin á staðinn? Ertu búin að sjá fyrir þér hvernig skógræktarstarfið verður? Nú sóttir þú ekki um starfið...en hefurðu áhuga og viltu vinna við garðyrkju? "
Svar: Í fyrstalagi sótti ég ekki um eldhússtarf. Ég fékk tilboð um það. Ef ég á að segja satt. Ég hafði stórar efasemdir frá byrjun um leið og ég fékk tölvupóstinn, en ég hlustaði á móður mina sem sagði að ég ætti auðvitað að taka við boðinu. Ég er ekki búin að sjá fyrir mér hvernig nýja starfið endar. En ef ég dæmi af þessum tveimur dögum sem ég er búin að vera, þá verður þetta ekkert mál. Ekki það erfitt heldur. Þetta er nú ekki mikil garðyrkja, bara að slá gras. Ég held að ég ráði alveg við það.

Ég er búin að læra á vélarnar og ég festi ólarnar vel.  Ekkert mál með það hingað til. Jógvan veit að ég hef ekki reynslu af neinu svona.

Úlfhildur Flosadóttir, 14.6.2007 kl. 16:19

3 identicon

Æ hvað mér líður betur. Takk fyrir svörin.

Þetta á eftir að verða draumur í dós!!

hilsen

Ó.

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 17:26

4 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Hæ skvísí!  Þú kannt aldeilis að svara fyrir þig - ég vissi það svosem.  Láttu ekki móðursysturnar komast upp með neinar úrtölur og efasemdaraus!  Þær fóru ekki einar út í heim að spjara sig.  Mér finnst þú gera það listilega vel og er svakalega stolt af því hvernig þú hefur höndlað þín mál upp á eigin spýtur.

Grilljón knús,

mamma

Bergþóra Jónsdóttir, 16.6.2007 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband