13.6.2007 | 16:35
Tilkynning
Blogg fyrir daginn í dag kemur á morgun. Ég er búin að uppgötva tað að tað er líka hægt að komast á net á bókasafninu. Tað er meira að segja ókeypis að fara á netið í klukkutíma hér og tað er líka opið lengur, tað er opið til klukkan sex. Ég mundi skrifa blogg núna en ég ætla að fara að gera eitthvað með stelpunum. Ég er núna að pikka inn á Færeyskt lyklaborð. Teir eru með kommu takkann á mjög ótægilegum stað. Litli fingurinn á mér vill alltaf fara á takkann sem komman er á á íslenskum lyklaborðum. En hér fæ ég bara "ø" teim takka og "ð-ið" er líka einum takka til hliðar útaf bollu a-i. Þannig að ég fæ ø ístað kommu og å ístað ð
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú væri gott að kunna blindritun. Það er svo auðvelt. Eftir að þú ert búin að breyta lyklaborðinu í íslenskt stafakerfi - þá bara lokarðu augunum og ímyndar þér að það sé íslenskt.
En, mín kæra, mér líst vel á þessa breytingu í starfi. Ég hef samt áhyggjur af því ef Eiðbjörg ætlar að fóðra þig á súkkulaðikexi í allt sumar.
Er strákurinn í skógræktinni sætur?
knús
Bergþóra Jónsdóttir, 13.6.2007 kl. 19:32
Hæ skvísí,
Ég er glöð að heyra að þú ert búin að taka ákvörðun um framhaldið, mér lýst bara vel á þetta hjá þér. Það er auðvitað voðalega gott að geta verið úti, og það er kannski aðeins betri lykt af gróðrinum en fiskinum sem þú varst að flaka : )
Ég held að Eiðbjörg sé nýja Birnan, gott að vita af henni þarna.
Hvað finnst þér um að skrifa eitt blogg á færeysku áður en sumarið er á enda? Æ hvað það væri skemmtilegt, plíííííííííís!
Ég mæli með vinnuhönskum til skiptanna, þeir verða fljótt blautir og skítugir.
Gróðurkveðja
ímsí (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 03:49
Ég get vel pikkað á lyklaborðið blindandi. Málið var bara í gær að ég var ekki með stillt á íslenskt lyklaborð heldur bara færeyskt. Fingurnir mínir rata alveg á rétta staði án þess að horfa í lyklaborðið.
Mér finnst hann ekki sætur, strákurinn í skógræktinni.
Og Íma ég er alveg til í að skrifa eitt blogg á færeysku, ég verð bara að æfa mig smá áður. Ég held að færeyskan muni koma hjá mér fyrr en ég bjóst við. Ég skil meira og meira á hverjum degi. Ég er komin með gott færeyskt orð fyrir næsta blogg sem ég skrifa í kvöld og kemur líklegast á netið á laugardaginn. Því á morgun þá ætla ég heim eftir vinnu og fara í bað áður og gera mig fína því á morgun fer ég með stelpunum á tónleika. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta verður íslenks helgi hér. Ég ætla annaðhvort á eftir eða á morgun að kaupa íslenskan fána sem ég sá í túristabúð í bænum.
Úlfhildur Flosadóttir, 14.6.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.