14.6.2007 | 16:00
Fimmtándi dagurinn - ágætis byrjun
Ég fór á fætur og byrjaði daginn á því að fá mér að borða og smyrja mér nesti fyrir morgundaginn. Síðan var klukkan allt í einu orðin hálf átta og ég var hrædd um að ég mundi vera of sein í nýju vinnuna. Ég þaut út og gleymdi pokanum, með samlokunum mínum og sódavatninu. Ég var síðan tíumínútur á undan áætlun. Ég settist bara á bekk í smá tíma á leiðinni og kom síðan að húsinu tvær mínútur í átta. Þar fyrir utan stóð strákurinn, sem heitir Sámal, hann hafði gleymt lyklinum sínum heima. Þannig að við komumst ekki inn. Vandamálið var að það voru bara til tveir aðrir lyklar. Annar lykillin var hjá stelpu sem er í fríi og hinn einhverstaðar annarsstaðar á einhverri skrifstofu. Strákurinn hringdi í Jógvan og bað hann um að koma með lykil. Einum og hálfum klukkutíma síðar kom Jógvan loksins með lykilinn. Við höfðum bara beðið og staðið þarna fyrir utan allan tíman að tala saman. Ég komst að því að hann er miklu yngri en ég hélt. Hann er bara sautján ára. Ég veit ég er bara tveimur árum eldri en mér finnst langt síðan ég var 17. Við töluðum um allt milli himins og jarðar. Hann sagði að stelpan sem er fríi hafi unnið í þessu lengi. Og hafi lengi verið eina stelpan, svo að hún hafi beðið Jógvan um að finna fleiri stelpur, sem varð til þess að það verða bara stelpur í sumar og Sámal eini strákurinn. Þegar Jógvan kom með lykilinn þá kom hann líka með utanyfirbuxur fyrir mig og jakka. Buxurnar eru í stærri kantinum en ganga samt alveg. Jakkinn var medium og allt of stór. þannig að ég nota hann ekki. Síðan fór Jógvan aftur. Þá var klukkan um tíu og kominn tími fyrir kaffipásu. Sú pása var held ég rúmur hálftími. Eftir pásuna fórum við að tæma ruslafötur, það er hluti af starfinu. Það tók rúman hálftíma. Ég komst hinsvegar að því eftir á að ég fór stærri hring en ég átti að gera. En það var allt í lagi. Þá er minna að gera á morgun. Eftir þetta var síðan kominn hádegismatur. Við fórum út á Statoil sem er í þriggja mínútna fjarlæg. Ég keypti mér samloku og djús því ég hafði verið svo mikill klaufi að gleyma nestinu mínu heima. Við sátum held ég í klukkutíma að borða. Og þegar við vorum búin kom Jógvan aftur. Hann kom þá með nýja minni sláttuvél fyrir mig og nýjan jakka. Sá jakki var small en hann var ennþá of stór. Ég held að hann hafi áttað sig á því að með því að ráða stelpur þarf minni vinnugalla. vinnujakki í small í kallastærð er ekki það sama og small í kvennastærð. Hann kemur með minni jakka á morgun.Hann kom líka með hanska fyrir mig. Þessi heimsókn Jógvans tók um klukkutíma. Þá var klukkan að verða tvö. En þegar hann fór, fórum við að slá gras. Við slóum smá blett í kringum ný lítil tré. Erfiður blettur. Síðan skiluðum við slátturvélunum og sóttum hjólbörur og hrífur. Við rökuðum og settum grasið í hjólbörurnar. Ég þarf að æfa mig betur með slátturvélina. Þegar við vorum búin að þessu var klukkan um tíu mínútur yfir þrjú. þá tók það sig ekki að vera að byrja á einhverju nýju. Þannig að við fórum bara inn í hús og fórum aftur að tala saman. síðan klukkan korter í 4 kom Jógvan aftur. Vinnudeginum var lokið. Hann hafði gengið miklu betur en ég hafði búist við. Ég vona að dagurinn á morgun verði jafn auðveldur. Held samt að það verði meira um vinnu. Dagurinn í dag var samt fljótur að líða.
Ég fór heim eftir vinnu til að sækja usb lykilinn minn því ég ætlaði á netkaffið að setja inn blogg. Þá var Laura heima, hún sagði að Amanda hefði spurt hvort við vildum gera eitthvað í kvöld. Jú ég var alveg til í það. Ég dreif mig úr vinnubuxunum og fór í betribuxurnar og þaut út á netkaffið þar virkaði ekki netið en stelpan sem var að afgreiða benti mér á bókasafnið. Ég fór á bókasafnið. Ég komst að því að það er opið til sex og það er ókeypis að fara á netið þar í klukkutíma. Ég ætla þá bara að fara venja komur mínar þangað. Eftir klukkutíma í tölvunni fór ég heim. En rakst á Lauru á leiðinni í bæinn að hitta Amöndu við netkaffið því hún hélt ég væri þar. Ég fór heim að skila bæklingi sem ég hafði fengið á safninu. Laura beið eftir mér á meðan. Síðan rétt fyrir sex hittum við Amöndu. Við gengum um bæinn og það var bara fínt. Amanda sagði mér að henni þætti svo merkilegt að ég skuli hafi bara sagt á hótelinu að mér liði ekki vel í vinnunni og mér líkaði ekki vinnan. Hún sagði við mig að ef hún hefði verið í þessari stöðu þá hefði hún ekki þorað að segja eitthvað svona. Síðan sagði hún mér hvað kona sem vinnur með henni í Norrænahúsinu hafi sagt um íslenskar konur. Hún sagði að íslenskar konur væru ákveðnar, sterkar, kæmu sér strax að hlutunum, væru ekkert að tala í kringum hlutina, töluðu bara blátt áfram, og gerðu eða segðu bara það sem þeim fyndist þær þurfa að gera án vandræða. bara áfram með smjörið. Ég hef nú heyrt allt þetta áður. Mér fannst gaman að heyra þetta. Ég er búin að samþykkja að elda íslenskan mat fyrir þær á sunnudaginn í tilefni dagsinns. En hvernig eldar maður íslenskan mat fyrir tvær grænmetisætur? það er nokkuð sem ég þarf að hugsa um. Ég get gefið þeim rófustöppu... Þær eru líka báðar búnar að biðja mig um að kenna þeim að prjóna. Þeim finnst svo æðislegt að ég hafi prjónað svona flotta peysu. Amanda gapti þegar ég sagði henni að þessi peysi hefði tekið um 9 daga. Hún hélt að það væri hálfsársverk að prjóna peysu. Nei, það er það allaveganna ekki fyrir mig. Það er hálfsársverk fyrir mig að lesa bók. Þannig að líklegast fer ég að kenna þeim hvernig maður prjónar.
Ég fór á fætur og byrjaði daginn á því að fá mér að borða og smyrja mér nesti fyrir morgundaginn. Síðan var klukkan allt í einu orðin hálf átta og ég var hrædd um að ég mundi vera of sein í nýju vinnuna. Ég þaut út og gleymdi pokanum, með samlokunum mínum og sódavatninu. Ég var síðan tíumínútur á undan áætlun. Ég settist bara á bekk í smá tíma á leiðinni og kom síðan að húsinu tvær mínútur í átta. Þar fyrir utan stóð strákurinn, sem heitir Sámal, hann hafði gleymt lyklinum sínum heima. Þannig að við komumst ekki inn. Vandamálið var að það voru bara til tveir aðrir lyklar. Annar lykillin var hjá stelpu sem er í fríi og hinn einhverstaðar annarsstaðar á einhverri skrifstofu. Strákurinn hringdi í Jógvan og bað hann um að koma með lykil. Einum og hálfum klukkutíma síðar kom Jógvan loksins með lykilinn. Við höfðum bara beðið og staðið þarna fyrir utan allan tíman að tala saman. Ég komst að því að hann er miklu yngri en ég hélt. Hann er bara sautján ára. Ég veit ég er bara tveimur árum eldri en mér finnst langt síðan ég var 17. Við töluðum um allt milli himins og jarðar. Hann sagði að stelpan sem er fríi hafi unnið í þessu lengi. Og hafi lengi verið eina stelpan, svo að hún hafi beðið Jógvan um að finna fleiri stelpur, sem varð til þess að það verða bara stelpur í sumar og Sámal eini strákurinn. Þegar Jógvan kom með lykilinn þá kom hann líka með utanyfirbuxur fyrir mig og jakka. Buxurnar eru í stærri kantinum en ganga samt alveg. Jakkinn var medium og allt of stór. þannig að ég nota hann ekki. Síðan fór Jógvan aftur. Þá var klukkan um tíu og kominn tími fyrir kaffipásu. Sú pása var held ég rúmur hálftími. Eftir pásuna fórum við að tæma ruslafötur, það er hluti af starfinu. Það tók rúman hálftíma. Ég komst hinsvegar að því eftir á að ég fór stærri hring en ég átti að gera. En það var allt í lagi. Þá er minna að gera á morgun. Eftir þetta var síðan kominn hádegismatur. Við fórum út á Statoil sem er í þriggja mínútna fjarlæg. Ég keypti mér samloku og djús því ég hafði verið svo mikill klaufi að gleyma nestinu mínu heima. Við sátum held ég í klukkutíma að borða. Og þegar við vorum búin kom Jógvan aftur. Hann kom þá með nýja minni sláttuvél fyrir mig og nýjan jakka. Sá jakki var small en hann var ennþá of stór. Ég held að hann hafi áttað sig á því að með því að ráða stelpur þarf minni vinnugalla. vinnujakki í small í kallastærð er ekki það sama og small í kvennastærð. Hann kemur með minni jakka á morgun.Hann kom líka með hanska fyrir mig. Þessi heimsókn Jógvans tók um klukkutíma. Þá var klukkan að verða tvö. En þegar hann fór, fórum við að slá gras. Við slógum smá blett í kringum ný lítil tré. Erfiður blettur. Síðan skiluðum við slátturvélunum og sóttum hjólbörur og hrífur. Við rökuðum og settum grasið í hjólbörurnar. Ég þarf að æfa mig betur með slátturvélina. Þegar við vorum búin að þessu var klukkan um tíu mínútur yfir þrjú. þá tók það sig ekki að vera að byrja á einhverju nýju. Þannig að við fórum bara inn í hús og fórum aftur að tala saman. síðan klukkan korter í 4 kom Jógvan aftur. Vinnudeginum var lokið. Hann hafði gengið miklu betur en ég hafði búist við. Ég vona að dagurinn á morgun verði jafn auðveldur. Held samt að það verði meira um vinnu. Dagurinn í dag var samt fljótur að líða. Ég fór heim eftir vinnu til að sækja usb lykilinn minn því ég ætlaði á netkaffið að setja inn blogg. Þá var Laura heima, hún sagði að Amanda hefði spurt hvort við vildum gera eitthvað í kvöld. Jú ég var alveg til í það. Ég dreif mig úr vinnubuxunum og fór í betribuxurnar og þaut út á netkaffið þar virkaði ekki netið en stelpan sem var að afgreiða benti mér á bókasafnið. Ég fór á bókasafnið. Ég komst að því að það er opið til sex og það er ókeypis að fara á netið þar í klukkutíma. Ég ætla þá bara að fara venja komur mínar þangað. Eftir klukkutíma í tölvunni fór ég heim. En rakst á Lauru á leiðinni í bæinn að hitta Amöndu við netkaffið því hún hélt ég væri þar. Ég fór heim að skila bæklingi sem ég hafði fengið á safninu. Laura beið eftir mér á meðan. Síðan rétt fyrir sex hittum við Amöndu. Við gengum um bæinn og það var bara fínt. Amanda sagði mér að henni þætti svo merkilegt að ég skuli hafi bara sagt á hótelinu að mér liði ekki vel í vinnunni og mér líkaði ekki vinnan. Hún sagði við mig að ef hún hefði verið í þessari stöðu þá hefði hún ekki þorað að segja eitthvað svona. Síðan sagði hún mér hvað kona sem vinnur með henni í Norrænahúsinu hafi sagt um íslenskar konur. Hún sagði að íslenskar konur væru ákveðnar, sterkar, kæmu sér strax að hlutunum, væru ekkert að tala í kringum hlutina, töluðu bara blátt áfram, og gerðu eða segðu bara það sem þeim fyndist þær þurfa að gera án vandræða. bara áfram með smjörið. Ég hef nú heyrt allt þetta áður. Mér fannst gaman að heyra þetta. Ég er búin að samþykkja að elda íslenskan mat fyrir þær á sunnudaginn í tilefni dagsins. En hvernig eldar maður íslenskan mat fyrir tvær grænmetisætur? það er nokkuð sem ég þarf að hugsa um. Ég get gefið þeim rófustöppu... Þær eru líka báðar búnar að biðja mig um að kenna þeim að prjóna. Þeim finnst svo æðislegt að ég hafi prjónað svona flotta peysu. Amanda gapti þegar ég sagði henni að þessi peysa hefði tekið um 9 daga. Hún hélt að það væri hálfsársverk að prjóna peysu. Nei, það er það allaveganna ekki fyrir mig. Það er hálfsársverk fyrir mig að lesa bók. Þannig að líklegast fer ég að kenna þeim hvernig maður prjónar.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hmmm..... það er bara tveir fyrir einn í Færeyjablogginu!
Var að senda þér fiskisúpuuppskriftina,
mamma
Bergþóra Jónsdóttir, 15.6.2007 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.