16.6.2007 | 11:27
Sextándi dagurinn - Fimmtudagur í hnotskurn
Dagurinn byrjaði eins og dagurinn áður, en í þetta sinn mundi ég eftir nestinu mínu. Ég lenti hinns vegar í vandræðum með plastbokan sem ég hafði sett nestið í. Bæði höldin á honum slitnuðu á leiðinni. Það var efst í brekku sem allt pompsaði, bara gúmbess og flaskan mín rúllaði niður brekkuna. En stoppaði síðan þar, sem betur fer, svo ég gat náð henni. Dagurinn í vinnunni var svipaður og dagurinn áður. Fullur af kaffi pásum. Við unnumst meira. Við tókum stærri grasblett á milli trjá þar sem við vorum með handsláttuvélarnar. og síðan rifum við af grasinu í kringum öll litlu tréin þar sem vélin komst ekki. Eftir það var bara að raka og þegar það verk var búið var klukkan að verða fjögur og dagurinn búinn. Eftir vinnu fór ég síðan á bókasafnið. Ég byrjaði á því að fara í tölvu og síðan var að ég að kíkja í safninu. Ég fann fullt af bókum eftir Halldór Laxness og Einar Kárason, síðan fann ég bókina 101 Reykjavík í hljóðbók á dönsku. Að sjá svonalagað fær litla íslenska hjartað mitt að slá hraðar, ég verð stolt. Eftir þetta klukkan rúmlega sex fórum ég og Laura í Bónus, því fyrr um daginn höfðum við fengið kæliskáp. Við gengum í bónus og versluðum. En við hugsuðum ekki um það að við þyrftum að ganga til baka með alla pokana. Við vorum báðar með mörg kíló. Það var íka vandræði með kartöflur sem við ætluðum að kaupa. Minnsti pokinn sem hægt var að fá var 2 kíló og það er hlutfallslega dýrara að kauða stakar kartöflur útaf stykkja verðlagningunni. Við þurftum að gera pásur oft á leiðinni og ég held við höfum verið hátt í klukkutíma á leiðinni. Þegar heim var komið, þá var klukkan orðin átta. Eftir það elduðum við báðar og borðuðuð svo. Við borðuðum og spjölluðum í um klukkutíma þangað til rúmlega níu, þá þurfti Laura að fara að hátta. hún þarf að vakna hryllilega snemma til að fara í vinnuna. Stuttu seinna fór ég líka að hátta. Ég var að lesa í einhverjum bæklingi um stað sem við förum í ferð til á sunnudaginn eftir viku, með Norddjobb. Ég hlakka svo til. En ég sofnaði útfrá bæklingnum. Og vaknaði síðan um fjögurleitið og slökkti ljósið og hélt áfram að sofa.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...."unnust" þau bæði vel og lengi
Bergþóra Jónsdóttir, 16.6.2007 kl. 17:13
...það sama og ég vildi sagt hafa : ). Nú vill maður bráðum fá myndir af þessu fólki sem er í kringum þig ljúfan, þannig að hafðu það bakvið eyrað ef þú mátt vera að.
ímsí (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 06:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.