16.6.2007 | 11:29
Sautjándi dagurinn - púl og þreyta.
Ég byrjaði gærdaginn(föstudag) á því að fara í vinnuna, það var orðið heitt þá þegar klukkan átta. Það verður yfirleitt ekki heitt fyrr en seinna kannski milli tíu og ellefu. Ég byrjaði á því að fara í túr til að tæma ruslaföturnar. Eftir það var kaffipása svona klukkutímalöng. Þegar pásan var búin þá var klukkan um níu og við fórum út. Við ætluðum að slá stærri blett í dag. Ég tók stóru venjulegu slátturvélina og Sámal tók orfina. Hann kláraði smá blett sem við höfðum skilið eftir í daginn áður. Ég byrjaði á stóra blettinum. Ég skiðti honum upp í smærri ferninga. Fyrsti ferningurinn var ekki svo slæmur. Það eru stórir steinar á þessum bletti sem ég þurfti að fara í kringum það var aðalvesenið. Síðan var líka glampandi sólskin og hiti og ég var bara á stutermabolnum. En vinnubuxurnar sem ég á að vera í eru regnbuxur og það er sko taumlaus skelfing að vera í þannig buxum að hamast í svona veðri. En ferningur tvö er allt önnur saga. Þetta svæði í gær er hóll og það var minnismerki um Willian Heinessen á toppnum. Það var taumlaus skelfing að ýta vélinni upp brekkuna.. Ég hafði samt skipt brekkunni í tvo parta svo ég þyrfti ekki að fara upp allt í einu. Ég svitnaði og svitnaði síðan komu amerískir túristar, sem bara gláptu á mig eins og það sé eitthvað mjög athugavert við það að stelpa væri að sá gras. Og gamall maður sem sat við minnismerkið hann tók meira að segja mynd af meðan ég var að vinna. Ég hef aldrei vitað annað eins. En síðan fóru þau lokins. En eftir þennan blett þá tók ég smá pásu og settist og Sámal kom og settist hjá mér til að spjalla, nokkuð sem ég held að hann geri gjarnan. Hann getur talað endalaust. Hann sagði að ég hefði verið dugleg. að slá þetta allt saman. Við sátum þarna í hálftíma held ég. En síðan héldum við áfram. Ég hélt áfram með stóru vélina og slóg restina af hólnum og fór í kringum steinana. Þangað til að það var ekki meira sem ég gat tekið með vélinni. Þegar ég var búin vantaði klukkuna tíu mínútur í tólf, svo það passaði akkúrat að fara í hádegismat. Sámal fór í SMS að fá sér að borða en ég borðaði bara nestið mitt í húsinu. Við hittumst síðan aftur klukkan eitt og tókum þá hjólbörur og hrífur með okkur. Við byrjuðum á því að slá það sem ég gat ekki gert með stóru vélinnig. Og síðan þurftum að raka allt saman. Síðan var klukkan bara allt í einu orðin þrjú og við vorum ekki búin að raka. Við þurftum bara að dífa okkur. Og við náður að raka allt saman og skúbba öllu grasinu í sinn stað með hjóbörunum klukkan tíu mínútur yfir fjögur. Þannig að þetta tókst. Á leiðinni heim stoppaði ég við í túristabúðinni að kaupa íslenskan fána. Hann kostaði mig fimm krónur. En ég held að það komi ekki margir Íslendingar þarna. Því eiginlega allir norsku, dönsku og sænsku fánarnir voru búnir svo það vara bara fullt af íslenskum fánum eftir. Þegar ég kom heim setti ég svo í þvottavé í fyrsta sinn hér. Marjun á gamla þvottavél sem er Lengi að þvo. hún stoppar í miðjum þvottinum svo maður þarf að fara niður til að setja hana aftur af stað.. Ég þurfti síðan að fara í sturtu áður en við færum á tónleikana. En ég uppgötvaði síðan það að handklæðið mitt var í þvottavélinni þannig að ég notaði annað lítið handklæði sem ég var með. En síðan kom hausverkurinn. Ekkert af því sem ég átti til hreint passaði beint saman. En mér tókst að gera þetta þokkalegt. Síðan klukkan tæplega sjö gengum ég og Laura af stað í Norræna húsið á sinfóníuna og Diddú og Dísellu. Á leiðinni sáum við fólk sem greinilega á sömu leið og við. Við gengum fyrir aftan þau langan veg. Og síðan þegar klukkan var 25 mínútur yfir sjö og fimm mínútur þangað til að tónleikarnir áttu að byrja sneri maðurinn sér við og spurði okkur á færeysku hvort við værum líka að fara á tónleikana. Jú ég gat svarað því.Þá sagði maðurinn á færeysku aftur að við kæmum bara akkúrat. Við vorum komin 28 mínútur yfir. Og fólk stóð enn bara í andyrinu. Tónleikarnir voru góðir. En ég held að það hafi ekki verið nóg af Íslendingum í salnum. Ég held að flestir af færeyingunum hafi bara komið út af færeysku söngkonunum sem sungu tvö lög. Það sem mér kom á óvart. að prógrammið var á færeysku(það var samt ekki það sem mér fannst skrítið) en allir titlarnir á lögunum voru þýddir yfir á færeysku líka. Síðan var líka furðulegt að herya Ragnheiði Ástu Pétursdóttur tala dönsku.Mér fanns bara gaman. En eftir tónleikana þá vorum við Laura svo þreyttar að við fórum bara beint heim. Við geispuðum hvor í kapp við aðra. Þegar við komum heim, fór hún beint upp að sofa, en ég tók út úr þvottavélinni, því hún hafði ekki verið búin þegar við fórum út, og síðan fór ég upp að sofa. Ég var algjörlega uppgefin.
Núna sit ég í eldhúsinu mínu og borða hafragraut með hryllilegar harðsperrur í handleggjunum. Samt ekki jafn slæmar og harðsperrurnar sem ég fékk eftir klifrið í Danmörku, en samt voru það átök í morgun að setja tagl í hárið. Ég ætla út núna á eftir, á bókasafnið að setja þetta blogg inn. og taka ákvörðun um hvað ég á að elda fyrir grænmetisæturnar á morgun.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð
Ég er ánægð að heyra að það gengur vel og að þér líkar starfið, allavega eftir fyrstu dagana. Garðyrkja er ekkert einfalt starf, það get ég sagt þér. En ótrúlega skemmtilegt starf!!Óskaplega er gott að lesa að þér líkar vel. Gaman gaman. Geturðu ekki fundið góða sundlaug til að teygja á vöðvunum eða vera sjálf dugleg að teygja eftir vinnudagana?
Verra þykir mér að móðir þín skuli tala um úrtölur og efasemdaraus móðursystranna. Vitleysa!! Annaðhvort er minni farið að hraka allverulega hjá henni eða hún hefur hreinlega ekki búið yfir þeirri vitneskju að nákvæmlega allar systur hennar fóru einar út í heim og spjöruðu sig, meira að segja hún sjálf!! "Gamla geitan!" hihihihi
hurðu vina...gleymdirðu ekki að leggja fram færeyska orðið í síðustu bloggum? Ég man síðast eftir skemmtilega orðinu TIMBURMENN! Það var ótrúlega skemmtilegt.
keep on going strong!!
skemmtilegt blogg...túrílú...hæhójibbíjei...gleðilega þjóðhátíð á morgun!
Ó.
Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.