átjándi dagurinn - harðsperrur!!! --örblogg

Oj oj gærdagurinn byrjaði erfiðlega. Ég var með svo hryllilegar harðsperrur í upphandleggjunum að ég gat varla rétt úr handleggjunum. Ég byrjaði daginn klukkan 9(ég er svo þreytt á kvöldin að ég sofna snemma og vakna snemma líka) á bloggi og hafragraut í náttfötunum.Þegar klukkan var langt gengin í tólf klæddi ég mig og fór út. Ég ætlaði einn klukkutíma á net. En það var eitthvað vesen með internet í bænum.Þannig að ég komst hvorki á internet í upplýsingamiðstöðinni né á bókasafninu. En ég gekk inn á Hótel Tórshavn og notaði tölvu þar í tíu mínútur til að setja inn blogg. Eftir það fór ég síðan í matvörubúðina í SMS og vellti fyrir mér hvað ég ætti að elda fyrir stelpurnar. Ég komst að þeirri niðurstöðu að steiktur fiskur í raspi væri það besta. Þannig að ég skellti mér á eitt kíló af þorski. Ég komst líka að því að eitt kíló var alltof mikið. Eftir búðarferðina fór ég síðan í göngutúr, og um kvöldið eldaði ég mér mat og síðan hafði ég það náðugt horfði á Working Girl með Melanie Griffith og borðaði kex frá Eiðbjörgu. Ég fór síðan bara eiginlega snemma að sofa. um tólfleitið sofnaði ég út frá DaVinci lyklinum. Það var samt óþægilegt að liggja á hliðinni því ég var svo aum í handleggjunum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband