Nítjándi dagurinn - 17. júní --örblogg

Dagurinn byrjaði svona svipað og laugardagurinn, en bara aðeins minni harðsperrur. Eftir að hafa farið í þjóðhátíðarbað og farið í fínni fötin, fór ég út í göngutúr. Eitt af því fyrsta sem ég sá var íslenski fáninn. Það var flaggað með íslenskum fána úti á Tinganesi, á þinghúsinu, í tilefni dagsinns. Mér fannst gaman að sjá það. Ég hefði ekki búist við því. Ég byrjaði á því að ganga í gegnum bæinn að taka myndir af hinum og þessum skiltum sem hafa skrítin orð. Eins og tildæmis "bert viðskiptafólk" Ég læt myndirnar inn síðan held ég. Ég gekk síðan upp á klettinn hér fyrir ofan bæinn og settist á stein þar og horfði yfir bæinn. Það var "sautjánda júni veður" hér í gær. Eftir að hafa setið þarna uppi gekk ég síðan niður aftur. Þá var förinni heitið út á Tinganes. Ég varð að taka mynd af fánanum. Ég tók reyndar margar myndir.  Eftir þetta fór ég síðan heim og tók til við það að útbúa kvöldmat. síðan klukkan hálf fjögur fór ég út í norrænahús, við,stelpurnar ætluðum saman á tónleika þar. Eftir tónleikana um sex leitið fórum við heim og ég tók til við matreiðsluna. Stelpurnar spurðu hvort þær gætu hjálpað mér. Ég leyfði Amöndu að skera fetaostinn. Ég kenndi henni hvernig á að gera það(lært í Hafnía) og síðan var sýnikennsla í því að skera rauðlauk..Við settumst síðan að borðum. Stelpurnar vissu ekki hvernig ætti að borða steiktann fisk í raspi með kartöflum, það þurfti að sýna þeim það. Mér finnst best að stappa fisknum og kartöflunum saman með smjöri, þannig að það var þannig sem þær gerðu. Þeim fannst hinnsvegar vanta salt. Við notum bara svo lítið salt á Íslandi. Síðan var talað um Ísland. Þeim finnst líka skrítið að ég hafi aldrei komið í Bláa lónið. Eftir matinn spjölluðum við bara saman.Þangað til um klukkan hálf tíu þegar stelpurnar fóru á Hafnía að að hlusta á lifandi tónlist. Ég var svo þreytt að ég var bara heima. Ég lognaðist síðan útaf ekki löngu eftir tíu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband