tuttugasti dagurinn - Ný vika

Dagurinn í dag var bara nokkuð fínn. Hann byrjaði á hafragraut og síðan skundaði ég af stað í vinnuna. Þegar ég var komin í vinnuna, beðum við eftir stelpunni sem hafði verið í fríi í síðustu viku, en við nenntum ekki að bíða lengur þannig að við fórum bara í það að tæma ruslaföturnar.En þegar ég kom til baka úr því var stelpan, Sara, komin. Þá var haldin kaffipása. Þegar kaffipásan var að verða búin kom Jógvan. Hann getur talað og talað endalaust. Í dag var umræðuefnið slátturvélarnar. Það var rætt á færeysku en ég skil meira og meira á hverjum degi. Ég náði því að það var talað um að kaupa eina létta vél til viðbótar því í augnablikinu eru tvær gamlar vélar og önnur virkar ekki og hin er farin að bila. Þetta eru Husquarna vélar og það er erfitt og dýrt að finna einhvern til að gera við þær því Husquarna umboðið fyrir slátturvélar er ekki lengur í Færeyjum.Ég náði þessu öllu.  Þetta var langt samtal en síðan loksins fór Jógvan en þá var klukkan langt gengin í 11. Við fórum út. Ég fékk það verkefni að fjarlægja gras frá littlum trjám og steinum þar sem slátturvéarnar komast ekki, og raka síðan á eftir. Ég skar grasið í klukkutíma þangað til það var kominn hádegisverðarpása. Í hádegispásunni sátum ég og Sara einar inn í skúr. Sámal fór eitthvað annað að borða, líklegast SMS. Við gátum þá spjallað saman tvær. Gott að hafa aðra stelpu. Sara er búin að vinna þarna í eitt ár og hefur verið eina stelpan allan tímann. Það var víst einhver annar yfirmaður yfir deildinni sem gerði ekkert í málunum, með þetta. En síðan kom Jógvan og ákvað að taka þessa kvörtun Söru til greina og ráða fleiri stelpur.. Eftir hádegismat fórum við síðan aftur út. Ég hélt áfram með að skera grasið frá. Ég rek svona upplýsingamiðstöð í hjáverkum á meðan ég er í vinnunni. Það koma altaf túristar að spyrja mig um hitt og þetta. Hvar eitthvað sé, hvort eitthvað sé opið, hvort það sé hægt að skoða eitthvað. Stundum hef ég engin svör. Það var þannig í dag. Það komu hjón frá Hollandi, konan byrjaði að tala við mig. Spurði mig hvort það væri hægt að skoða inn í kaþólsku kirkjuna. Ég hef ekki græna glóru um það. Síðan fór hún að spyrja mig hvort ég gerði þetta(að vinna í garðinum) bara í mínum frítíma vegna áhuga. Ég svaraði þvi neitandi. Ég sagði að ég væri þarna 8 tíma á dag og fengi borgað fyrir. Henni fannst þetta alveg svakalegt átta tímar á dag, fimm daga í viku. Hún spurði mig líka hvað við værum eginilega mörg að vinna þana. Ég svaraði að í augnablikinu værum við þrjú, og allir fengju laun fyrir. Síðan spurði hún hversu gamall garðurinn væri og þá stóð ég aftur á gati. En gat bent á elsta partinn af garðinum. Ég þarf að fræða mig um hitt og þetta.. En síðan breyttist umræðuefnið yfir í veðrið þeim finnst kallt hér. Þau eru búin að vera í Danmörku, Hjaltlandseyjum, eru nú í Færeyjum og í vikulok fara þau til Íslands til að vera í eina viku. Ég óskaði þeim bara góðrar ferðar, og hélt síðan áfram með vinnu mína. klukkan var allt í einu orðin þrjú og ég átti eftir að raka saman eiginlega allt, þannig að ég mátti flýta mér. Ég náði að raka og keyra allt grasið burt akkúrat klukkan 4, þá var bara að ganga frá og fara heim. Ég þaut heim því ég ætaði að skrifa tvö örblogg og fara síðan á bókasafnið og setja þau inn. Ég skrifaði örbloggin. En þegar ég var búin að því var klukkan að vera fimm, Og það var búð sem ég ætlaði í sem lokar klukkan hálf sex. Ég dreif mig í búðina. Ég ætlaði að kaupa garn og prjóna færeyska peysu. En maðurinn í búðinni átti engar uppskriftir að færeyskum peysum. En ég fann flotta norska peysu í staðinn. Ég keypti garn og prjóna og nú er ég byrjuð á peysunni. Ég er búin að vera að prjóna í kvöld. ég þurfti að pína mig til að hætta til að skrifa þetta blogg. Ég verð alltaf svo spennt þegar ég prjóna að þegar er ég byrjuð þá get ég ekki hætt. En sem betur fer er orðalist aftast í blaðinu, með þýðingu af öllum mikilvægustu norsku orðunum yfir á ensku hin norðurlandatungumálin, þar á meðal íslensku. Ég verð að segja að mér finnst færeyskar matvöruverslanir alveg frábærar. Það er eins og að koma til litla Íslands að koma inn í færeyska matvöruverslun. Það er ekki nóg að djúshillurnar séu fullar af Svala, þá er líka Kornax hveiti, íslenskir sviðakjammar og tólg, íslensk síld, íslenskt lambakjöt en flottasta af öllu finnst mér sósurnar frá E.Finnsson. Pítusósa og hamborgarasósa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband