20.6.2007 | 16:30
tuttugasti og fyrsti dagurinn - Stelpnadagur
Dagurinn byrjaði ekkert sérlega vel. Ég lagaði hafragraut en var bara svo lítið svöng en borðaði samt þangað til að ég var meira en pakksödd. Ég fór síðan af stað í vinnuna og var komin á slaginu átta. En þá var enginn kominn þannig að ég beið í 45 mínútur eftir Söru. Hún kom seint því hún á við svefnörðuleika að stríða, getur ekki sofnað á kvöldin. Sara hafði skilið lykilinn sinn eftir heima. Þannig að hún fór að sækja lykilinn. Ég fór bara með henni í bílnum hennar. Eftir það fórum við að safna ruslinu og eftir það verk héldum við kaffipásu. Eftir pásuna vorum við síðan bara að slæpast. Við fórum og keyptum nýja stóla, ruslafötu, nýja bolla og eitt og annað. Þetta tók okkur allan fyrri partinn þangað til rúmlega tólf. Það er núna greinilegt að það eru stelpur sem vinna þarna. Sara fór að velta fyrir sér hvað Jógvan muni segja þegar hann sér alla nýju hlutina eða þegar hann sér reikninginn. Ég held að það verði bara það sama og þegar við breyttum öllu í stofunni í Snoghoj á meðan Torben var í burtu á Ítalíu. Sara fór og hitti vinkonu sína í hádeginu, þannig að ég borðaði bara ein í dag. Við tókum langa hádegispásu rúmur klukkutími(nálægt því að vera einn og hálfur). Klukkan var um hálf tvö þegar við byrjuðum að vinna. Ég slóg gras meðfram köntum við götur og stigi og Sara kom og rakaði á eftir mér. Við gerðum þetta þangað til klukkan þrjú, hún lauk við það að raka öllu saman en ég fór með sláttuvélina til baka og þreif tjörnina. Það eru vöðlur þarna í skúrnum. En parið sem er þarna er ekki fyrir stelpur. Vöðlurnar voru miklu lengri en ég og stígvélin voru númer 44 og ég nota númer 36. Ég notaðist samt við þessar risa vöðlur, það tók mig samt helmingi lengri tíma að ganga að tjörninni en annars. Ég steig ofan í tjörnina sem var mjög gruggug(flott orð með fjórum g-um) og pikkaði upp hitt og þetta rusl sem var ofan í. Plastpokar, flöskur, dósir og djúsfernur. og síðan var líka eitt snuð. Þetta var nokkuð sem ég mundi helst ekki vilja endurtaka, en það er víst óhjákvæmilegt. Þegar ég var búin að þessu og búin að kjaga til baka í vöðlunum, vantaði klukkuna korter í fjögur. Við bara lokuðum og læstum og fórum heim.Eftir vinnu fór ég heim skipti um föt og fór síðan í tölvu á bókasafninu og var í klukkutíma. Um sex leitið fór ég síðan að hitta stelpurnar á Caffé Natúr. Því það kom nýr Nordjobbari í dag. Það er finnskur strákur frá Lapplandi. Hann var þarna með okkur. Síðan var Amanda orðin svo þreytt að hún fór bara heim. Strákurinn vildi gera eitthvað meira. Ég komst að því að Laura hafði aldrei komið út á Skansin eða út á Tinganes. Ég fór með þau út á Skansin í kvöld, Þeim fannst báðum æði að koma þangað tóku fullt af myndum. Ég tók myndir þar á sunnudaginn. Ég er samt búin að koma þarna þó nokkrum sinnum. Eftir þetta var svo kominn tími til að fara heim. Strákurinn gekk heim til sín og ég og Laura heim til okkar. Þegar heim var komið hitaði ég mér upp fisk frá því á sunnudaginn. Laura hafði borðað áður. En hún sat og borðaði núðlur með mér og við spjölluðum. Við fórum að bera saman það sem við skrifuðum í Nordjobb umsóknunum okkar. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við gerðum nánast nákvæmlega það sama. Hún skrifaði sína umsókn náttúrulega bara á sænsku, en síðan sendi hún Lindu bréf á ensku til að sýna henni að hún gæti líka tjáð sig á ensku, það sama og ég gerði. Það er greinilegt að þessi aðferð virkar. Eftir að hafa spjallað til klukkan níu þá fór Laura að sofa. Hún þarf að vakna fyrir allar aldir til að fara í vinnuna. En ég settist inn í herbergið mitt og prjónaði. En ég ætla að láta þetta gott heita í bili,
Orð dagsins: Sjá myndaalbúm. Myndir af skiltum
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Úlfhildur
Dagurinn er ekki fullkomnaður hjá okkur afa nema við séum búin að lesa bloggið þitt. Okkur finnst við vera þarna með þér, þú ert svo lifandi og einlæg í skrifum þínum. En ég (amma) bið þig um eitt:
Vegna þess að ég fer alltaf að spekúlera um hvaða dag þú ert að skrifa hverju sinni og höfuðin á okkur báðum fara í kross (aðallega hjá mér) viltu þá taka fram í fyrirsögninni um hvaða dag þú ert að skrifa.
Að lokum smá athugasemd frá íslenskusérfræðingi Hæðargarðs:
Skrifa skal: Ég sló grasið, en ekki ég slóg grasið.
Ástarkveðjur og þakkir elsku Úlfhildur.
amma og afi.
Kristín Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 16:02
Hæbbs
Gaman enn og aftur að lesa. Ég er ánægð með skiltin!! Saknaði þó að sjá ekki mynd af þér sæta!!
Ó.
Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 00:31
Það er nú ekki bara amma sem er rugluð í dögunum því ég var einmitt að hugsa þetta sama og hún, og tek undir bón hennar um að tekinn sé fram vikudagur og dagsetning.
Hvernig fyrirtæki er Bert Viðskiftafólk?
ímsí (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 02:05
Ég skal gera mitt besta til að setja dagsetningu og vikudag með inn í næstu bloggum.
Íma: fyrirtækið heitir ekki Bert viðskiptafólk. Þetta er skilti við bílastæði fyrir utan hárgreiðslustofu. Stæði þar sem bera viðskiptafólkið leggur
Úlfhildur Flosadóttir, 22.6.2007 kl. 15:46
... og útleggst væntanlega þannig á íslensku:
Aðeins fyrir viðskiptavini.
Bergþóra Jónsdóttir, 23.6.2007 kl. 12:05
Hahahaha, mig langar svo að læra smá í færeysku. Ég myndi bara vera hlæjandi allan liðlangan daginn talandi þetta tungumál, og það væri nú ekki slæmt.
ímsí (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.