Tuttugasti og þriðji dagurinn - fimmtudagur 21. júní. - Sumar sólstöður. - örblogg

Dagurinn byrjaði eins og allir aðrir dagar, á hafragraut og síðan fór ég í vinnuna. Það var grenjandi rigning þegar ég kom. Síðan kom Sámal og við fórum beint í það að tæma ruslaföturnar. Eftir það var kaffipása. Eftir kaffipásuna fórum við að reita arfa. Það var stór malarvöllur við Listasafnið, sem var fullur af fíflum og mosa. Við byrjuðum hvort í sínum endanum. og stungum hvert fíflið á fætur öðru upp með rótum. Ég var með ipodinn í eyrunum, þannig að þetta gekk hraðar.  En það hafði samt stytt upp áður en við byrjuðum sem var gott. Við vorum búin að reita klukkan tólf og fórum þá í hádegismat. Sara var þá mætt með kærastann sinn. Þau höfðu tekið til hendinni í skúrnum. Fært all svo hlutirnar passa betur inn í herbergið. Það var frábær breyting. Eftir hádegismat, var svo slegið gras. Við tókum hvert eina hand slátturvél og slóum meðfram stígum í garðinum. Það er eins og það sé eitthvað sem gerist þegar ég er búin að starta vélinni. Síminn fer alltaf að hringja. Það gerðist á þriðjudaginn ég var nýbúin að starta vélinni og var kannski búin að slá í eina mínútu þegar síminn hringdi. Það var Amanda, okey ég var pínu pirruð því ég var nýbyrjuð og það hafði tekið mig 10 mínútur að starta vélinni. En síðan fínt að tala við hana. Við kvöddumst og ég gekk frá símanum og setti vélina aftur í gang og viti menn nokkrum mínútum síðar hringdi Amanda aftur. Hún vildi ræða frekar við mig. því ætluðum að hittast þá um kvöldið að hitta finnska strákinn. Ég var aðeins pirraðri í það skiptið en síðan var þetta nú nóg og síminn hringdi ekki aftur. Og það var líka svona á fimmtudaginn ég hafði staðið í basli með vélina í 10 til 15 mínútur og hafði síðanloksins komið henni gang og var búin að slá innan við fimm mínútur þegar símann hringdi. Það var Ann úr Norrænahúsinu. Ann er ung og hefur tekið að sér að skipuleggja dagskrá fyrir okkur þangað til Linda kemur í júlí. Hún vildi gefa mér upplýsingar um ferðina til Mykiness á morgun(sunnudag) Það var nú bara allt í fína, því ég hlakka svo til að fara í ferð. Hún sagði mér líka að göngutúrinn upp á hæsta fjallið, sem átti að vera þá um kvöldið væri ekki lengur á dagskrá, vegna veðurs. En eftirsamtalið hélt ég svo áfram að slá til klukkan þrjú þá fór ég að raka saman. En ég náði samt ekki að keyra með grasið í burtu fyrir 4 þannig að ég skildi það bara eftir.  Ég fékk færeyska kennitölu á miðvikudaginn þannig að í gær eftir vinnu fór ég í banka og stofnaði bankareikning. Allir bankar á Þórshöfn eru opnir til sex alla fimmtudaga, mjög hentugt. Það er auðveldara að stofna reikning hér en á Íslandi og í Danmörku. Á Íslandi þar maður víst að svara því hvort maður sé hriðjuverkamaður og Danmörku þarf maður að fylla út allskonar pappíra. Hér var bara kennitala og skilríki. Þegar ég kom heim, fór ég að tala við Lauru við borðuðum saman og ræddum hitt og þetta. Síðan kom Amanda að sækja okkur ásamt mömmu sinni og móðursystur. Mamma hennar og móðursystir komu með ferju á miðvikudaginn og eru því á bíl. Við ætluðum að kíkja á hvernig Færeyingar fagna sumarsólstöðum. Við komumst að því að þeir kveikja brennu út á strönd og syngja færeysk lög. Við stoppuðum nú ekki lengi það var svo kalt. Stuttu eftir að ég kom heim fór ég bara að sofa. Ég var svo þreytt. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband