25.6.2007 | 16:23
Tuttugast og fjórði dagurinn - föstudagur 22. júní -
Það var nú ekki svo mikið unnið í vinnunni í gær kannski alls 5 tímar. Við byrjuðum á ruslafötuferðinni sem endaði klukkan 8:28. Síðan var kaffipása sem entist þangað til rétt fyrir ellefu. Við héldum öll áfram að slá meðfram gangstígum í garðinum og gerðum það þangað til klukkan tólf. Ég var ein í hádegispásunni. Sara fór heim að borða og Sámal borðaði með vini sínum. Það er allt í lagi ég hlusta bara á útvarpið á meðan og les blöðin sem Sara kaupir. Klukkan eitt fór ég síðan aftur að vinna, þá var að raka öllu saman. Ég rakaði öllu saman og keyrði grasið burt í hjólbörum. Þegar það var búið var klukkan þrjú þá fórum við að klippa runna og vorum að því í um hálftíma og þá var vinnudeginum lokið. Semsagt stuttur dagur. Ég fór aðeins á bókasafnið í gær. Við stelpurnar erum búnar að ákveða að halda norrænt kvöld í næstu viku. útbúa einhvern smárétt eða eitthvað frá heimalöndum okkar og horfa síðan á sænska, finnska og íslenskar bíómyndir. Ég fór í gær á bókasafnið til að sjá hvort þeir væru með einhverjar íslenskar myndir á DVD. Jújú ég fann Hafið, eina málið er að hún er bara textuð með norskum texta, ég vona að þær geti lesið norksan texta. því þær skilja víst ekki mikið í íslensku. Þegar ég kom heim var klukkan að ganga sex og Laura var ný sest niður til að borða kvöldmat. Ég lagaði mér líka kvöldmat og sagði henni að ég hefði fundið íslenska mynd á bókasafninu. Hún spurði hvað hún héti og þegar ég sagði henni að hún héti Hafið(Havet), þá brosti hún og sagði auðvitað. Hún sagðist nefnilega hafa tekið eftir því að margar færeyksarbækur fjalla annað hvort um hafið eða gerast við hafið. En hún hafi aldrei skilið hvað málið væri eginglega með hafið fyrr en hún kom hingað. Hún er búin að læra það að fólk á eyjum hefur hafið fyrir augunum allan daginn og þess vegna alveg sjálfsagt að fólk hugsi mikið um það. Það sama er á Íslandi, maður getur séð hafið oft á dag.
Laura fór síðan að hafa sig til fyrir tónleika sem hún ætlaði á. Ég hafði ætlað með, en ég var bara of þreytt. Ég fór bara í bíóið og keypti dvd disk með fjórum myndum á fyrir 39 krónur og síðan hafði ég það náðugt heima. og horfði á tvær af myndunum. og ég ætla mér að horfa á hinar tvær í kvöld.Nú sit ég í eldhúsinu á náttötunum. Búin að borða hafragraut og hrærð egg. Ég veit ekki hvað það var. Ég fékk bara allt í einu löngun til að fá skrömbluð egg í morgunmat. En ég átti víst ekkert beikon. Ég ætla í sturtu núna á eftir og svo ætla ég með bloggin á netið og eftir það ætla ég í búðarleiðangur því ég þarf að kaupa helling af mat fyrir ferðina á morgun.
Laura fór síðan að hafa sig til fyrir tónleika sem hún ætlaði á. Ég hafði ætlað með, en ég var bara of þreytt. Ég fór bara í bíóið og keypti dvd disk með fjórum myndum á fyrir 39 krónur og síðan hafði ég það náðugt heima. og horfði á tvær af myndunum. og ég ætla mér að horfa á hinar tvær í kvöld.Nú sit ég í eldhúsinu á náttötunum. Búin að borða hafragraut og hrærð egg. Ég veit ekki hvað það var. Ég fékk bara allt í einu löngun til að fá skrömbluð egg í morgunmat. En ég átti víst ekkert beikon. Ég ætla í sturtu núna á eftir og svo ætla ég með bloggin á netið og eftir það ætla ég í búðarleiðangur því ég þarf að kaupa helling af mat fyrir ferðina á morgun.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.