26.6.2007 | 16:40
tuttugasti og fimmti dagurinn - laugardagur 23. júní
Ég svaf loksins þangað til ég vaknaði. Ég hafði hlakkað til þess alla vikuna. Eftir að hafa lagað hafragraut og hrærð egg og slæpst á náttfötunum, borðað og skrifað blogg og hlustað á tónlist allt í einu. Þá fór ég í sturtu og þá varð klukkan að verða tólf. Ég þaut þá út á bókasafn til að ná á internet og til að setja bloggin sem ég hafði skrifað inn. Ég tók usblykilinn minn með og stakk honum í tölvuna á safninu. En þá uppgötvaði gáfnaljósið hún Úlfhildur að hún hafði gleymt að setja bloggin inn á usb-lykilinn áður en hún fór. Maður á kannski að flýta sér hægar. Þannig að ég var bara að slæpast á netinu þangað til bókasafninu var lokað klukkan eitt. Laura kom reyndar á bókasafnið hálftíma á eftir mér til að fara á netið og hún var líka þangað til að við neyddumst til að fara út. Við ákváðum að fara saman í Bónus. Ég gekk milli ganganna veltandi fyrir mér hvað ég ætti að taka með mér í ferðina daginn eftir. Ég ákvað bara að taka með mér brauð, drikkjarjógúrt(FO:drekkujogurt) og epli(FO: súreplir). Við keyptum líka ljósaperu í eldhúsið, en í bónus er bara hægt að kaupa tvær perur í einu, það er ekki bara hægt að kaupa eina. Eftir bónusferðina fórum við bara heim. Ég ætlaði að fara að skipta um peru. En þá gerði gáfnaljósið ég, uppgötvun. peran sem var í lagi. Maður kveikir bara ekki þetta ljós með takkanum á veggnum. Það er takki á ljósinu sjálfu sem maður verður að nota til að kveikja ljósið. Ég hafði aldrei tekið eftir honum. Þannig að núna sitjum við uppi með tvær ljósaperur sem við höfum ekki þörf fyrir.
Það sem eftir var dags hafði ég það bara rólegt. kláraði að prjóna restina af bolnum á peysunni. Mig langaði svo rosalega til að byrja á ermunum. En ég hafði ekki sokkaprjónana sem við vantaði. Maðurinn í garnbúðinni sem ég hafði farið í átti ekki réttu stærðina af prjónum sem mig vantaði og hann fær ekki aðra prjónasendingu fyrr en næsta föstudag. Ég var dálítið súr á laugardagskvöldið yfir þessari staðreynd. En ég setti bara dvd diskinn með myndunum 4 í tölvuna og horfði á mynd um blandaða konu í Louisiana í Bandaríkjunum rétt fyrir þrælastríðið. Hún átti að velja hvort hún vildi búa með hvítum frakka sem hún mátti ekki giftast eða vera fátæk svört kona. Hún ákvað að halda áfram að kenna svörtum börnum að lesa(börnum þræla.) og síðan gerðist hún nunna. Barasta ágæt mynd. Eftir myndina talaði við mömmu í smástund og síðan fór ég að sofa.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.