29.6.2007 | 16:33
Vikan 24.-29. júní
Loksins nýtt blogg. ég hef ekkert bloggað í næstum viku. Ég hef bara haft mikið að gera. Nordjobb programið er komið á fullt. Og svo hef ég komið svo þreytt heim eftir vinnu að ég hef ekki haft orku til að skrifa mikið.
Á sunnudaginn hafði ann í Norrænahúsinu skipulagt ferð fyrir Nordjobbarana, það kemur langt blogg um það síðar. Ég tók hálfan annan helling af flottum myndum í ferðinni, þær koma líka síðar.
Á mánudaginn fór ég í vinnuna, það var mikið að gera og þegar ég kom heim, borðaði ég og prjónaði lítið. Ég hafði ætlað að byrja á ermunum á laugardaginn en maðurinn í búðinni átti ekki til prjóna í réttri stærð. En ég fann aðra búð og og keypti prjóna.
Á þriðjudaginn var alveg eins mikið að gera. Ég fór á bókasafnið og fékk tvær bíómyndir á dvd. Hafið og síðan dönsku myndina Efter Brylluppet og þá um kvöldið horfði ég á dönsku myndina. Ég hafði reyndar séð hana áður. Efter brylluppet er búin að vera ein vinsælasta myndin í Danmörku síðasta árið. Ég þarf ekki að hafa texta á myndinni. En það er sænskur maður í myndinni og ég þarf texta til að skilja hann. En talandi um sænsku. Ég held mig vanti sænska orðabók. Hinir Nordjobbararnir eru allir Svíar eða Finnar og tala allir sænsku. Það er svo erfitt fyrir mig að skilja hvað þau segja og taka fullan þátt í sumum samtölum. Og þegar ég og Laura erum að tala saman heima. Flest þeirra kunna ekki mikið í skandinavísku eða dönsku. Ég hef átt í vandræðum með þetta heima fyrir. Laura talar bara sænsku og það er oft sem ég hef bara ekki græna glóru um hvað hún er að segja. Ég get talað ágæta skandinavísku, ég get notað nokkur sænsk orð sem eru ekki notuð í dönsku, ég vil samt frekar tala dönsku, það er einfaldari fyrir mig en ekki fyrir aðra. Ég segi því "roligt" í stað "sjovt", eta í stað spise, prata í stað snakke, kanske í stað måske. Eitt sem hefur ruglað mig, það er þegar Laura talar um morgunmat og segir frokost, hún er samt búin að læra að tala um morgenmad, allaveganna þegar hún talar við mig.. En það eru svo mörg önnur orð sem ég skil ekki. Ef ég heyri sama orðið aftur og aftur en veit ekki hvað það þýðir þá skrifa ég það niður. Í hvert skipti sem ég fer í tölvu með interneti fer ég með lista af sænskum orðum sem ég þarf að fletta upp í netorðabók. En núna á sunnudaginn kemur dönsk stelpa sem ég geri ráð fyrir að tali heldur ekki sænsku.. en hvað um það
Á miðvikudaginn vorum við, ég Laura og Amanda með norrænt kvöld. . Amanda gerði finnska súpu, Laura bauð upp á grafin lax og gubbröra, sem er réttum með ansjósum, lauk og sýrðum rjóma og maður setur þetta síðan á rúgbrauð. Ég bauð síðan upp í skyr með jarðarberum. Það gerði lukku. Síðan horfðum við á Hafið. Þeim fannst hún bara góð, dálítið dramatísk en góð.
Í gær, fimmtudag, var Nordjobb kvöld. Ég fór fyrr úr vinnunni til að hitta nordjobbarana í Norrænahúsinu klukkan hálf fjögur. Mér tókst það ómögulega. Fara heim, skipta um föt og labba síðan í Norræna húsin allt á 40 mínútum. það er sko 15-20 mínútna labb úr vinnunni og hálftíma labb að heiman og í Norrænahúsið. Við fengum kaffi og kökur þar í boði hússins. Eftir kaffið ákváðum við að fara að borða saman. Ann, sótti dóttur sína á leikskólann á leiðinni niður í bæ. dóttir hennar er krútt sem er 2gja ára og heitir Saranja. Við borðuðum á kaffi Hvönn. Ég borðaði pizzu.
Í dag ætla ég að fara í Bónus, ég er búin að komast að því að það er enginn strætó sem keyrir nálægt Bónus, þannig að ég og Laura verðum bara að láta okkur hafa það að labba þarna lengst út í rassgat til að kaupa ódýrari mat. Síðan í kvöld ætla ég að slappa af og skrifa kannski meira í blogginu mínu um ferðina þarna á sunnudaginn
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég dáist að þér og þinni tungumálakunnáttu Úlsí mín. Kann hún Laura enga ensku, eða er kannski bannað að tala ensku á skandinavísku heimili.
Hlakka til að heyra um ferðina.
ímsí (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 04:19
Jújú Laura talar alveg ensku. Það er bara það að það er bannað að tala ensku á skandinavísku heimili. Það er bara ef það er bráð nauðsynlegt, sem það er í lagi að tala ensku.
Úlfhildur Flosadóttir, 1.7.2007 kl. 12:52
Hæ Úlfhildur.
Gaman að heyra að þú ert að prjóna,það styttir stundir og auðgar andann.
Jóhanna (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.