14.7.2007 | 11:47
Örblogg - mest um tungumál
Lítill fugl hefur hvíslað því að mér að tvær móðursystur mínar egi erfitt með blogg á dönsku. Svo ég ætti kannski að skrifa á íslensku en ég verð að játa að það býr lítill púki í mér sem vill akkúrat, út af þessari ástæðu, skrifa á dönsku. Púkanam finnst að frænkurnar geti bara vesgú fengið sér orðabók. En á þessari vefsíðu er það ekki minn innri púki sem er við völd heldur er það ég. Og ég vil að allir skilji bloggið mitt helst 100% ef það er ekki hægt þá 99,5%. Og því takmarki verður best náð á íslensku held ég.
Ég hef haft svo mikið að gera að ég bara hef ekki tíma til að blogg lengur. Í þessari viku er ég búin að fara í afmæli hjá Ann. Húnn vinnur í Norræna húsinu. Hún varð 25 ára. Hún hringdi í mig og byrjaði að tala á færeysku. Ég náði ekki öllu sem hún sagði svo ég bað hana um að tala á dönsku. Ég held að mörgum Færeyingum finnist það skrítið hvað það tekur mig langan tíma að læra færeysku. Færeyska er bara ekki eins einföld fyrir Íslending og hún lítur út fyrir að vera! Ef ég að segja satt þá fynnst mér þetta vera frekar erfitt mál!! Það eru svo mörg hljóð í færeysku sem eru ekki í íslensku. öll þessi skrítnu "S-hljóð" og "uj-hljóð". Og þegar færeyjingar tala um Ísland, þá finnst mér það alltaf hljóða meira eins og Eistland. Linda frá Nordjobb er komin. Hún er mjög fín, hún er ung. tuttugu og eitthvað. Hún er á kafi í því að finna kennara til að kenna þeim nordjobburum sem hafa áhuga færeysku.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð drífðu þig í færeyskutíma - þú stendur örggugglega miklu betur að vígi en hinir norddjobbararnir
Bergþóra Jónsdóttir, 14.7.2007 kl. 12:17
Hósíló
ég er nú hreinlega ekki búin að opna bloggið þitt heillengi en sé að ég hef hreint ekki misst neitt úr ; )) hef það undurgott hjá Íms, sem var að lenda í Boston og ég er að fara að taka á móti henni með stóru knúsi. Hér er auðvitað undursamlegur hiti sem ég er búin að þrá lengi, hellingur af sól, góðir ávextir svo ég er alsæl.
Endilega skelltu þér í færeysku svo þú getir skemmt okkur á dimmum vetrarkvöldum með skemmtilegum frösum! Það er nú ekkert skrýtið að þú náir málinu ekki strax þó það eigi einhvern skyldleika við okkar ylhýra. Ég dreg þó ekki í vafa um að það er allrabest að læra málið í landinu sem tungan er töluð því þá upplifirðu beint í æð menningu landsins í hvaða formi sem hún er.
love og hugs frá Boston
Ó-love
Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 16:56
Hæ Úlsí, ég var að lesa loksins aftur eftir tveggja vikna pásu á meðan ég var á Íslandi. Nú það fyrsta sem ég las hér að tvær móðursystur ættu erfitt með dönskuna fannst mér ég eiga að taka til mín því ég hef ekki verið í kringum dönskuna í næstum 20 ár. En viti menn, ég skildi nánast hvert einasta orð og ég veit ekki hvað þessi litli fugl er að rugla því ég veit að Þórhildur skilur þetta örugglega vel eftir alla sína veru á Norðurlöndum, og svo held ég að Sigga sé örugglega klárari en ég í dönskunni. Og hver er þá eftir, kannski þín eigin móðir, ha ha haaaaaaaaaa????????? Ég er næstum fullviss um að mín dönskukunnáta sé minni en allra minna systra, þannig að ef þú vilt halda áfram að skrifa á dönsku þá er ég sko ekki því mótfallin. Hinsvegar langar mig ennþá meira í blogg á færeysku og tek undir orð B og Ó um að þú farir að læra þetta mál, ef ekki væri nema bara til að geta skemmt okkur hinum.
Ólsa er hjá mér og við eldum góðan og hollan mat ofaní hvor aðra. Og núna klukkan tíu er ég að lognast útaf í rauða stólnum enda dauðþreytt eftir lítinn svefn á Íslandi.
knús
Ímsí
ímsí (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.