Myndir!!

Loksins fáiði myndir frá mér.
Þessi vika er búin að vera mjög góð. Ég hef haft fullt af tíma til að skrifa blogg en ég hef bara ekki gert það. Ég hef setið og gert ekkert. Ég hef prjónað, setið sveitt yfir dönskum krossgátum. Ég keypti krossgátublað. En ó boj þetta er erfitt! Barna krossgáturnar eru meira að segja of erfiðar fyrir mig.  Ég held ég haldi mig bara við krossgátur á íslensku. Það er bara erfitt þegar maður þekkir ekki öll orðin sem koma fyrir í  öllum krossgátum. En mér finnst gaman að glíma við þetta, þó það sé pirrandi að geta ekki klárað eina einustu krossgátu. Ég er hinsvegar líka byrjuð að gera Sudoku, en það er það sama. Ég á dálítið erfitt með léttustu þrautirnar. Ég held ég verði bara að æfa mig.

Annars er ég búin að vera að góna á video. Ég sá ítalska mynd sem heitir Mediterraneo, það var sæt gamanmynd um 8 ítalska hermenn sem eru sendir á eyju í gríska eyjahafinu til að gera innrás. En það eru bara gamal fólk, konur og börn á eynni, þjóðverjar höfðu numið alla karlana á brott. Svo þessi innrás var frekar gagnslaus. Skipið þeirra sökk síðan fyrsta kvöldið og síðan eyðilagðist talsöðin þeirra svo þeir gátu ekki náð neinu sambandi við Ítalíu. Þeir voru strandaglópar þarna á eyjunni í 3 ár.
Síðan sá ég mynd með Meryl Streep um Karen Blixen. Out of Africa. Góð mynd. Meryl Streep er góð leikkona, en hún er ekki rétta manneskjan til að leika danskan rithöfund. hún hefði allaveganna átt að kynna sér með hvernig danskur framburður er. Bæði á ensku og dönsku. Hvernig hún sagði sitt nafn eða nafn mannsins sísn, Bror Blixen, Hljómaði bara mjög ódanskt. Það truflaði mig nokkuð.
Í kvöld ætla ég síðan að horfa á Da Vinci Code. og ég held ég ætli að borða snakk líka, ég hef ekki gert það lengi.

bæ ðe vei blogg á færeysku er í undirbúningi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Myndirnar þínar eru svakalega flottar!

Bergþóra Jónsdóttir, 19.7.2007 kl. 21:16

2 identicon

Hæ kjútí pæ

Vertu bara dugleg að æfa þig í krossgátunum, það er alltaf gagn að þeim þó þú klárir ekki endilega allt. ...og Sudoku er frábært...I like.

Mediterraneo er æðislega ljúf mynd sem ég þekki inn og út og auðvitað er tilgangur með innrásinni. Þeir hitta náttúrulega þessar ítölsku gyðjur og segir myndin frá þeirra lífi á eyjunni...þessari misheppnuðu eða tilgangslausu árás ...æðislegir litir í myndinni.

Gott að heyra aftur frá þér!!

Ó.

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 02:58

3 identicon

Nú er ég utan við mig...ég skrifaði: "auðvitað er tilgangur... "svo aðeins síðar skrifa ég "eða tilgangslausu árás".

held það sé kominn háttatími...Ó.

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 03:03

4 identicon

Ég bíð spennt eftir færeyska blogginu á milli þess sem ég hugsa upp nýja rétti til að elda fyrir amerísku turtildúfurnar okkar. Láttu það gossa stelpa!!

ást,Ó.

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband