30.7.2007 | 15:47
Ólavsøka
Langt síðan ég hef bloggað. En nú kemur smá Ólafsvökublogg
Ég bara veit ekki hvar ég á að byrja. Á föstudagskvöldið fór ég í grenjandi rigningu til Kathrine. Við ætluðum bara að slappa af og horfa á bíómynd en síðan enduðum við bara á því að spila Ólsen Ólsen og spjalla.. Ólafsvaka var svo á laugardaginn. Ég hitti Kathrine í bænum klukkan þrjú við ætluðum að fylgjast með kappróðrinum. En það kostaði 50 krónur að komast út á Tinganes til að sjá. Við nenntum ekki að borga 50 krónurnar. Þannig að við fylgdumst bara með úr fjarlægð. En síðan ákváðum við að fara á listasafnið. Það kostaði reyndar líka 50 krónur, en okkur fannst það ekkert óyfirstíganlegt. Listasafnið var flott. En venjulega kostar það bara 25 krónur, það maður þurfti að borga 25 krónur extra því það var spes Ólafsvökusýning. Laura bættist líka í hópinn á safninu. Eftir safnið fór Laura síðan heim að klára að pakka. Tore bættist síðan við eftir safnið. Við ákváðum að fara þrjú að hlusta á Tékkneskan kór. Ég verð að segja að það var ekki besti kór sem ég hef heyrt í. Eftir kórinn skildu leiðir. Ég fór heim og Kathrine líka.
Laura hafði verið í vinnunni fyrr um daginn og af því þetta var síðasti dagurinn hennar þá fékk hún gefins 3 miða á skandinavískt hlaðborð á Hótel Føroyar. Hún bauð mér og Kathrine með sér. Þannig að kukkan hálf átta fórum við að borða. Það var hreynt út sagt ÆÐI! Þetta var spes Ólafsvökuhlaðborð. Fullt af mat og kökum. Við sátum frá klukkan hálf hátta til klukkan hálf ellefu. Semsagt á þrjá tíma. Ég kom Lauru líka á óvart. Ég hafði skrifað kort til hennar á sænsku. Ég hef ekki verið dugleg að tala sænsku við hana þó að ég geti það vel. Það kom henni svo sannarlega á óvart. Hún bjóst ekki við þessu. Henni fannst þetta svo merkilegt því ég hef eiginlega bara alltaf talað dönsku við hana. Ætli ég hafi ekki bara gert það sama við hana og Marjun gerir við mig. Marjun talar mest færeysku við mig svo ég læri málið og ég talaði dönsku svo Laura lærði.
Eftir matinn fórum við síðan í bæinn og hittum hina Nordjobbarana. En klukkutíma síðar fórum ég og Laura bara heim að sofa.
Góða Ólavsøku!
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nú hefði ég viljað fá mynd af gömlum færeyskum kalli með bát á höfði eisini af konu í þjóðbúningi
knús,
mamma, sem kann eitt orð
Bergþóra Jónsdóttir, 30.7.2007 kl. 20:48
Æ nennirðu að minna mig á hver Kathrine er. Er ekki dáldið langt síðan hún kom til sögunnar? Og er ekki Laura herbergisfélaginn. Ég þarf bara að fara að lesa aftur í tímann til að muna alla karakterana í Færeyjum.
Hvenær ferðu svo aftur heim? Ég bíð enn eftir færeysku bloggi!!! Reyndar fékk ég að sjá smá hjá mömmu þinni sem þú hafðir sent henni, en það er bara ekki að marka. Svo vildi ég gjarnan sjá fleiri myndir af þessu fólki : )
Í
Ímsí (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 17:34
Kathrine er stelpa frá Danmörku, hún vinnur í Norræna húsinu. Það er mynd af henni í bæði Nólseyjaralbúminu og Gjógvalbúminu. Jú Laura er sænski herbergisfélaginn.
Ég fer samferða mömmu heim 15. ágúst.
Úlfhildur Flosadóttir, 2.8.2007 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.