25.8.2006 | 19:19
Fyrsta Snoghøj Danmerkur bloggið mitt
Okey, núna blogga ég hérna loksins eitthvað af viti. Enda kominn tími til.
Ég sit núna í tölvuherberginu í skólanum og er að blogga þetta blogg. Ég sit hér með Fruzsi og Ayu, Fruzsi(Fruzsina) er nítján og frá Ungverjalandi og Aya er þrjátíuogfjagra frá Japan. Þær eru báðar á sömu braut í skólanum og ég. Ahh það er partý í kvöld sem ég held að sé að byrja akkúrat núna, tónlistin allavegana komin í gang. Mig langar ekki baun í bala í það. Mér finnst bara ekkert gaman í partýium. Ég drekk heldur ekki og hef ekki áhuga á því heldur. Mér finnst ég vera alger félagskítur að ætla að vera að tölva á meðan það er partý í gangi. Ég er bara ekki pratýtýpan, mér finnst það bara óspennandi. Og síðan endurtekur sagan sig held ég líka á morgun og allar aðrar helgar... ojj... Ég veit bara um eina manneskju hér sem er ekki í partýham og drekkur heldur ekki, það er Chen frá Kína. Hann talar góða ensku. en Ég ætla að sjá hvernig þetta kvöld fer en ég er að pæla í að fá að skipta um herbergi og fer herbergi þar sem ég get verið ein. Maður er bara aldrei einn neinstaðar hérna. Ef maður vill vera einn með sjálfum sér þá þarf maður eiginlega að fara út. En maður leggur sig nú ekki mikið úti ef maður er þreyttur. Æ ég veit það ekki. En síðustu dagar hér i Snoghøj hafa verið fínir. Sérstaklega gærdagurinn og dagurinn í dag. Í gær voru tímar bæði tímar fyrir og eftir hádegi. Skemmtilegir tímar... fyrir hádegi var kreatívsk hugsun og eftir hádegi var leikræn tjáning sem allar brautirnar taka þátt í. Síðan eftir skóla fór ég í smá göngutúr um svæðið ég labbaði fram hjá tjörn þar sem svanirnir hennar Dimmalimm eru. Ég settist við tjörnina og horfði á svanina í dágóðan tímaÍ dag var blaðamennsku tímar. Við áttum að taka viðtöl við hvert annað. tvö og tvö saman. Ég tók viðtal við ungversku stelpuna og hún við mig. við settumst út í garð á bekk og töluðum saman þar. Siðan þegar viðtölin voru búin fórum við inn og áttum þá að skrifa grein úr punktunum sem við höfðum tekið niður í viðtalinu,prenta út og skila til kennarans, sem heitir Rie og á íslenska mömmu,. Og eftir hádegis mat hélt tíminn áfram og þá lásum við upp viðtölin sem við höfðum skrifað. Kennarinn var mjög ánægð með mitt og allir voru mjög hissa hversu langan texta ég hafði geta skrifað. Kennarinn sagði að þetta hefði verið á mjög góðu máli og notaði orðið fluent um textann. Ég ætla að reyna að tengja viðtalið við bloggið hér svo þið getið séð. Æ það virkar ekki núna en ég reyna aftur seinna, kanski á morgun. Ég held að ég láti þetta duga núna.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvís, er einhver kennarastertur að furða sig á að barnið mitt kunni dönsku? Hvernig er það, ertu ekki orðin stúdent í dönsku? Segðu henni bara að spise det som ude fryser... eða þannig. Mér fyndist nú að þú ættir alla vega að gægjast innfyrir gáttina í partýinu, þótt ekki væri meira. Maður VERÐUR ekkert að drekka þótt maður fari í partí. Ég ætla einmitt að gera það í kvöld, því það er fjölmiðlakvennapartí og ég nenni ekki að vera bíllaus.
Kysstu svaninn frá mér - kannski að hann sé prinsinn minn...
knús og kreist,
mamma
Bergþóra Jónsdóttir, 25.8.2006 kl. 20:14
viðtalið var á ensku. svo við höfum það á hreinu.
ulfhildur (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 20:17
Hej med dig din söde mus.
Elsku Úlsí. Gott að heyra frá þér. Auðvitað notar kennarinn fluent um textann þinn enda ertu íslensk!! Gú gú! Við fáum hreint út sagt góða kennslu í dönsku og nýttu þér það eins og þú getur. Svo er ekki verra að tungumálin eru skyld. Án þess að hafa séð greinina þína myndi ég halda að kennarinn telji þig hafa gott vald á málinu og að þú hafir getað sett saman texta á góðri dönsku og notað það sem danskurinn kallar godt ordforraad. Þú ert örugglega með betri orðaforða en margir aðrir þarna í skólanum. Ég er auðvitað að segja það sem ég held. Sjálf skrifaði ég miklu betri dönsku en margir danskir vinir mínir og ég leiðrétti þá.
Hvað meinarðu með OJ þó það sé partý? Mér finnst þú ansi dómhörð. Eða ertu að grínast? Þú þarft alls ekkert að hanga í partýum allar helgar og því síður að drekka áfengi þó þú heimsækir eitt partý. Ég mun heldur ekki hvetja þig til að skipta um herbergi til að vera ein - ætlarðu nú að gerast flóttakona min kære? Veistu hvað flóttakona heitir á dönsku?
Ég hlakka til þegar þú setur inn myndir enda er þetta óskaplega skemtileg árstíð í Danmörku og staðurinn þar sem þú býrð er einn sá fallegasti í DK. Það verður æðislegt að fylgjast með þér í vetur. Láttu vita þegar myndirnar þinar fara á heimasíðu skólans!! Njóttu dvalarinnar meðan er og fáðu sem mest út úr dvölinni. Det er helt vidunderligt!
Ha´det godt min söde nipote
Ólöf tanta
Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 22:57
viðtalið og greinin var á ensku svo við höfum það nú á hreinu
Úlfhildur Flosadóttir, 26.8.2006 kl. 09:38
OK þó svo viðtalið hafi verið á ensku, þá minnir það mig bara á að þú ert líka "fluent" á ensku og gott betur en það. hehehe
Ólöf
Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2006 kl. 15:27
Gott að sjá myndir. Flott hjá þér!
ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2006 kl. 19:46
Gott að sjá myndir. Flott hjá þér!
ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2006 kl. 19:46
Hmmmm, ég skrifaði athugasemd hér um daginn sem greinilega hefur ekki komist til skila. Sjáum hvort þetta virkar í annarri tilraun.
Ímsí
Ímsílíms (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.