26.8.2006 | 20:55
fyrsti laugardagurinn í Snoghøj
Í dag fór ég á fætur um klukkan tíu of fór þá niður í brunch. Eftir það kíkti ég á netið las viðtalið við Opruh í Lesbókinni. Ég var svo þreytt. undarlegt.... en ég hafði mig samt til til að fara í bæinn. klukkan hálf tvö var ég á stoppistöðinni að bíða eftir strætóinnum sem fer til Fredericiu. Þegar ég var komin á leiðarenda(klukkan um tvö, aðeins rúmelega)komst ég að hinsvegar að einu, búðum er lokað klukkan tvö á laugardögum... en ég gat samt náð í skottið á ljósmyndavöruversluninni og einni sjoppu. Ég keypti nýja snúru til að tengja myndavélina mína við tölvu svo ég geti nú tekið myndir og sett þær hér... ég keypti líka meiri inneign inná símann. Ég, þurfti náttúrulega að bíða í um klukkutíma eftir næsta strætó en það var allt í lagi. ég notaði bara tímann til að labba um bæinn og skoða betur. Ég tók tildæmis mynd af þessu rauða húsi.
Eftir þessa bæjarferð fór ég út í göngutúr hérna á svæðinu við skólann. Öll þessi tré,þau eru svo há og mynda skóga, og allt þetta flatlendi... ég bara kemst ekki yfir það. Náttúran hér er bara svo ólík íslenskri náttúru,. Náttúran hér svo falleg...Þó að náttúran á Íslandi sé líka æði.
Siðan er líka búin að sitja hér, í kvöld, í óða önn að hlaða inn myndum.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvís, myndirnar eru æði. Þessar fyrstu í Danmerkurseríunni eru eins og póstkort. Rosalega er fallegt þarna í kringum þig. Ég bara spyr, - hvenær má maður koma í heimsókn?
mamms
Bergþóra Jónsdóttir, 26.8.2006 kl. 22:07
Það má koma hvenær sem er í heimsókn. Ein stelpan, sú sem segist ekki vera viss hvaðan hún er(hún er frá Slésvík), foreldrar hennar og systur komu í heimsókn í gær. Það má semsagt heimsækja hvenær sem er. Bara náttúrulega að láta vita fyrst ef planið er að gista.
Úlfhildur Flosadóttir, 27.8.2006 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.