27.8.2006 | 22:29
svengd og mannlegar bíómyndir.
Það er nú kanski ekki svo mikið að segja frá deginum í dag. Ég spilaði á spil með 3 ungverjum 3dönum,1 japana og einum íslendingi. Ungverkts spil. við vorum að þessu í svona um 3 klukkutíma þá var komið nóg. Það er gaman að læra ný spil, sérstaklega þegar þau eru frá öðrum löndum, ég lærði líka japanskt spil um daginn. Það er nú nokkurnveginn allt sem ég gerði í dag... kvöldmatur er vanur að vera klukkan sex en ekki í dag það var seinkun því það var kirkjukór með ráðstefnu eða eitthvað þannig hér í skólanum í dag. Hópurinn hafði ekki ætlað að borða fyrr en klukkan sjö þannig að það var gert samkomulag að borða klukkan hálf sjö. Það hefði ekki verið svo slæmt nema að um helgar er bara brunch frá klukkan 10 til 12 og ég hafði borðað á milli 10 og ellefu. Þannig var það held ég með flesta. Allir nemendurnir voru að drepast hungri(samt ekki bókstaflega), maður heyrði samt greinilega kvartanir um svengd hjá flestum. Um hálf sjö var kórafólkið búið að koma sér fyrir fyrir utan dyrnar í matsalinn þá ákváðu nemendur að það væri best að drífa sig. Síðan loksinns var bjöllunni hringt og mátti ganga inn í matsalinn. Þar drifum ég og stelpurnar sem ég hafði beðið með að setjast niður við borðið okkar. Maður á alltaf að setjast niður áður en maður fær sér að borða og býða eftir því að réttir dagsins verði útskýrðir. Það var nú líka þannig í dag. En um leið og stelpurnar sem höfðu verið á eldhúsvakt í dag voru búnar að útskýra réttina með þýðingu á ensku frá vaktkennara vikunnar Mikael. Þá var rokið af stað. Eftir að allir voru komnir til baka í sætin sín og byrjaðir að borða þá kom sú hugsun upp að það hefði kanski ekki verið svo sniðugt að rjúka svona af stað, því við vorum jú með gesti. Spurning kom upp við borðið, "Hvað kom fyrir mannasiðina? Hefðum við ekki átt að leyfa gestunum að fá sér fyrst?" Síðan kom niðurstaða, við vorum bara svo svangar, við gátum ekki ráðið við það, ein af frumkvötunum. Ég held líka að flestir af nemendunum hafi farið aðra ferð að borðinu til að fá sér meira... allir svo svangir. Það barst líka í tal, hvað væri óvenjulega mikil þögn, allir voru svo uppteknir af því að borða.
síðan klukkan rúmlega átta í kvöld var sýnd æðislega mynd hér í skólanum. Sænk mynd frá 2004 sem heitir Så som i himmelen. Myndin fjallar um heimsfrægan sænskan hljómsveitarstjóra sem fær hjartaáfall og hættir þar afleiðandi í vinnunni og flytur aftur heim til Svíþjóðar í bæinn þar sem hann átti heima þar til hann var sjö ára. Hann hafði flutt með mömmu sinni því hann hafði hafði verið lagður í einelti. En þegar hann snýr til baka, er hann ósjálfrátt dreginn inn í það að stjórna kirkjukór staðarins. Eftir það fara hlutir að gerast, allskonar mál koma upp á sjónarsviðið...þröngsýnt smábæjarfólk sem kann ekki að meta það sem nýji kórstjórinn er að gera með kórinn. Þar er presturinn fremstur í flokki en prestfrúin er einmitt í kórnum og nýtur sín vel þar á meðan presturinn situr heima og telur konuna vera að syndga með því að vera áfram í kórnum. Þessi mynd er ein af þessum evrópsku mannlegu myndum sem fólkið er alvöru fólk og hefur alvöru tilfinningar, maður trúir nánast öllu. Ég mæli eindregið með henni, myndin var víst tilnefnd til Óskarsverðlauna þegar hún kom út.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fer af stað á morgun að gá að myndinni - örugglega til í Laugarásnum eða Aðalvídeóleigunni. Mig rámar í að hafa heyrt um hana - og held að hún hafi verið sýnd hér á kvikmyndahátíð. En hvað á það að þýða að hafa ykkur svöng? Vona að þú sért búin að fá myndirnar frá Flekkudalsmótinu.
Knús og kramm,
mamms
begga (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 22:36
Halló Úlfhildur. Gaman er aðlesa bloggið þitt. Amma er stórrhrifin af myndatökunni þinni af dönsku náttúrinni. Hún segir að myndirnar séu eins og eftir atvinnumann í ljósmyndun. Gaman er fyrir þig að kynnast krökkum allsstaðar frá úr heiminum og fá nýja heimssýn. Við fylgjumst með því sem er að gerast hjá þér. Gaman , gaman. Bless elskan
Amma og afi og góða nótt.
afi og amma (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.