ísland? Æ hvað var það nú aftur?

Ég sit næstum allan daginn svarandi spurningum um þetta skrtítna land
sem ég kem frá. Mér finnst ég vera í nokkurskonar klemmu af því að ég
er Íslendingur. Í kvöld var tími í danskri menningu fyrir okkur
útlendingina, sem allir útlendu nemendurnir eiga að mæta í. Satt að
segja fattaði ég ekki hvað ég var ap gera þarna inni. Ég var
allaveganna ekki að læra neitt nýtt. Allt það sem kennarinn sagði vissi
ég nú þegar, flest var svona "no-brainer" hlutir eða svona hlutir sem
maður bara veit ósjálfkrafa. Ég veit að Danmörk er flöt, ég veit
hvernig Danir eru, ég þarf ekki í kennslu í þessu. Það voru allir
útlendingarnir þarna nema norska stelpan sem þurfti ekki að mæta því
hún talar sína norsku og danirnir skilja hana og hún skilur danina. Á
meðan við Íslendingarnir þurfum að vera þarna. Við eigum kanski
erfiðara með að eiga samskipti á dönsku, en íslensk menning en lítið
sem eitthvað frábrugðin danskri menningu. Þarna í tímanum var verið að
tala um að það eru ekki nafnadagar í Danmörku en þeir halda jól og
páska.  Ég man eftir svipnum sem kom á andlitin á eistnesku
stelpunni og ungverjunum þegar komst upp um þann furðulega sið að dansa
í kringum jólatré um jólin. Það var líka fleira í sama dúr sem kom
fólki á óvar, hlutir sem eru bara sjálfsagðir hlutir í mínum huga.
Hlutir sem maðut bara veit ósjálfrátt. Eitt sem kemur líka útlendingum
á óvart er maturinn hér. Danskur matur sem mér finnst fullkomnlega
eðlilegur,því hann er líka borðaður á íslandi. Til dæmis í dag í
hádeginu þá var síld og rúgbrauð. Og svo líka annað, kjötbollur,
ungverska stelpan hafði sínar efasemdir um þennan rétt sem hún hafði
aldrei séð áður.  Eins voru í gær soðnar kartöflur með kjötinu
plús brún sósa. útlendingunum fannst þetta líka undarlegt. Þannig að ég
fatta ekki alveg hvað ég á að gera í tímum um danska menningu. Það er
eins og ég sé föst einhversstaðar á milli. Ég er ekki Dani en ég er
heldur ekki útlendingur(alla veganna ekki á þann hátt).  Fólk bara
virðist ekki almennt vita baun í bala um Ísland. Ég og
Haraldur,íslenski strákurinn vorum að tala saman á íslensku við
matarborðið um daginn, þegar einhver spurði hvaðan tungumálið sem við
töluðum væri. Við svöruðum að íslenska væri eitt af Norrænu
tungumálunum og reyndum að útskýra fyrir þeim að íslenska væri
upprunalegasta/elsts norræna tungumálið og að einu sinni hafi verið
sama tungumálið talað á Norðurlöndunum. Þetta virðist vera svo erfitt
fyrir svo a marga. Það er eins og viðhorfið til Íslands sé "Æ, eyjan
þarna uppi." Við erum ein stór hulin ráðgáta. ég verð að segja að þetta
truflar mig mjög mikið. Sérstaklega að fólk úr þjóð sem er svo skyld
okkur, og við vorum hluti af fram á síðustu öld, viti varla um tilvist
okkar. Erum við það ómerkileg í augum þeirra, eða hvað? Ég bara skil
þetta ekki. Það er eins og maður geti ekki verið Norrænn nema að vera
frá Skandinavíu eða Danmörku. Skandinavía og Norðurlönd eru tvennt
mismunandi, Skandinavía er bara hluti af Norðurlöndunum. Það er eins og
Ísland sé bara gleymt þarna upp í Atlantshafinu. Ég er búin að ákveða
að reyna að eyða þessari fáfræði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Du gudeste! Gleymdi ég alveg að fara í gegnum þetta með þér? Danir vita ótrúlega lítið um Ísland og margir halda enn að Ísland sé dönsk nýlenda. Þú verður annaðhvort að læra að lifa með þessu (helst að byrja á því sem fyrst!) eða gera tilraun til að skrá þig úr áfanganum. Samt sem áður mun danskurinn vita jafnlítið um okkur nema þú gerir þitt til að leiðrétta þetta. Ég myndi nú ekki segja að við séum svo lík baunanum að þú getir ekki lært sitthvað af svona áfanga. Í það minnsta lærirðu ýmislegt af viðbrögðum hinna útlendinganna! hehe Við íslendingar fáum svo margt frá USA vegna staðsetningar Íslands á hnettinum og það hafa danir alls ekki. Ég hef t.d. séð danska vini sturlast í íslenskum verslunum því þeir hafa aldrei upplifað svona mikið úrval af morgunkorni. Reyndu t.d. að finna Cocoa Puffs í Danmörku eða Cheerios! Auðvitað eru allskonar helgisiðir eins í báðum löndum,en t.d. er munur á daglegum samskiptum fólks t.d. úti á götu, í strætó eða lestum og í verslunum. Ég get nefnt einn stóran mun á jólatímanum í þessum tveimur löndum. Íslendingar truflast í desember í ljósaseríum og rafmagnsskreytingum heimilanna á meðan danir nota ennþá mikið til lifandi kertaljós á jólatrén og heimilin eru meira skreytt heimatilbúnu skrauti í DK heldur en hjá okkur á ÍS. Danir eru almennt miklu duglegri við að búa til matinn, sultuna, kæfuna, snafsinn, skrautið, og hvað það nú heitir heldur en íslendingar. Þú átt eftir að upplifa þetta eftir nokkra mánuði. Þar að auki byrja danir miklu fyrr en við að skreyta heimilin og þeir njóta þess að hafa falleg heimilin allan desember mánuð. Þetta fannst mér frábært að fá að upplifa...EKKERT STRESS Á ÞORLÁKSMESSU!
Segi þetta gott í bili - Ólöf

ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 22:32

2 identicon

Þetta er gott hjá þér. Reyndu bara að kenna dönunum og eyða fávizku þeirra. Þeir vita til dæmis ekki að töluð var danska í Stykkishólmi á sunnudögum á síðustu öld eða á Akureyri í innbænum var hálfgerð dönsk nýlenda og þar var einnig töluð danska á sunnudögum og til spari. Þar voru Schötharar og Möllerar, Jensenar, Tuleniusar, Kröyerar og Ringstedar svo nokkrir séu nefndir. Innbærinn á Akureyri var danskur í upphafi síðustu aldar þ.e. í kringum Höpfnerverslunina. Dönsk yfirvöld voru þá á Íslandi og allt fram til 1944 er konungssambandinu var slitið við dani. Frá 1918 var heimastjórn á Íslandi með íslenskum ráðherra. Þetta ættu kannski danir að vita en þeir vita kannski lítið eða ekki neitt. Heimsveldisdraumar dana koma ennþá fram gagnvart færeyingum og grænlendingum. Íslendingar væru enn í sama farinu og fyrir seinni heimsstyrjöld ef þeir hefðu ekki slitið sambandinu við dani. Svo mikið er víst að lifistandard er mun betri á Íslandi í dag en í Danmörku og Ísland er ofar á listanum yfir auðugustu þjóðir heims. Danir vita örugglega ekki að flest hús á Íslandi eru hituð upp með heitu vatni sem kemur upp úr jörðinni og þeir vita ekki að húsakostur er miklu betri en í Danmörku. Við búum ekki í neinum moldarkofum eins og var í byrjun síðustu aldar. Vertu dugleg að segja krökkunum sem þú ert með frá Íslandi. Þau mega gjarnan vita að hér býr mikil menningarþjóð vel greind og skarar framúr á mörgum sviðum. Bless í bili elskan.
Amma og afi.

afi og amma (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband