viðburðaríkur dagur.

Dagurinn í dag var mjög undarlagur, en góður. Dagurinn byrjaði með að ég fór á skrifstofuna og talaði við Torben skólastjórann um það að ég vildi fá nýtt herbergi. Hann spurði mig náttúruleg hvers vegna ég vildi fá nýtt herbergi og búa ein. Ég útskýrði fyrir honum að ég fari kanski ekki á sama tíma að sofa og herbergisfélagi minn og ég vakni snemma á undan henni til að fara í sturtu fyrir morgun mat, en hún sé fyrir að sofa lengur á morgnanna en vakni við það að ég sé að fara á stjá. Þá spurði hann mig með undrunartón, "hvenær vaknar þú eiginlega?" Ég svaraði því að ég vakna klukkan sjö, honum fannst það ekki vera neitt of snemma. Hann sagðist mundi reyna að gera eitthvað fyrir mig en að það væri erfitt.

Næst á dagskrá var tími í blaðamennsku. Við byrjuðum á að skrifa smá grein sem við höfðum átt að hugsa um í gær. Ég hafði fundið mér hlut til að skrifa um í gær en í morgun fann ég miklu bertri hlut, þannig að ég skrifaði um það. Síðan tók kennarinn greinarnar hjá okkur og þá var farið yfir. Enn sagði hún að ég hafi mjög góða stjórn á tungumálinu. Seinna í tímanum fengum við annað verkefni. Við áttum að fara á vettvang, tala við einhvern, og skrifa grein um það, report. Við áttum að hugsa um að við værum eins og fréttamennirnir á CNN sem tala beint af vettvangi, kanski í Írak. Við áttum að fara 2-3 saman og fynna eitthvað. Strákarnir ætluðu til Middelfart, sú ungverska og sú eistneska ætluðu að fara að tala við mennina sem vinna á brúnni. Eftir vorum við Fruzsi og Aya. Við vissum ekki allveg hvað við ætluðum að gera, en mundum svo að við höfðum séð hesta á lóð nágrannans og datt þannig í hug að fara þangað og spurja nágrannann um hesta. En þegar allt kom til alls. Þá á nágranninn ekkert í þessum hestum og veit ekkert um hesta, hún leigir bara hluta að landinu sínu til einhvers fólks sem er með hesta. Og það fólk kemur bara um svona einu sinni í viku. Þannig að það plan fór í vaskinn. Við höfðum hálftíma eftir fyrir hádegi, þannig að við höfðum ekki tíma til að fara neitt langt í burtu. Við hugsuðum með okkur, afhverju ekki bara spurja þessa konu einhverra spurninga. Þannig að ég útskýrði ástandið fyrir konunni, sem sat í glugganum sínum, og spurði hana hvort það væri í lægi ef við tækjum stutt viðtal við hana. Hún sagðist vera allveg til í það. Þannig að við fengum einhvern til að tala við. Fruzsi spurði spurninga, ég punktaði niður og Aya tók myndir. Þetta var fyrir hádegi. Eftir hádegis mat þá var húsfundur og þá sagði kennarinn allt í einu að einhverjir ættu að tala við sig eftir fundinn, hún taldi upp nöfn, mitt nafn var þar og nafnið hennar Lærke, þá vissi ég um hvað málið væri, það var herbergis málið. Þannig að eftir fundinn var talað við kennarann,Rikke. Hún útskýrði málið, " Ulfhildur har boed med Lærke men nu vil hun gerne bo alene." Hún sagði að hún þyrfti að gera tilhræringar í herbergja skipan. Hún sagði við hinar stelpurnar sem þarna stóðu að þær hefðu borgað fyrir tveggjamannaherbergi en væru í einsmannaherbergi og þannig mætti skólinn biðja þær hvenær sem er um að færa sig í tveggjamannaherbergi. Þær voru 3 stelpurnar, Trine,Helen og Elisabeth(held ég). Ein af þeim þyrfti að flytja til Lærke. Það er nú ekki auðvelt að ákveða svona hluti en það var samþykkt hjá öllum aðilum að best væri að draga um það. Það endaði þannig að Trine var dregin. Mér fannst náttúrulega svolítið leiðinlegt að vera að skapa svona vesen og þurfa að láta einhvern flytja úr herberginu sínu. En Trine sagði síðan við mig að henni væri alveg sama, hún hafði borgað fyrir tvöfalt af því hún væri alveg til í að deila herbergi með einhverjum öðrum. Þannig að ég fékk nýtt herbergi í dag. og það herbergi er með gígantísk stórum skáp. stærri en skápurinn minn heima.

Síðan eftir fundinn stóð á stundatöflunni minni að ætti vare Taj-Tji. þannig að ég fór upp og skipi um föt, fór í íþrótta föt. en síðan þegar ég kom niður var ekkert að gerast í salnum þannig að ég fór að leita að fólki, mjög algeing dægradvöl hér. fann síðan alla á brautinni minni í kennslustofunni. ég sá að ein var líka í íþrótta fötum. Kennarinn benti mér á að Taj-Tji ið væri ekki fyrir þá þessari braut, það hefði bara verið vitleysa. Þannig að ég fór aftur upp að skipta um föt og kom síðan aftur niður í tíma. Skrifaði þá punktana,úr viðtalinu fyrr um daginn, upp upp á nýtt. Svo að hinar stelpurnar gætu lesið og haft hjá sér til þess að skrifa grein um viðtalið við konuna. Síðan settist ég og skrifaði mína grein.

Ég er búin að setja verkefni síðustu daga á síðu á netinu svo allir geti skoðað hvað ég hef verið að gera...

1.viðtal: http://mydoublelife.bravehost.com/net/vidtal.html 

2. frétt: http://mydoublelife.bravehost.com/net/frett.html

3. http://mydoublelife.bravehost.com/net/report.html

4. af vettvangi: http://mydoublelife.bravehost.com/net/onlocationreport.html

Ég hef líka bætt inn nýjum myndum frá í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEJ SÖDE KATTEKILLING. Hvem styrer din skole min kære? Skal I ikke faa undervisning paa dansk? Det ender med at tante Ólöf tager det næste fly til DK for at snakke lidt med skoledirektören!!! Ég fer nú að segja upp áskriftinni ef þeir fara ekki að kenna þér á dönsku. Alveg satt! Mikið er gaman að fá fréttir og lesa um það sem á daga þína hefur drifið. Mér finnst nú eiginlega viðtalið við "ekki"hestakonuna ferlega fyndið - en þið fenguð þó allavega að tala við hana og taka myndir.
Trilljón kossar og faðmlög.
Áskrifandinn

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 22:42

2 identicon

HEJ SÖDE KATTEKILLING. Hvem styrer din skole min kære? Skal I ikke faa undervisning paa dansk? Det ender med at tante Ólöf tager det næste fly til DK for at snakke lidt med skoledirektören!!! Ég fer nú að segja upp áskriftinni ef þeir fara ekki að kenna þér á dönsku. Alveg satt! Mikið er gaman að fá fréttir og lesa um það sem á daga þína hefur drifið. Mér finnst nú eiginlega viðtalið við "ekki"hestakonuna ferlega fyndið - en þið fenguð þó allavega að tala við hana og taka myndir.
Trilljón kossar og faðmlög.
Áskrifandinn

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 22:42

3 identicon

HEJ LILLE KATTEKILLING. Þetta er þriðja tilraun en síðan þín vill ekki taka á móti kveðjunni minni. Kveðjurnar mínar styttast með hverri tilrauninni og því skulum við vona að þú fáir þessa. Hvernig er það áttu ekki að læra neitt í dönsku? ég er að fara á taugum yfir enskuæfingunum ykkar! Oj hvað ég er spæld. hehehe Flottar myndir hjá þér og glæsilegt hvernig þið leystuð "ekki"hestakonuviðtalið. Ólöf tanta

ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband