1.9.2006 | 07:50
nýjasta nýtt úr Snoghøj
Síðustu tveir Snoghøj dagar hafa verið bara nokkuð venjulegir. Maður er að komast inn í rútínuna hér betur og betur með hverjum deginum. Á miðvikudaginn var tími fyrir hádegi og svo frí eftir hádegi. Ég fór í bæinn,Fredericiu með ungversku stelpunni, Fruzsi. Við létum okkur þær tvær stóru göngugötur sem í bænum eru, nægja. Á meðan mörgum öðrum fannst það ekki nægja og fóru til Kolding, þar sem er víst risastór verslunarmiðstöð. Ég keypti nú ekkert mikið í bænum. Ég fór í Tiger og keypti frönsku myndina Amelie á dvd þar fyrir 20 danskar krónur. Ég vissi bara um einn sölustað fyrir strætó miða og strætókort í Fredericiu, en það er í ráðhúsinu. Ég leitaði hátt og lágt að rétta inngangnum á húsinu. En það eru ofsa framhvæmdir niður í bæ í Fredericiu þessa dagana þannig að það varð ekki að neinni hjálp. En síðan þegar við ætluðum að fara aftur heim til Snoghøj og vorum komnar á stoppistöðina, þá var Claus kominn þangað. Claus er einn af eldri nemendum Snoghøj. Ég sá að hann var með klippikort fyrir strætóinn og spurði hann hvar hann hefði getað keypt svoleiðis, ég hafði ætlað að kaupa klippikort í ráðhúsinu. Hann sagði að það væri best að kaupa það hjá strætóbílstjóranum. Mér finnst þetta svolítið skrítið að maður getur keypt strætókort í strætónum og ef maður borgar fargjaldið sitt með peningum og er með of stóra mynnt þá fær maður borgað til baka. Ég keypti semsagt klippikort. Það borgar sig... maður borgar 9 krónur farið með klippikortinu á meðan maður borgar 17 krónur ef maður borgar með peningum. Síðan á miðvikudagskvöldið þá skreytti ég nýja herbergið mitt með myndum sem ég hafði prentað út. Ég er með myndir frá Íslandi af íslenskri náttúru, þó að myndirnar séu allar reykvíkskar. Og svo er ég með myndir af 3 krílum fjölskyldunnar.(Ólafur er nú reyndar ekki mikið kríli lengur).
Í gær fimmtudag var nú bara að mestu það sama venjulega gert hér. Tímar, auðvitað var gærdagurinn sérstakur fyrir mig því að greinin mín var valin til að fara á skólasíðuna. Síðan eftir hádegi þá var tími sem kallast Culture Club. Sá tími er í salnum og allir nemendur eru í honum. Það er alltaf eitthvað öðruvísi í Culture club. Ég meina að í síðustu viku var leikræn tjáning en í gær var fyrir lestur. Það kom stelpa sem er fyrrverandi nemandi úr skólanum. Hún var að segja okkur frá sjálfri sér. Hún hafði komið frá Bosníu-Herzegovínu til Danmerkur til þess að fara í þennan skóla. Hún var á söngleikja línunni. Nemendurnirr árið sem hún var settu upp söngleik sem varð víst vinsæll og þau fóru í leikferð um Danmörku. Stelpan hafði reynt að komast inn í söngleikja akedemíu í Frederecia en kommst ekki inn. Þá fór hún í samskonar akademíu í Bologna í Ítalíu. Hún var bara að segja okkur frá þessu. Þetta var nokkuð áhugavert en ég held samt að þetta hafi verið áhugaverðara fyrir þá sem eru á söngleikjabrautinni.
Í gærkvöldi sat ég og stumraði yfir viðtali sem ég var að skrifa. Ji það var erfitt, síðan þegar ég var búin að skrifa viðtalið, þá fór netið að klikka. Akkúrat þegar ég ætlaði að fara að nota netorðabók til að athuga hvort nokkurr orð sem ég hafði notað væru rétt skrifuð. Netið var svo hægt, það var hræðilegt. Síðan gat ég ómögulega fundið fyrirsögn á greinina. Ég held ég hafi setið yfir þess í um 3 klukkutíma ef ekki lengur. eða allaveganna til miðnættis
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Godt at höre fra endnu en god dag i snoghöj, kære snusi krusi. hilsen til alle, tante ólöf
ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2006 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.