2.9.2006 | 21:58
afslappelsi.
Í gær var föstudagur og hann var langur, það var nú samt ekki föstudagurinn langi í gær. Bara föstudagur. Ég byrjaði í tíma klukkan níu, það var blaðamennsku tíminn. Í honum fórum við að tala um tímaritið sem við munum gefa út á næstunni. Það var ritsjórnarfundur eftir kaffipásuna. Á honum var rætt hvað ætti að vera í tímaritinum og það var verið að fynna hugmyndir að greinum sem gaman væri að skrifa, eða bara efni fyrir tímaritið almennt. Ég fékk auðvitað hugmynd. Ég ætlaði fyrst ekkert að segja frá henni en síðan hugsaði ég að gerðist þá bara ekkert annað en að hennei yrði hafnað. Min hugmynd var að ég gæti skrifað einhverskonar kynningu á kántrí tónlist. Ég fíla kántrí tónlist í botn og það er sú helsta tónlistarstefna sem ég hlusta á. Og ég veit heilan helling um kántríið. Kennaranum leist vel á þessa hugmynd og bætti meira að segja við hana. Hún sagðist þekkja konu sem er kántrí söngkona og er þekkt í Danmörku og að ég gæti áreiðanlega fengið viðtal við hana. Ég hugsa að þetta veri gaman. Ég get ekki beðið eftir því að mánudagurinn komi svo ég geti farið í tíma.
Í gærkvöldi var kvöldmatnum flýtt um hálftíma því við þurftum að fara í rútu til Árósa til að komast á festival viku sem er í Árósum þessa viku. Á þessari hátíð er margt um að vera mörg atriði víðsvegar um bæinn á einum stað eru lýðháskólar Danmerkur með prógram. Snoghøj var með prógram í gærkvöldi. Það var komið í bæinn um átta leitið. Kennarinn mælti með því að útlendingarnir gætu til dæmis skoðað miðbæinn og það gerðum við. Ég fór með útlendingum. Þau byrjuðu á því að leita uppi ódýran súpermarkað en enduðu í 7-11 til að kaupa ódýrt áfengi... Það voru nú samt enging drykkjulæti í þeim,það kom mér samt á óvart að það var fólk í bænum pissfullt og klukkan ekki orðin 9. En hvað um það.......Við löbbuðum bara um bæinn í rólegheitum og skoðum síðan Vorrar frúar kirkjuna, hún var opin svo við gátum skoðað að innan. Mér fannst hún algjört æði, það var einhverskonar friður í henni, öðruvísi en í öðrum kirjum sem ég hef komið í. Síðan löbbuðum við aftur til baka til að hlusta á Snoghøj fólkið tónlist á sviði í húsi við höfnina. Það var skólastjórinn og einn kennarinn sem spiluðu með tveimur stelpum sem eru báðar fyrverandi nemendur í skólanum. Önnur þeirra sú bosníska. Síðan steig á svið núverandi nemandi, eini strákurinn á söngleikja brautinni, með hljómsveitinni sinni. Mér fannst stelpurnar miklu skemmtilegri og betri. þær voru báðar í jazz og blús. Mér fannst tónlistin hjá strákunum ekkert sérstaklega skemmtileg, ég mundi allaveganna ekki kaupa mér geisladisk með þeim. siðan klukkan eitt var lagt af stað með rútunni til baka, og það var komið til heim til Snoghøj rúmlega tvö. Ég var hryllilega þreytt ég sofnaðu á sömu sekúndu og ég lagðist niður.
Siðan svaf ég lengi, ég missti af bruch-inu eða mokost eins og það heitir á dönsku, ég svaf það hreinlega af mér. Ég ætlaði mér að sofa þangað til ég vaknaði en ég reiknaði ekki með því að ég mundi missa af matnum, síðan var ég bara að slóra frameftir degi þangað til um 3 leitið að ég fór í langan göngutúr, ég var uppgefin eftir göngutúrinn og sú staðreynd að ég þurfti að labba upp á 3ju hæð í herbergið mitt var ekki gleðiefni þá stundina. en það er samt gott að vera þreyttur eftir góðan gönutúr. Síðan klukkan sex var borðaður kvöldmatur úti við ströndina við varðeld. það var gaman, mjög sérstakt. Vaktkennarinn Brian hann hafði eldað og hann var með krakkana sína með sér. strákurinn er 6 ára en stelpan er 2gja eða 3gja ég náði því ekki alveg. Mikið held ég að það sé gaman að vera með foreldrum sínum í vinnunni við þessar aðstæður. Dagurinn í dag er bara búinn að vera fínn þó að ég hafi ekki gert mikið.
Smá sýning á herberginu mínu
gluggin minn
1. glugginn minn. Hann er tvöfaldur. Ef maður ætlar að opna hann þarf maður að opna tvisvar. Fyrst innri partinn og svo þann ytri
2. skápurinn minn, ég gapti þegar ég sá hann fyrst. Hann er miklu stærri en skápurinn minn heima
3. vaskurinn minn, spegillinn minn og hillan mín.
4. skrifborðið mitt. þegar ég var í Fredericiu á miðvikudaginn þá var ég í bókabúð og opnaði einhverja listaverkabók af handahófi og opnaði óvart á einhverri síðu en á þeirri síðu var sama mynd og er þarna á veggnum
5. Skrifborðið mitt, stóllinn og rúmið, það sést ekki á myndinni en dýnan er of stór fyrir rúmið en það gerir ekkert til þar sem ég er með rúmteppið.
6. glugginn og skápurinn
7. gangurinn minn, eða íbúðin eins og við köllum hann. lengst beint áfram býr Gianina svo þar sem ekki sést til hægri býr Eline svo til vinstri er baðherbergið,ég hefði kanski átt að taka mynd af því, það er soldið spes. og síðan nær sem ekki sést er herbergið mitt
8. hurðin mín
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvís, þetta er æði, og herbergið virkar mjög notalegt. Ég ímynda mér að það sé hægt að láta sér líða mjög vel í því og gera það kósí. Þú fóðrar bara veggina með einhverju sætu, og nærð þér í strá í flösku, þá er þetta fínt.
Svo er ég auðvitað spennt að fylgjast með viðtalinu við dönsku kántrísöngkonuna.
Knús og kramm og kreist
mamma
Bergþóra Jónsdóttir, 3.9.2006 kl. 00:01
Ertu komin upp í hanabjálka spyr amma? Til hamingju að vera komin í prívat herbergi. Það er margt sem á dagana drífur og við finnum að það er margt skemmtilegt. Það verður gaman fyrir þig að taka viðtal við sveitasöngkonuna. Við veltum fyrir okkur hvernig danir syngja "kántry". Ætli það sé niðri í koki. Nei, þeir hljóta að syngja það á ensku. Okkur gömlu hjónunum finnst gott í þér hljóðið og höfum gaman af því. Bless og góða nótt. Amma og afi.
amma og afi (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 04:27
Sætt herbergið þitt, og krúttlegir gluggar. Þú varst aldeilis heppin að fá svona fínt herbergi. Ég segi einsog mamma og pabbi, hvernig syngja Danir nú country tónlist. Eitt það fyndnasta sem ég veit eru Danir að tala ensku yfir höfuð, hvað þá country á ensku. Mig myndi langa að heyra það. Svo þarf bara eitt kerti í herbergið og þá ættirðu að vera orðin klár í allt. Bara ekki gleyma að slökkva á því ljúfan áður en þú ferð að sofa eða ferð út.
knús
Ímsí
ímsílíms (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 21:48
Danskt kántrý? Nú, það er í stíl við evróvision lagið sem þeir sendu fyrir nokkrum árum: "Der staar et billede af dig paa mit bord" eða "Never ever let you go" með Rollo & King. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar lagið kom út.
Herbergið er æði og ég segi eins og Íma að það eina sem vantar er kerti. Það kostar þig ekki meira en eina ferð í Tiger eða bara næstu nýlenduvöruverslun. Danir eru alger kertaþjóð. Ég var einmitt með svona tvöfalda glugga og minnist þess að hafa notað rýmið milli glugganna sem ísskáp og jafnvel frysti yfir veturinn. Þess á milli setti ég sprittkerti í stjaka og hafði í þessu bili milli glugganna og það var ferlega kósí. Bara muna að slökkva!!
Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.