7.9.2006 | 20:43
furðulegheit.
Í gær var miðvikudagur. Maður er í valfagi á miðvikudagsmorgnum og ég hafði valið myndlist svo ég var bara að dunda mér við það að teikna fyrir hádegi í gær. Það var fínt. Síðan eftir hádegi fór ég í bæinn, bara að spóka mig. Það undrar mig að það er enn sumarveður á minn mælikvarða. Það er nú ekki margt annað að segja um gærdaginn.
Enn dagurinn í dag var mun viðburðaríkari. Í morgun var ég í blaðamennsku tíma og þar sem ég hef einga country stjörnu til að tala við, þá þurfti ég að finna eitthvað annað. Kennarinn vildi eitthvað sem tengdist kántrý til að hafa með hinni greininni. Þannig að ég skrifaði plötudóm um geisladisk. Það var bara nokkuð gaman. Eftir hádismat var síðan tími til að þrífa...Ég skúraði og Gianina þreyf baðherbergið. Þriðja stelpan í "íbúðinni" er held ég veik heima hjá sér eða eitthvað allavegnna hef ég ekki séð hana síðan síðasta föstudag. Það er henntugt að vera bara 2-3 manneskjur á einum litlum gangi. Maður þarf ekki að vakna neitt extra snemma til að fara í sturtu á morgnanno og þegar það eru þrif þá eru öll verkin lítil. Restina af deginum var frí því að náungi sem átti að vera með eitthvað í Culture Club var veikur og komst ekki. Ég fór í fyrsta dönsku tímann klukkan fjögur. Mér fannst nú soldið kjánalegt að vera þarna, vera búin að læra dönsku í 6 ár og vera að byrja á stafrófinu. Læra vikudagana og læra muninn á "et bord" og "en kop". Ég er nú komin lengra en það. Ég lærði samt eitt nýtt orð og það orð er "ymer" en er það er víst sýrð mjólkurvara. Eitt athygglisvert átti sér stað yfir kvöldmatnum. Á boðstólnum var steiktur fiskur í raspi, ég fékk mér náttúrulega og svo kartöflur og smá remúlaði. Síðan þegar ég var sest niður við borðið mitt með diskinn minn og allir hinir, sem sitja við sama borð og ég, sestir, þá byrjaði ég að stappa saman kartöflunum við fiskinn, allveg eins og maður gerir. Dani við borðið, Claus hann situr ská á móti mér, hann tók eftir þessu hjá mér og hafði orð á þessu og undraði sig á þessum hætti. Þegar hinir við borðið voru líka búnir að take eftir þessu fór ég að útskýra að svona er gert við fisk sem er steiktur í raspi á þennan hátt. Þeim fannst þetta bara svo skrítið, höfðu ekki séð neinn stappa fisk og kartöflur saman áður. Nema þýska stelpan Gianina, hún sagði að svona væri líka gert heima hjá sér. Síðan breytti ég umræðunni þannig að hún breyttist í umræðu um kartöflur því mér finnst kartöflurnar ekki nógu góðar hér. Ah þær eru fínar það er bara að þær eru alltaf skrællaðar áður en þær eru soðnar, þær eru ekki eins bragðgóðar og mjúkar ef þær eru soðnar þannig. Fólki fannst almennt þetta líka furðulegt. Annað sem ég hef líka tekið eftir, hlutur sem er mér svo eðlilegur en er greinilega ekki hjá öðrum. Það eru lok á flestum klósettunum hér en fólk lokar þeim aldrei, svo furðulegt. Ég er búin að uppgötva að það gerist ósjálfrátt hjá mér
Efir mat fór ég í tíma sem heitir kreativ værksted þar erum við í keramiki. Við erum að búa til japanska tebolla, en guð hvað það er erfitt en samt gaman. Maður skilur núna hversvegna handunni leirbollar eru dýrir, þetta er svo mikil vinna og seinleg. En það er samt gaman. Næsti svona tími á fimmtudaginn eftir viku.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Undskyld, hvem er underlig?? Stapparðu steikta fiskinn og kartöflur saman? Eins og það sé e-ð venjulegt? Þú ert fyndin. Ég er sammála daska stráknum. Þessi stöppun er auðvitað stórfurðuleg! híhí´hh
ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2006 kl. 00:18
Sammála Ólöfu, ég hef aldrei skilið þessar stöppunar áráttu hjá móður þinni, og þaðan hefur þú greinilega fengið þann sið. Ekki lærði Begga þetta hjá foreldrum sínum það er víst.
knús
ímsí
ímsílíms (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.