Huggulegheit og draugagangur

í dag var síðasti dagurinn í blaðamennskutímum, í bili, sá tími var fyrirhádegi og þar skrifaði ég littla frétt.  Á húsfundi í dag var lagt fyrir smá verkefni okkur voru sýndar myndir og við áttum að segja hvort það sem á myndunum var væri list eða ekki og hvort okkur líkaði myndin eða ekki. Það voru átta myndir. Ein myndin fannst mér góð og mér fannst hún vera list. það voru ekki allir sammála mér með þetta. Myndin var vatnslita mynd máluð af fjögra ára strák, allskonar litir, maður getur ekki séð að það sé neitt sérstakt á myndinni, en hún fékk mig til að hugsa, hún setti ímyndunaraflið strax í gang. Eftir að ég var búin að horfa á myndina í minna en hálfa mínútu var ég búin að sjá manneskju.  Mér finnst gaman að myndum sem krefja mann um ímyndunarafl og þessi mynd gerði það, mér er sama þó að sonur kennarans hafi málað myndina. Sumum fannst srkítið hvernig einhverjum gæti fundist svona mynd eftir krakka sem maður þekkir ekket flott. Síðan eftir hádegi var ég í Komunikation tíma, ég hef ekki hlegið jafn mikið lengi. umfjöllunarefnið snérist enn um að vera hugmyndaríkur. en í þetta sinn áttum við að nota nýja aðferð við að skapa eitthvað... við áttum að skapa plott fyrir bíómynd til að auglýsa tilbúinn drykk. við vorum með bunka af myndum, úr svona mynda-lottó spili, fyrir krakka,og við áttum að draga altaf eina mynd úr bunkanum og reyna að tengja hana við drykkinn. Þetta var mjög gaman. Við, í mínum hópi, bjuggum til langa sögu.

Eftir þetta var ég eitthvað að gera í herberginu mínu, já ég var að hugsa hvað ég ætti að gera eftir jól.  Ég fékk skyndilega þörft til að fara niður, en þá voru íbúðarfélagar mínir að tala saman á ganginum, hvor í sinni dyragættinni og buðu mér að taka þátt í samtalinu og það gerði ég, en þar sem mínar dyr eru svolítið langt frá þeirra dyrum þá þurfti ég að fynna mér aðra dyragætt en heppning er með mér, því það er einmitt dyragætt  rétt við dyrnar mínar. mitt herbergi er eins og í einskonar forstofu, nema að það er búið að fjarlægja hurðina sem ætti að vera í dyragættinni, þannig að það er bara einn gangur. Nema hvað að við stóðum þarna og töluðum í lagan tíma. Ég komst tildæmis að þeim finnst hvíti liturinn alveg jafn niðurdrepandi og mér. við vorum allar þrjár sammála um að reyna að fá að gera eitthvað við ganginn til að gera hann skemmtilegri og töluðum líka um að það þyrfti allaveganna að mála upp á nýtt í öllum herbergjunum. Eline(hún var veik heima hjá sér en kom aftur í dag) sagði okkur að það byggji maður í fjórða herberginu, hann er víst gullsmiður eða eitthvað þannig, hún hefur bara séð hann einu sinni. mér finnst þetta nú svolítið furðulegt. Hún vaknar snemma á morgnanna hér og segir að snemma á morgnanna þegar hún fer á klóið hafi hún nokkrum sinnum fundið greinilega kallalykt, sem henni fannst undarlegt þar sem hún hélt að það væru bara stelpur sem byggju á ganginum, það var áður en hún sá hann. Mér finnst þetta spúkí með manninn, kanski er hann ekki mikið hérna, kanski er hann bara hérna nokkrar nætur í viku, ég veit það ekki.

Það er draugur í Snoghøj , það hefur sést til han, og það er víst að draugurinn er kona og er meinlaus. Helen sú eistneska sagði frá því í morgun að hún hefði vaknað í nótt til að fara á klóið og að hún hafi heyrt í draugnum. Ég veit ekki hvort ég á að trúa því að það sé draugur í skólanum en maður veit svosem aldrei.

Síðan í kvöld eftir kvöldmat var kveikt upp í arninum í stofunni og boðið upp á köku sem var eins og sjónvarpskaka nema með súkkulaði og heitt kakó með rjóma. Þessi helgi á að vera róleg og hugguleg og þessi stund í kvöld við arininn var hugguleg, ég vona að svona verði gert oftar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

En gaman að það skuli vera alvöru draugar þarna hjá ykkur. Kannski er það einmitt hvíti liturinn sem þeir eru að sækja í. Þeir fara svo vel við hvítt. Ég er semsagt að gera ráð fyrir því að gullsmiðurinn sé einmitt draugur líka, og sé að reyna við fröken draugsu. Þau voru í þessum skóla fyrir löngu; voru skotin hvort í öðru, en einhvern veginn gátu þau klúðrað því. Nú er gullsmiðurinn loksins dauður eftir langt og þunglyndislegt líf, og er kominn að hitta elskuna sína sem hné niður örend við arinninn fyrir 60 árum, þegar hún frétti að hann hefði gifst annarri konu. Í ykkar sporum myndi ég halda þeim veislu til að fagna endurfundunum.

Knús,

mamma

Bergþóra Jónsdóttir, 8.9.2006 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband