10.9.2006 | 20:07
fortíðin kallar
Í gær var laugardagur, ég vaknaði og byrjaði á því að fara í morgunmat og svo fór ég í stuttan, þol göngutúr, síðan var sturtutími og eftir það þvoði ég þvott. og sat í þvottahúsinu mest allan tíman sem þvottavélin og þurrkarinn voru í gangi. Ég gerði það því ég vildi ekki lenda í því sama og gerðist síðustu helgi að það var búið að taka þvottinn minn úr þurrkaranum áður en ég var komin til að setja þurrkarann aftur af stað. Ég hefði nú ekki þurft að gera þetta þar sem að í gær voru næstum enginn á ferli hér í gær.
Seinni partinn í gær fór ég á bókasafnið í skólanum og gerði uppgötvun. Það fyrsta sem ég sá þegar ég kom innum dyrnar voru bækur um Norrænulöndin og það næsta sem ég sá var hilla merk Ísland. Ég þurfti náttúrulega að skoða það nánar. Fyrsta sem ég sá í hillunni var íslensk-dönsk orðabók, og það næsta var bókaröð, ég sá að kylinum á þeim öllum stóð "Frásagnir frá ferðum Íslendinga heima og úti" á dönsku, ég kíkti inn í bækurnur og sá þá að þetta voru Íslendingasögurnar á dönksu. Þarna var Gunnlaugssaga Ormstungu, Gíslasaga Súrssonar, Njálssaga og fleira þetta eru 4 bindi en það eiga að vera 5 bindi fyrsta bindið vantar. Síðan skoðaði ég fleiri bækur, sá þar Laxdælu á íslensku, og tvær aðrar bækur á íslensku kennslubók fyrir grunnskóla, þar sem er talað um menn eins og Naddodd, Hrafna-Flóka, Ingólf Arnarson og þannig menn og svo aðra bók sem er með kynningu á íslenskum bókmenntum. Eftir að hafa opnað þessar bækur bara smá var ég farin að hósta, það var greinileget að þessar bækur höfðu ekki verið hreyfðar LENGI. Ég fór þá fram og náði mér í vatn í vatsflöskuna mína og fékk mér sopa og fór síðan aftur á bókasafnið og skoðaði bækurnar nánar, Ég þurfti að skoða ártölin á þessum bókum. Orðabókin sem er í tveimur bindum er frá árinu 1920. Bækurnar með Íslendingasögunum eru frá 1924-1925. Það eru líka allskonar bækur um Ísland en sú sem mér fannst athygglisverðust í gær heitir á íslensku" Íslensk menning um árhundraðaskiptin 1900" hún er á dönsku. Ég opnaði bókina og sá að hún er frá 1902. Ég settist niður og skoðaði bækurnar betur og las smá í þeim. Þetta var mjög athygglisvert. Ég sá nöfn sem voru skrifuð inná fyrstu síðuna í sumum bókunum, en ég gat ekki lesið skriftina. Ég gat séð að það var komma yfir staf í nafninu í einni bókinni, þannig að ég held að eigandi þeirrar bókar hafi verið Íslendingur en sá hinn sami hafði skrifað ártalið 1918 fyrir aftan nafnið sitt. Hinsvegar bækurnar sem eru á íslensku eru nýrri frá um kringum 1965, svo ég held að það hafi verið íslendingur hér um það leiti. En flestar bækurnar eru þó frá bilinu 1920-26. Ég ætla að skoða þetta betur í vikunni, því mér finnst þetta merkilegt. Ég er líka að hugsa um að skrifa grein um þetta í net-tímaritið sem verður sett á laggirnar hér bráðlega, en ég efast um að mörgum muni finnast þetta jafn athygglisvert og mér. Ég ætla að sjá til.
Í gærkvöldi var ég eitthvað svo þreytt að ég sofnaði um hálf tólf en í dag heyrði ég að það var víst eitthvað rosa partí niðri í stofunni fram eftir öllu og fólk var að fara að sofa um 5 leitið, rúmum tveimur klukkutímum áður en ég var að vakna. En það voru víst einhver ofsa læti, hávær tónlist í stofunni og síðan partí á göngunum, en það er bannað. Það á allt að vera hljótt og kjurrt klukkan 11 á göngunum. Það var fólk sem gat ekki sofið vel fyrir látum. Svoleiðis gengur ekki, fólk á að geta farið að sofa of sofið þegar því henntar á kvöldin. En ég svaf þetta allt af mér. Claus, maðurinn sem er hér og er nemandi, hann var með litla frænda sinn, sem er 4 ára, hjá sér þessa helgi, strákurinn gat sofið en Claus ekki. Í brönchinu í morgun var vaktkennarinn þessa helgina Rikke að tala um þetta að þetta gengi ekki, og það verður talað um þetta á húsfundi á þriðjudaginn svo allir heyri örrugglega. Hún endurtók þetta líka yfir kvöldmatnum.
Eftir brönchið átti ég að ryksuga og skúra gólfið klukkan tólf. En þá var enn fólk að koma niður og borða. Matartíminn um helgar á bara að vera frá 10-12 en ég ætlaði að vera góð og leyfa fólkinu að klára að borða áður en ég færi að ryksuga allt í kringum það. Ég beið en síðan gat ég ekki beðið lengur því ég vildi bara drífa þetta af svo ég gæti farið að gera eitthvað annað skemmtilegt. Þannig að ég dróg ryksuguna inn(ég lærði nýtt orð í dönsku um daginn,støvsuger) í borðstofuna, það var um eittleitið og það voru tvær manneskjur að borða... ég hafði ekki viljað byrja að þrífa gólfið fyrr en fólk væri búið að borða svo að það mundi ekki moða eða hella niður á hreint gólfið, en síðan fór ég að hugsa, það er ekki mér að kenna að þetta fólk geti ekki vaknað á réttum tíma, hví ætti ég að bíða með að vinna mína vinnu. Þannig að ég dreif þetta bara af.
Klukkan þrjú stóð Rikke fyrir sýningu á æðislegri mynd. O...Brother Where Art Thou?. Ég er nú margbúin að sjá hana en ákvað að sjá hana enn aftur. Það var líka poppað, fyrsta sinn síðan ég kom til Danmerkur sem ég borða popp og fyrsta sinn síðan, guð má vita hvenær sem ég hef borðað örbylgju popp. En hvað um það myndin var sett af stað en það voru danir sem voru stöðugt rápandi inn og út og skildu svo grjarnan dyrnar eftir opnar. Þetta truflaði mig náttúrulega, ég var sú eina sem horfði á myndina frá byrjun til enda. Þegar danirnir voru ekki að rápa og voru inni voru þau bara oft að tala... Fyrir mér þá er maður annaðhvort inni, þegir og horfir á myndina eða fer út. Það er svo einfalt. Þau áttuðu sig greinilega ekki á þessu þó að ég hafi sagt þeim að vera annaðhvort inni eða úti. Oh þetta trufflaði mig við að njóta myndarinnar eins mikið og ég hefði viljað, en myndin er samt góð og gaman að sjá hana aftur. Bara svona er leiðinlegt.
Ég hef bætt inn nokkrum myndum inn í Danmerkur albúmið
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að lesa þetta um gömlu bækurnar. Reyndu að komast að uppruna þeirra.
Hvað í ósköpunum er fólk að djamma svona rosalega? Það á bara að byrja að ryksuga kl. 7 að morgni fyrir framan dyrnar hjá þeim sem halda vöku fyrir hinum. :-)
En... vonandi verður vikan góð; - knús, mamma.
Bergþóra Jónsdóttir, 10.9.2006 kl. 22:37
Ný orð sem þú verður að þekkja: örepropper= eyrnatappar, sem maður fær sér í næsta apóteki og notar eða lánar þeim sem þurfa svefn þegar aðrir vilja vaka; vandspand=skúringafata; skynd dig med at spise=drífðu þig að borða; du bliver vasket bort hvis du ikke skynder dig=þú verður þrifinn burt með skítnum ef þú ekki drífur þig; der staar en pakke til dig udenfor hoveddören=það er pakki til þín við aðaldyrnar (viðkomandi hleypur nú af stað frá borðinu og þú getur þrifið); svo kemur meira seinna. Hejhej Ólöf
ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2006 kl. 00:14
Gott blogg Úllan mín. Skyldi afi hafa gluggað í þessar bækur?! Tilgangurinn með því að mæta i tíma um danskan kúltúr er að heyra hvað öðrum útlendingum finnst skrítið. Það gefur manni skemmtilega sýn á það sem manni sjálfum finnst normalt og maður ætti að íhuga hvers vegna maður tekur ákveðnum hlutum sem sjálfsögðum. það er gaman að lesa bloggið þitt og pælingar. Go on girl! Ást héðan úr Skálagerði, Sigga tanta og co.
Sigga (IP-tala skráð) 11.9.2006 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.