Citroner er sure og gule

Í dag var fyrsti tíminn í ljósmyndun, við vorum fyrri part dagsins að prófa að stækka og minnka myndir í tölvunum. Síðan eftir hádi áttum við að fara á stjá og taka portrait myndir af fólki. Þetta var gaman en ég missti dágóðan tíma eftir hádegismat því ég var í eldhúsinu að vaska upp, með Dömlu, ungverskri stelpu. En það gerði ekker til við töpuðum ekkert á því. Seinni partur dagsins fór í að taka myndir og síðan að skoða þær allar og skoða mynirnar sem allir hinir höfðu tekið. Þetta var gaman. 

Eftir tímann þá langaði mig eitthvað út, því það er hitabylgja héran núna það á að vera 25 stiga hiti út þessa viku. Ég ákvað að ganga til Erritsø sem er lítill bær á leiðinni frá Snoghøj til Fredericia. Þannig að ég fór í um 50 mínútna göngu, fór í súpermarkaðinn keypti tvær túbur af colgate tannkremi... tvær túbur í pakka kostuðu jafn mikið og ein önnur stöf colgate túba. Síðan tók ég strætóinn til baka þvi að ég sá að ég mundi ekki geta náð í kvöldmat ef ég labbaði heim. Í svona túr væri gott að hafa hjól.

Eftir kvöldmat var svo dönsk menning/danska. Við ákváðum að byrja tíman úti á strönd. Það var spes. Kennarinn lét okkur fá blöð sem eru með textum úr barnabók um stafina þetta eru einskonar vísur. við áttum að lesa fyrsta blaðið var með B og vísan er svo hljóðandi:

Bennys bukser brændte.                                                                                                    

<>Børge råbte, åh!

<><>Børge havde nemlig

<><>Bennys bukser på

Næsta vísa var svo um C og er hún er svo hljóðandi:

Citroner er sure og gule.

Cigarer er fulde af røg

Charlotte er cyklet til Thule   

med to kasser øl og et løg

så hun har nok tabt sig en smule.

 

Fólki fannst þetta mjög skemmtilegt en síðan var farið að kólna svo mikið að við fórum aftur inn. Inni var bara rætt um hina og þessa hluti eins og til dæmis hjá hvaða símafyrirtækjum er hagstæðast að vera. Líka hvar er best að kaupa hina og þessa hluti. Síðan kom það í ljós að flestir í hónum höfðu áhuga á að kaupa hjól, þar sem skólahjólin eru alltaf í útláni. Ég var ein af þessum sem hafði áhuga á að hafa hjól til að fara á milli staða á. Kennarinn ætlar á morgun að athuga hvort hann geti fundið sex notuð hjól fyrir um 300 danskar krónur hvert. Hann keypti víst skólahjólin notuð öll á um 300 danskar krónur og hann ætlar að reyna að finna hjól. 

<> ég er búin að bæti við nýju albúmi með myndum af hinu og þessu fólki úr skólanum... og svo bætti ég líka tveimur nýjum myndum í Danmerkur albúmið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

det lyder spændende! Endelig köb en cykel.
hilsen, áskrifandinn.

ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2006 kl. 23:07

2 identicon


það eru mjög sætir krakkar þarna í skólanum, eða er myndasmiðurinn svona góður?
ást Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 10:02

3 Smámynd: Úlfhildur Flosadóttir

Flestar myndirnar af fólkinu eru nú ekki eftir mig. Bara nokkrar. Ég hafði ekki eins langan tíma til að taka myndir því ég var í eldhúsinu að vaska upp.

Úlfhildur Flosadóttir, 13.9.2006 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband