skýrsla úr Snoghøj

í gær var þriðjudagur, það var tími klukkan 9. Það var skólastjórinn Torben sem var með okkur. Hann kenndi okkur um hjóðvinnslu. Hvernig á að mixa hljóð og þannig. Hann sýndi okkur tæki og tól fyrir hádegi og lét okkur vinna í hljóðvinnslu forriti í tölvunum. Þetta var fyrirhádegi og síðan efti hádegi skipt i hann okkur í tvo hópa með því að skrifa nöfnin okkar upp á töfluna. Hann skrifaði nafnið mitt kolvitlaust. Hann skrifaði það eins og hann heyrði það. Þegar ég sagði að þetta væri ekki rétt skrifað þá bað hann mig að koma upp og skrifa það sjálf. Ég skrifaði náttúrulega ú með kommu, það bara gerist ósjálfrátt og Torben spurði tilhvers komman væri.  Ég svaraði því að án kommunnar væri þetta annar bókstafur sem hefur allt annað hljóð. En hvað um það í hópunum áttum við að fara um skólan með græjur og taka upp eitthvað sem fer í 10 mínútna útvarpsþátt á netinu seinna meir. Hvor hópur á að gera 5 mínútur. Hópurinn minn ákvað að gera einskonar skoðunarferð um skólan með hinum og þessum Snoghøj. Það eru hljóð sem maður heyrir oft í Snoghøj, það er til dæmist alltaf einhver einhverstaðar að syngja eða einhver að spila á píanóið í stofunni, maður heyrir fólk ganga á göngunum, opna og loka hurðum, heyrir þegar skrúfað er frá vatni, uppþvottavélin sett i gang, eða þegar sturtað er niður. Við tókum upp öll þessi hljóð og meira til. Orgelleik í kirkjunni er eitt. Við munum síðan vinna úr þessu á morgun ef Torben verður ekki lengur veikur.

Í dag var myndlistakennarinn veikur en við fengum þau skilaboð að við ættum að vinna sjálfstætt og það gerðum við. Eline, íbúðarfélagi, er búin að vera veik heima hjá sér en áður en hún fór gleymdi hún að slökkva á vekjaraklukkunni sínni hér. Þannig að á hverjum degi hefur klukkan hringt klukkan sjö, það væri nú alveg í lagi í smá tíma nema að klukkan stoppar ekki fyrr en um tíuleitið að þannig að klukkan sjö á sunnudaginn byrjaði fjárans klukkan að hringja. Þetta er hávær klukka. Ég hef aldrei vitað aðra eins vekjaraklukku sem er jafn staðráðin í því að vekja mann og þessi. Ég og Giannina höfum báðar bölvað klukkunni fyrir þessi læti og höfðum ákveðið að fá leyfi hjá Torben til að brjótast inn í herbergið og slökkva á klukkunni, en þess verður ekki þörf því Eline kom til baka seinni partinn í dag. Ég hafði ætlað að sofa lengur í dag eða til um átta en það var ekki hægt útaf vekjaraklukkunni. Samt tóks Gianninu að sofa yfir sig... hvernig hún fór að því í hávaðanum veit ég ekki.

Ég var aftur að vaska upp í eldhúsinu eftir hádegismatinn. Ég hafði ætlað mér að taka strætóinn í bæinn klukkan hálf tvö en hádegismatnum var seinkað þannig að ég hélt að það plan mitt mundi fjúka útum gluggan. En ég hafði hraðar hendur í eldhúsinu og náði að vaska allt upp klukkan 20 mínútur yfir 1. Það var lítið eftir og Damla sagði við mig vá hvað við erum eitthvað fljótar í dag þannig að ég sagði henni afhverju ég væri að flýta mér, en þá sagði hún mér bara að fara af stað hún mundi klára það litla sem eftir væri með hinni stelpunni. Mér fannst þetta æði, það er ekki hver sem er sem hefði leyft mér að fara.  En það var lítið eftir bara að ganga frá einhverjum hlutum og þurrka vatnskönnurnar.

Ég fór semsagt í bæinn og fór á bókasafnið. Þar fékk ég mér bókasafnskort. Það er með það eins og margt annað að það gilda ekki sömu reglur um Íslendinga og aðra. Íslendingur hefur kennitölu. Það eina sem ég þurfti var að gefa upp fullt nafn og heimilisfang í Danmörku. Þannig að það var ekkert mál. Það er bara að flestir nota gulu sjúkrasamlagsskírteinin sín. En hvað um það, ég tók mér hljóðbók á bókasafninu. Ég valdi hljóðbók svo ég geti hlustað á dönsku á öllum tímum sólarhringsins ef ég vil. Ég vildi hinsvegar ekki byrja á flókinni fullorðinsbók, þannig að ég fór í barna og unglingadeildina á safninu og fann barna hljóðbók. Ég fann bók um Önnu í Grænuhlíð, þar sem hún er farin frá Grænuhlíð og komin aftur til Avonlea og er að byrja sem kennari í barna skólanum þar. Bókin var merkt fyrir 11 ára. Ég er byrjuð að hlusta og ég skil nokkuð þó að ég nái ekki altaf öllu. Þetta er góð æfing því ég get ekki beðið manneskjuna um að lesa hægar.Ég verð að skilja og meðhöndla upplýsingarnar á þessum hraða. 

Síðan er hitabylgja hér um 25°C+ og ég er að bráðna niður í íslensku fötunum mínum með aðeins 3 ermalausa boli með mér og síðan gallabuxur og enga sandala. En ég er farin að þvo þessa boli í vasknum mínum og þerra þá síðan í sólinni sem skín innum gluggan minn á daginn. Frábær þurrkunaraðferð og ókeypis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman hjá þér. Ég velti fyrir mér bókasafnsskírteininu. Af hverju ætlarðu að fá þér skírteini? Sjúkrasamlagsskírteinið gildir sem safnskírteini! Ik'? ástarkveðja áskrifandans

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband