20.9.2006 | 20:25
Heiðargerðið er komið til Snoghøj
síðustu dagahefur ekki svo margt merkilegt gerst hér. Á mánudaginn byrjaði ég í Photoshop tímum. Að vinna með myndir í tölvunni, laga lýsinguna og þannig lagað. Hlutir sem ég vissi hvernig átti að gera áður, en það var samt fínt að prófa og fá bara að gera eitthvað, ég lærði líka eitt nýtt hvernig á að láta húð manneskju sem er með bólur eða ójafna húð eða eitthvað líta út fyrir að vera slétt og fín. Allir höfðu áhuga á að læra það. Maður gat heyrt fólkl hlæja við tölvurnar. Síðan í gær var haldið áfram að vinna í Photoshop, þá lærðum við hvernig á að taka bakgrunn af myndum, klippa myndir og blanda myndum saman. Það er rosalega gaman, ég hef fiktað mikið með þetta áður, en í gær lærði ég nýjar aðverðir sem ég hafði ekki uppgötvað áður... Ein stelpan spurði í gær hvort hún gætti sett sjálfa sig inn á mynd með Brad Pitt. Það var mögulegt og við lærðum það. Þannig að ég kann að gera það núna.
Í gær var líka húsfundur, það eru húsfundir tvisvar í viku, á þriðjudögum og á fimmtudögum. Allir kennararnir og nemendurnir eru viðstaddir. Á þessum fundum á að tala um allt sem kemur skólanum við og okkar lífum hér. Mér datt í hug að benda á þetta með áleggið á morgnanna, því ég vissi að það voru nokkrir aðrir sem voru sama máls og ég. Þannig að ég spurði hvort það væri möguleiki að hafa oftar fjölbreyttara álegg á morgnana, kannski eitthvað eitt í viðbót við sultu og ost. En ég fékk skýrt svar, nei ekki sem sendur. Þannig að ef ég vil hafa eitthvað annað álegg, þá þarf ég að kaupa það sjálf.
Í morgun hafði ég myndlist fyrir hádegi. Fyrir viku var kennarinn veikur en við fengum skilaboð um að við ættum að vinna sjáfstætt. Ég var eitthvað að sakna þess að hafa engin fjöll til að horfa á þannig að mér datt í hug að teikna fjöll. En síðan þróaðist þessi hugmynd hjá mér og endaði sem útsýnið úr stofu 209 í Hvassaleitisskóla. Þannig að ég teiknaði Heiðargerði og fjöllin í baksýn. Auðvitað vantar heilan helling inn á myndina en þetta þarf hvor eð er ekkert að vera nákvæmt. En hvað um það ég sýndi kennaranum þessa mynd í dag og honum fanst hún flott og honum fannst flott hvernig ég teiknaði húsin í Heiðargerði, ég teiknaði bara stóru botnlangana. Honum spurði mig hvort ég vildi ekki teikna myndina á stærra blað og mála svo með akríl málningu. Þannig að ég byrjaði á því í dag. Byrjaði aftur á heila klabbinu á öllum húsunum og trjánum það er mesta handavinnan en svo náði ég líka að byrja á því að mála himininn. Ég verð að segja að ég hlakka til að halda áfram. Ef ég verð sátt við loka niðurstöðuna þá ætla ég að hengja myndina upp í herberginu mínu.
Ég fór í bæinn í dag, Fredericia, og fór í Føtex, súpermarkaðinn. Hagkaup hvað???Føtex er málið. og ég keypti mér bréf af spægipylsu, og popp sem er þúsund sinnum betra en poppið frá Kims sem ég keypti á föstudaginn í SuperBrugsen í Erritsø
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að kunna á Photoshop! Geturðu ekki fengið Íslenskt lambakjöt í Danmark?
Það var fjör hjá Ólsa Pólsa 6 ára í gær, en við söknuðum þín.
Ást frá Siggu, Jóni Braga og Þóri.
Sigga (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.