22.9.2006 | 20:49
Ferðalög
Í gær var fimmtudagur. Dagurinn byrjaði á Photoshop tíma og þar var photoshoppað á fullu fram að hádegi. Eftir hádegi var ekkert þangað til klukkan 4 þá kom einhver frægur danskur karl sem heitir Finn Nørbygård. Ég hafði aldrei heyrt um hann og vissi þess vegna ekki hver hann var. En hvað um það hann kom og sagði okkur frá lífi sínu. Hann var í skemmtanabransanum en hefur lagt það á hilluna núna og er orðinn sálfræðingur. Þetta var bara athygglisvert þó að ég hafi í raun enga hugmynd um hver hann er. Eftir þetta var tími fyrir kvöldmat. En Finn Nørbygård var með atriði í salnum í gærkvöldi og það kom um 100 manns að hlusta á hann og allt þetta fólk var hérna líka til að borða góðan mat þannig að urðum að gjöra svo vel að borða úti í gærkvöldi. Það var bara fínt við grilluðum og skólinn gaf okkur ókeypis gos og bjór útaf þessu. Við sátum bara við ströndina. Eftir þetta fór ég bara upp í herbergið mitt og las í bók sem ég tók með mér, Siðprýði fallegra stúlkna, og hlustaði á tónlist.
Í dag var kennarinn að tala við okkur um layout og kynna okkur fyrir því. Því að í þarnæstu viku förum að læra á eitthvað forrit fyrir svoleiðis. Næsta vika verður þema vika og ég valdi Film Produktion. Ég er ekki alveg viss um hvað ég á að gera en það verður bara spennandi. Giannina verður í þessu líka, hún skráði sig sem leikara í stuttmyndinni sem við ætlum að gera. Hún er búin að fá handritið en ég hef ekki spurt hana um hvað myndin er.
Í dag á húsfundi var haustferðin kynnt. Ég trúi því ekki að ég sé að fara til Þýskalands og Ítalíu. Við keyrum bara til Þýskalands og förum með flugvél þaðan. Við fengum að vita hvað verður gert á Ítalíu og hvert verður farið. Við förum að sjá skakka turninn í Pisa, förum að skoða flottan skóla í Mílanó sem er fyrir grafíska hönnun, eitthvað fyrir "media design" hópinn. Þetta er svo spennandi.
Síðan í kvöld er ég búin að sitja úti við bálköst á ströndinni í kósýheitum. Talandi um heima og geima og horfa á stjörnurnar í himninum.
Á morgun er ég að fara í öllu styttra ferðalag. Ég er að fara til Lególands. Við ætlum að fara 3 saman beint eftir morgunmat. Ég og Fruzsi vöknum á morgum útbúum morgunmat, borðum og leggjum svo af stað með 3 stelpunni, Aisté. Það er nú samt ekki beint einfalt að komast til Lególands frá Snoghøj. Við þurfum náttúrelga að taka strætóinn til Fredericia og taka lest þaðan til Vejle, labba síðan af lestarstöðinni í Vejle yfir á strætóstoppistöð og taka þaðan strætó sem stoppar í Lególandi. Ég er farin að hlakka til. Ég er búin að tæma kubbinn í myndavélinni minni svo ég geti tekið myndir....
...talandi um myndir ég er búin að bæta við nokkrum myndum sem eru teknar á leiðinni frá Snoghøj til ErritsøUm bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er aldeilis skemmtilegur skóli, ferð til Ítalíu og Þýskalands!!!!! Það liggur við að það sé hægt að fyrirgefa þeim fyrir áleggsleysið. Hvenær verður farið í þessa ferð og hvað verðið þið lengi? Ég hef bara komið til Ítalíu tvisvar og það er bara ekki hægt að finnast Ítalía leiðinleg, you can´t go wrong with Italy einsog maður segir.
Til hamingju með mömmsu í dag.
Sunnudagskveðja
Ímsí
ímsílíms (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.