Þriðjudagur til þrautar

Já, hún Úlfhildur getur vaknað snemma og verið búin að fara í sturtu og verið með hafragraut í pottinum klukkan hálf sjö. Það gerist ekki oft, en hún getur það!!!.  Það er nákvæmlega það sem gerðist í morgun. Ég vaknaði klukkan sjö(tiltölulega snemmt á minn mælikvarða) fór í sturtu lagaði hafragraut, borðaði og hafði nægan tíma til að gera allt þetta og meira. Venjulega er ég á meiri hraðferð. 

Í dag var fyrsta prófið mitt.  Það var virkilega illilegt veður í morgun. Slabb og rigning og rok, ji minn ég var með frosnar tær þegar ég kom í skólann, en hlýnaði samt fljótt eftir að ég kom inn. Það var íslensku próf í dag, Þegar prófið byrjaði byrjaði ég á manntalinu, maður er látinn skrifa nafnið sitt, kennitölu, nafn áfangans, og nafn kennarans á viðverumiða. En síðan kom spurning á miðanum sem ég klúðraði. Ég hakaði við vorönn en ekki haustönn, þá hugsaði ég, ef ég get ekki svarað einfaldri spurningu um hvaða árstíð er núna, hvernig verður þá prófið. Ég opnaði síðan prófið. Það byrjaði ekki eins illa og miðinn hafði gert.  Það gekk reyndar vel.  Ég gat svarað öllu í prófinu nema einni spurningu sem var smá snúin en ég svaraði henni samt. Ég skrifaði það sem mér fannst líklegast til að vera svar við spurningunni.  Ég var búin að svara öllu þegar það voru 20 mínútur eftir að próftímanum(60 mínútur).  Ég dundaði mér við það að fletta óþarflega oft í gegnum prófið. Fyrstu tvö skiptin voru næg til að fara yfir. Öll hin skiptin voru mest bara af því að mér leiddist að bíða. Prófið var léttara en ég hafði búist við. Ég vona bara að þetta gangi vel. 

Leiðangurinn heim var langur.  Vonskuveðrið hafði versnað. Alla veganna var mótvindur alla leiðina heim, þannig ég var með harða rigninguna og rokið beint í andlitið alla leiðina heim. Ég hélt að fæturnir á mér væru að fara að detta af eða eitthvað. Þeir voru svo blautir og kaldir að ég var hálf dofin. Ég ætti að fá mér ný gúmmístígvél fyrir svona veður. En þegar ég kom heim þá fór ég sko í þurr föt og ullarsokka og skreið undir feld eins og Þorgeir Ljósvetningagoði og lét mér líða vel.

Síðan eftir hádegi gerði ég body-balance. Ég byrjaði á því að sippa til að hita upp, það tók 10-15 mín síðan kom body-balancið. Planið er að gera body-balance í einn klukkutíma á hverjum virkum degi fram að jólum.  Ég gerði þetta líka í gærmorgun.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló sæta.

Þetta er nú bara íslenskt veður og við breytum því ekki mikið nema reyna að menga aðeins minna en við gerum dagsdaglega. Það að þú hafir tekið eftir að þú svaraðir vorönn (semsagt rangt) segir mér að þú hafir verið meðvituð um að skoða prófið gaumgæfilega yfir. Ég á því von á að fá brátt ánægjulegar fréttir af frammistöðu þinni á íslenskuprófinu.

Mér líst svo vel á þetta body toning...ég var að leita mér að bók um þetta á netinu enda á ég bolta. Fann reyndar forvitnilega heimasíðu ættaða frá USA. Þekkirðu hvaða bækur eru góðar? Kannski á Útilíf þetta fyrir mig eða einhver önnur verslun í borginni.

tjás

Ó.

Olofjonsdottir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 19:15

2 identicon

Veistu það að mig dreymir oft um akkúrat svona fullkomið vonskuveður, og að ég sé að labba á móti vindinum helst með haglél byljandi á andlitinu mínu. Ohhhhhhh, fæ bara unaðshroll við tilhugsunina. En hvað um það, hér er alltaf sama leiðinda blíðan, ha ha haaaaaa. Ég væri mjög mikið til í stórhríð um jólin.

Ég held að sumir tímarnir í gymminu mínu séu eitthvað í ætt við þetta body balance sem þú ert að tala um. Við notum svona bolta sem við sitjum á og gerum allskonar kúnstir, lyftum lóðum á þeim, gerum armbeygjur, magaæfingar og fleira. Hljómar vel : )

Hlakka svo til að sjá þig.

Ímsílíms (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 02:56

3 Smámynd: Úlfhildur Flosadóttir

Þú mátt fá alla þá rigningu sem þú villt, svo framarlega sem þú heldur henni frá mér. Það má alveg vera úrkoma hér um jólin, bara ekki grenjandi rigning. Þannig að stórhríð er ekki úr sögunni. Mér fannst kuldinn og snjórinn í síðustu viku mjög góð tilbreyting frá veðri síðustu mánaða. Það var kalt en nokkuð þurrt!

Úlfhildur Flosadóttir, 10.12.2007 kl. 22:36

4 identicon

Íma er engan veginn að átta sig á að þetta er búið að vera svona í 3 ár samfleytt hér hjá okkur. Það hefur í raun varla skipt um árstíð...ekki heldur úr vetri í sumar. Vorið hérna er varla nema vika og haustið stundum bara fyrir hádegi. Ég er sammála þér Úlsí að það var hressandi að fá kuldann í síðustu viku með svolítilli snjókomu.

knús

Ó

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband