24.9.2006 | 19:43
Lególand í annað skipti
Í gær var laugardagur og ég fór í smá ferðalag. Ég fór ekki beint til annars lands en ég fór í Lególand. Ég vaknaði klukkan átta(ég held að ég hafi ekki vaknað svona snemma á laugardegi lengi) ti að fara í sturtu og síðan fór ég niður í eldhús til að útbúa morgunmat. Ég og Fruzsi höfðum skráð okkur í það því við þurftum að skrá okkur í eitthvað og við þurftum að vera á staðnum til að gera það sem við skráðum okkur í. Eftir að hafa útbúið morgunmat með vaktkennaranum og borðað þá héldum við út á stoppistöð. klukkan var þá um hálf 11, strætóinn til Frederecia kemur alltaf 37 mínútur yfir heila tímann. Strætóinn var náttúrulega mun fljótari en venjulega enda ekki mikil umferð svona snemma á laugardegi og fáir að taka strætóa. Það var eiginlega bara heppni að endastöð strætisvagnanna er fyrir utan lestarstöðina, ég hafði nauman tíma til að kaupa miða í lestina 1 mínútu nákvæmlega við rétt náðum. Síðan sat ég í um 20 mínútur í lestinni frá Fredericiu til Vejle, ég borgaði 45 dkr. fyrir farið. Þegar lestin var svo komin til Vejle, þurftum við að bíða eftir strætónum í um klukkutíma. Síðan kom loksins vagninn og ég steig upp í vagninn og ætlaði að borga en þá vildi strætóbílstjórinn ekki taka við klippikortinu mínu vegna þess að við mundum fara fyrir utan Vejle Amt. og klippikortið mitt er frá Vejle Amt. Ég hafði ekki hugsað út í þetta. Ég hélt að klippikort frá Vejle Amt mundi ganga í öllum vögnum sem eru frá Vejle og eru frá Vejlskum fyrirtækjum. Strætó/lesta systemið hér er flókið, það virkar einfalt. Maður þarf altaf að vita hversu mörg svæði maður mun fara í gegnum. En hvað um það strætó bílstjórinn leyfði mér að klippa tvisvar á kortinu og borga síðan 25 krónur. Síðan eftir nokkurn tíma þá vorum við komin í Lególand. Einn aðgöngumiði gildir tvisvar, þannig að ef ég vil þá get ég farið aftur í lególand þangað til við lok október. Lególand var æði. Við byrjuðum á ofsalegu tæki, enhverju vélmenna tæki sem setur sveiflar manni í loftinu, maður er samt pikkfastur í sæti, maður getur farið á hvolf og alt, en okkar gerði það ekki, guði sé lof. Ég var svo hrædd að fara í þetta en ákvað síðan að fara því ég sá að þetta er bara í örstuttan tíma miklu styttra en nokkur rússíbani. Ég öskraði samt. Það er margt sem hefur breyst í Lególandi frá því fyrir átta árum þegar ég var þarna með pabba, mömmu og Ólöfu, það getur líka verið að ég muni ekki alveg nógu vel. Allaveganna. Það er kominn vilta vesturs partur í garðinn, þar sem eru kúrekar, gullgrafarar og námumenn. Siðan er sjóræningja parturinn ég man vel eftir honum og dreka parturinn. Við prófuðum næstum allt nema ég sagði pass við Extreme rússíbanann, mér leist ekki á, maður gat heyrt öskrin úr fólki nánast útum allan garðinn. En það er komið nýtt tæki sem mér fannst skemmtilegt, og fyrirsögnin fyrir það tæki er "Ertu alvöru víkingur?" Ég hélt það nú. Ég er alvöru víkingur að renna niður bratta 8 metra braut í bát sem snýst. Maður blotnar líka í þessu. Við fórum líka í kanóabrautina þar sem við urðum báðar rennandi blautar. Ég keypti mynd sem var tekin í þessu. Þessi Lególands ferð var bara mjög skemmtileg við vorum í garðinum þangað til tækjunum var lokað en þá var tími fyrir okkur að fara heim, aftur með strætónum, lestinni og strætónum. Lestinni seinkaði þanngi að við misstum af strætónum frá Fredericia til Snoghøj. Það munaði bara örfáum mínútum að við mundum ná strætóinum. Þannig að við þurftum að bíða í klukkutíma á lestarstöðinni í Fredericiu, en það var bara allt í lagi, notuð bara tíman til að grandskoða sjoppuna sem DSB er með á staðnum og til að spjalla saman. Við misstum náttúrulega af kvöldmatnum þannig að við fengum ekki kvöldmat í gær en það var í lagi. Klukkan var um tíu þegar við komum í skólan, ég var svo uppgefin eftir þennan langa dag að ég hafði það bara rólegt að lesa í Kvenspæjarastofunni og borða popp. Örbylgjupopp með grískum leiðbeiningum. Þetta popp er miklu betra en tilbúnu poppin í pokunum.
Ég ætla núna að fara að dæla inn myndum inn á þetta blogg hér en ég hugsa að það muni taka óratíma því ég tók margar myndir
ps. Til hamingju með afmælið mamma
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÆÐI! Gæti alveg hugsað mér að fara aftur í Legoland. Þú verður orðin ferlega góð í klippikorta-stúdenta-lestar/strætó- funktion eftir dvölina. gaman gaman gaman að fylgjast með þér.
Kv. áskrifandinn
Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.