í settinu.....

Jæja núna eru myndirnar úr Lególandsferðinni loksins komnar,Það er nýtt albúm sem heitir einfaldlega Lególand og síðan bætti ég líka við nokkrum myndum af mér og Fruzsi í Snogan albúmið.

Annars er þessi vika þema(grískt orð skirfað með þorni) vika, flest fólkið er í útivistarferð þannig að það er frekar tómlegt í skólanum. Ég er hinnsvegar í kvikmyndagerð. Ég hef gegnt því hlutverki að vera skrifta og vera í smá snúningum og svo tala við Chen sem er hljóðmaðurinn fyrir myndina. Þannig að ég hef ekki gert neitt voðalega mikið síðust daga. Þegar maður er að gera kvikmynd þá þarf maður að geta beðið. Það er stöðug bið svona oftast. Myndin sem við erum að gera er eftir Torben, þetta er stuttmynd og á að heita Heaven Can Wait for a While. Myndin fjallar um ungverskan strák,Victor heitir hann, sem er í Danmörku með dansflokki en hann dettur á ströndinni þar sem hann er á hlaupum og fær heilahristing. Það er dönsk(Rosita) stelpa sem sér hann detta og fer með hann á spítala og þau verða ástfangin. Það er bara eitt vandamál, strákurinn á kærustu heima í Ungverjalandi og sú heitir Damla og hann er að líka að fara til Þýskalands með danshópnum. Þetta er ofsa spennandi, ég ætla samt ekki að segja frá endanum. Á mánudaginn þá vorum við við tökur á ströndinni þar sem Victor dettur og á Gömlu litlabeltisbrúnni, þar sem stelpan, Rosita, var þegar hún sá Victor detta. Það fór allur dagurinn í þetta. Í gær vorum við líka við tökur í íþróttasalnum þar sem við tókum upp danshópinn dansa og alskonar atriði á göngum í skólanum. Og ég fékk það hlutverk að finna dönsku mælandi nemanda til að segja "já, það er ungverskur danshópur hér, ég held þau séu í íþróttasalnum". Það var ekkert mál. Eftir hádegi var mest bið. Það gleymdist að setja aftur sárabindið á aðalleikarann eftir hádegismat og það uppgötvaðist ekki fyrr en eftir að atriðið var fullklárað, þannig að það þurfti að gera það allt aftur. Mest allt af myndinni er á ensku útafþví að það er bara ein dönsk persóna í myndinni. Allir leikararnir eru þó danskir. Aðalleikarinn sem leikur Victor heitir Tim, það er bara vesen í kringum hann þegar það er verið að taka upp. Það þarf altaf að gera margar tökur á sömu setningunni hjá honum. A hann er ekki góður leikari, B getur bara mjög litla ensku með miklum dönskum framburði,  C man sjaldan línurnar sínar B getur ekki verið alvarlegur. Svo ég gagríni. Seinni partinn vorum við að taka upp loka atriðið, það eru bara Rosta og Victor í því og við vorum í óratíma. Tim gat bara ekki sagt það sem hann átti að segja og fór altaf að hlæja. Stelpan, Natalie sem leikur Rositu, æpti á hann að hætta að fíflast, hún var að gefast upp á honum og annað svipað gerðist líka í dag. Fyrri part dagsins í dag þá fórum við á spítalann í Fredericiu til að taka up spítala atriðið í myndinni. Fórum á tveimur bílum, Torben fór með leikarana og Mikael með crew-ið( mig, Chen og Ayu). Bíllin hann Mikaels er fyndinn, það er gamall Saab frá '87 og hann minnir mig á ákveðna ferð mömmu norður í landi. Bíllinn hans Mikaels drekkur vatn, og það þarf að gefa honum vatn að drekka reglulega. Mikael er með nokkrar 2 lítra gosflöskur með vatni í bílnum hjá sér fyrir bílinn. Spítala upptökurnur gengu vel.  Það var búið að taka frá enda herbergi á einhverjum gangi fyrir okkur og hjúkrunarkonurnar létu stelpuna sem átti að leika hjúkrunarkonu fá þar tilgerðar flíkur og Mikael sem átti að leika lækni fékk líka þartilgerðar flíkur, ég verð samt að segja að ég hef aldrei séð lækni í kúrekastígvélum ;) Við byrjum á atriði með Mikael og Natalie en þegar það var búið var komið að atriði með Tim og þá varð Torben pirraður Tim hafði ekki lært línurnar sínar, og sagði við hann þú hefur haft meira en klukkutíma hérna til að læra línurnar. Hann var ekki ánægður. Þetta þýddi að þetta mundi taka lengri tíma og allir þyrftu að vera þarna lengur en síðan var komin tími fyrir hádegismat og þá máttu þeir fara sem ekkert höfðu mikið að gera þarna, ég var í þeim hópi og fékk að borða. Eftirhádegi vaskaði ég síðan upp, núna er voða lítið að vaska upp því það eru svo fáir. Síðan var bara smá upptaka í íþróttasalnum og það var búið rétt rúmlega 2, þannig að þetta var stuttur dagur og uptökum er lokið.

klukkan rúmlega 3 gerði ég svo pilates æfingar með Kathrine og Helen. Ó boj það er erfitt, allskonar teygjur og hreyfingar sem maður er ekkert að gera daglega. Þetta var erfitt en rosalega gott eftir á. Við ákváðum að halda þessu áfram. En ef ég ætla að stunda pilates reglulega þá þyrfti ég að gera magaæfingar daglega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega eruð þið sætar þið Fruzsi! Mér finnst líka vera einhver vinkonusvipur með ykkur, ég get svarið það. Spennandi að fá að vera í kvikmyndagerð og ég hlæ í huganum að enskunni með danska hreimnum, ég veit fátt fyndnara, svo að maður sé nú dáldið leiðinlegur við Danina. Þeir geta hlegið að minni dönsku í staðinn, ef til vill með amerískum hreim. Og svo á hann að vera rómantískur í þokkabót, ha ha, enska með dönskum hreim í ástarsögu, en kannski er það bara sexí.

Annars má það af mér segja að það leið yfir mig í blóðprufu í morgun. Það var tekið svo mikið blóð í allskonar rannsóknir, og svo var ég á fastandi og á túr ofaná það, þannig að mín bara leið útaf og ég man nú ekki hverjir komu aumingja stúlkunni sem var að taka blóðið til hjálpar, einn læknir sem var að reyna að vera fyndinn og einhverjar skrifstofudömur. En svo kom minn læknir og tók bóðþrýsting og svoleiðis og ég jafnaði mig eftir um hálftíma. Ég var víst hvítari en tennurnar mínar í framan. Er hálf vönkuð ennþá en er að hressa mig með tesopa.

Það er svo gaman að lesa bloggið þitt : )

KNús

Ímsí

ímsílíms (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 18:17

2 identicon

Já, þið Fruzsi eruð sætar, og það ER vinkonusvipur með ykkur, það er rétt hjá Ímu. En fúlt þetta með stuttmyndina. Hefði nú ekki mátt raða mannskapnum betur niður í verkefnin - eftir hæfileikum. Hefði þessi náungi frekar átt að gera eitthvað annað en að vera í aðalhlutverki?

knús og kreist - og ferlega gaman að skoða myndirnar

mamma

Bergþóra Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband