1.10.2006 | 15:48
Snoghøjsk helgi
ókey enn hefur liðið ansi langur tími síðan ég skrifaði eitthvað hér.. Ég er búin að setja inn meira af myndum í Snogan albúmið
<>Þema vikan var frekar misheppnuð verð ég að segja. Allaveganna kvikmyndagerðin. Ég hafði ekkert að gera alla dagana, bara að sitja og horfa á. Það er ekki beint spennandi allan daginn. Við vorum tvær í crew-inu sem höfðum eiginlega ekkert að gera. Torben tók ekkert eftir því en leiklistarkennarinn tók eftir því að mér leiddist stundum og hann var oft að tala við mig. En hvað um það. (smá innskot. Íma sagði í athugasemd að henni þætti enska með dönskum hreim fyndin. Torben hann segir altaf orðið Wednesday á sama hátt og það er skrifað, hann segir semsagt ekki[vennsdei]heldur eins og Bjarni Fel, ég held að það sé hann.) Á föstudagsmorgun eftir morgun mat þá hafði ég ekkert að gera. Dagurinn átti að fara í það að klippa og í frágang á myndinni, ég vissi ekki hvort ég ætti að gera eitthvað þannig að ég var bara eitthvað standandi í ganginum en þá kom Giannina(hún var aukaleikkona í myndinni) og var í sömu hugleiðingum og ég. Þannig að ég fór bara eitthvað að tala við hana. Við stóðum í dágóðan tíma þarna niðri talandi um þessa þema viku, og hún sagði að henni hefði leiðst. Síðan færðum við okkur upp á aðra hæð og samræðurnar héldu áfram en breyttust örlítið. Við fórum að tala um hversu mikið okkur langar til að mála herbergin okkar eða eitthvað, fá smá lit. Og við komumst að einu sameginlegu vandamáli. Við erum ekki mjög hávaxnar en speglarnir í herbergjunum okkar eru ætlaðir fyrir hávaxnara fólk og það að þurfa að standa upp á stól til að sjá hvað við erum með í hillunum í fataskápnum, hillurnar eru fyrir ofan og fyrir neðan er bara til hengja upp. Síðan breyttust umræðurnar aftur og við fórum að tala um kennarana og það okkur finnst sumir kennararnir vinna meira en aðrir og hverjir af kennurunum eru kennarar af guðsnáð og þá færðum við okkur upp á þriðju hæð og settums þá á bekk sem þar er og héldum samtalinu áfram. Næst á dagskrá í samtalinu var það að fólkið á söngleikjabrautinni talar ekki við aðra nemendur á öðrum brautum. Og Gianninu, sem er á söngleikjabrautinni, finnst hún vera mjög útundan. Þá kom Erik hann er myndlistarkennari og er líka námsráðgjafi í skólanum. Hann var á leiðinni inn í tíma en við stoppuðum hann til að tala við hann um þetta. Honum fannst þetta mjög merkilegar umræður hjá okkur hann sat þarna hjá okkur í meira en 10 mínútur, í um 20 mínútur held ég. Hann vildi tala við okkur tvær frekar um þessi mál þannig að fengum tíma með honum seinni partinn. Þetta samtal mitt og Gianninu var rúmir tveir tímar. En á fundinum með Erik eftir hádegi þá fórum við í gegnum þetta allt aftur með honum. Þetta var mjög góður fundur hann var næstum 3 klukkutímar. og við ætlum að hittast aftur seinna. Ég og Giannina ákváðum að vera vinkonur því að við kynntum mjög vel þarna á föstudaginn og komumst að því að við eigum bara heilan helling sameiginlegt.
<>Síðan í gær, laugardag, þá hjólaði ég til Middelfart. Middelfart er bær á Fjóni. Það eru alltaf markaðir á laugardagsmorgnum í Middelfart. Svona samskonar markaðir og markaðurinn í Mosó. Ég staldraði bara stutt því ég vildi komast til baka í skólan í tæka tíð fyrir hádegismat. Þetta var samt bara fínn túr. Eftir hádegi gerði ég ekkert þangað til um hálf sex, þá fór ég niður og skreytti matsalinn fyrir gala kvöldverð. setti rósir í vasa á hvert borð, dúka á borðin og kerti á hvert borð. Þar að auki lagði ég líka á borð. Diska, glös og hnífapör og servíettur fyrir alla. Þessa helgi voru gestir, gamlir nemendur i heimsók og því mun fleiri sem mundu borða. Ég notaði alla diska skólans nema held ég fimm. Þetta var mikið verk. En ég var með Evu og Helen. Eva var eitthvað að syngja lagið Crazy sem Patsy Cline gerði frægt og ég byrjaði að syngja með. Þá spurði hún mig "Þekkirðu þetta lag?" og ég svaraði "já auðvitað, þetta er lagið Crazy með Patsy Cline". Síðan var klukkan bara allt í einu að verða sjö og maturinn að skella á. í Matnum voru allir fínt klæddir sumir af strákunum voru í jakkafötum og með bindi og sumar stelpurnar í síðkjólum. Þegar við vorum að borða spurði Eva mig hvenær ég ætti afmæli, ég á afmæli á apríl svaraði ég. Þannig að hún missir af því. Þá spurði hún mig hvenær nafnadagurinn minn væri. Nafnadagur? ég á engan nafnadag. Hún bjó til fyrir mig nafnadag á staðnum, sá dagur er 10. október. Á þeim degi ætlar hún að syngja lagið Crazy fyrir mig. Ég hlakka til. Síðan í gærkvöldi voru skemmti atriði það var hópur sem söng nokkur lög sem þau höfðu bara æft fyrr um daginn, en það kom samt mjög vel út. Síðan var tim með tónleika ásamt hljómsveitinni sinni og það vara dansað. Þessu prógrami lauk rétt fyrir miðnætti og síðan eftir það var bara partý.
<>Í dag fór ég aftur í hjólatúr, hjólaði aftur til Middelfart. En hver einasti danski bær sem ég hef séð er eins og drauga bær frá því um hádegi á laugardögum þangað til á mánudagsmorgnum. Það er æði að hjóla þar sem eru nánast engar brekkur, allaveganna engar eins og eru í Reykjavík. Engin brekka eins og sú sem er í stóragerðinu.. Ég hjólaði svo til Erritsø en eftir það fór ég bara heim aftur til Snoghøj.Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Úllan mín
Þetta hlýtur að vera rosa spennó. Hjólaðu eins og þú getur, það minnir mig á hvað það var gaman að hjóla í Princeton og skoða haustlitina. Svo er pilates víst frábær líkamsrækt, í raun sú besta því það eiga ekki að vera nein læti og hamagangur. Og svo er nú gaman að dansa. Við Þórir förum alltaf á fimmtudögum í samkvæmis- og suðurameríska dansa og það er alltaf jafn gaman. Vinkonur þína eru æði... bíð spennt eftir meiru
Ást frá Siggu, Jóni Braga og Þóri
Sigga (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 16:26
Hæ skvís
Myndirnar eru æði, eins og alltaf. Hvernig er það, þarftu ekki að hjóla yfir stóru brúna til að komast til Middelfart? Og á ég bara að sitja hér róleg meðan þú hjólar yfir þessa rosalegu brú? Guð minn almáttugur!!!! Hvar náðirðu í hjól? En samt, gaman að geta hjólað svona út um allar trissur, þótt það sé yfir Litlabeltisbrúna. Sætir karlarnir í hornaflokknum. Góða nótt lambið mitt, löngu kominn háttatími hjá mér; heyrumst.
mamma
Bergþóra Jónsdóttir, 2.10.2006 kl. 02:22
ATH: Það er hátt handrið á brúnni og það er hjólreiðastígur. Það er gert ráð fyrir hjólreiðafólki allsstaðar hérna. Ekki eins og í íslandi. Ég náði hjóli frá skólanum. En ég er samt að plana að fá mitt egið hjól.
Úlfhildur Flosadóttir, 2.10.2006 kl. 11:14
Hej min skat. Varðandi háu skápana, þá legg ég til að þú fáir þér háhælaða skó!! Ferlega gott að nota svoleiðis svona af og til. Gott að fá fréttir af þér og ég er að fíla þetta í botn hjá þér - hehe hmm Patsí Kleina? ég vil meina að Willie Nelson hafi samið lagið og sungið það sjálfur og gert það hrikalega frægt. Já, vonandi syngur Eva fyrir þig þann 10.okt. Ég ætla að senda þér með netpóst WillaTilla - æðislega flott lag hjá honum. Ó.
ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.