Hallojsa....Hej alle sammen

Dagurinn í dag var nokkuð spes dagur. Það eru komnir tveir nýjir strákar í skólan, báðir danskir og báðir í Media Design. Síðan erum við líka búin að skipta um skólastofu. Það eru svo mörg ónotuð herbergi í skólanum að Torben datt í hug því ekki að búa til nýtt tölvuherbergi fyrir media hópinn. Það er búið að vera að vinna í þessu herbergi síðustu 2 vikurnar en í dag var það tekið í notkun. Herbergið heitir Skálholt og auðvitað bera danirnir orðið á danskan hátt eins og nafnið á sjónvarpsherberginu (Tjaldur). Ég og Haraldur þurftum náttúrulega að fara að tala um Ísland enn einu sinni og fræða mannskapinn. Og segja frá því að Skálholt sé staður á Íslandi og allt það. Kennarinn hvað þá nemendurnir vissu þetta. Torben vissi þetta ekki heldur. Rosa erum við Íslendingarnir kúl að vita svona mikið ;) Í þessari viku og alveg þangað til við förum til Ítalíu í næstu viku verðum við í layouti í tímunum okkar. Lærum að setja myndir og texta saman á síðu og að hanna tímarit.

Yfir kvöldmatnum í kvöld var ég að tala við Kathrine og Trine um hvað tíminn er eitthvað svo lengi að líða hérna. Við erum alveg sammála um að sá rúmi mánuður sem við höfum verið hér virkar eins og hann hafi verið mun lengri. Okkur finnst við hafa verið hérna í skólanum í óratíma og að við höfum þekkst lengi líka. Málið er bara að maður kynnist fólki hérna. Maður er í skóla og er með fólki í tímum og síðan þegar ekki er kennsla þá er maður áfram með sama fólki. Maður sofnar, vaknar, borðar og gerir allt í sama húsi og allir í skólanum. Við erum hérna nánast alla klukkutíma sólarhringsins og þess vegna finnst manni maður hafa þekkt allt þetta fólk svo lengi. Síðan fórum við að tala um jólin og hvernig okkur mun líða þá. Síðan fórum við að tala um jólaundirbúning. Það er ekki ráð nema í tímann sé tekið. Kathrine langar til að það verði skipaðir hópar með kannski 4 manns og hver hópur sér um skreytingu á ákveðnum svæðum. Síðan bættist Astrid inn í umræðuna. Astrid og mig langar til að baka piparkökur fyrir jólin og skreyta. Mikið held ég það verði gaman í desember.

klukkan sjö á mánudagskvöldum er ég í dönsku og danskri menningu fyrir útlendinga. Við hittum Mikael við kaffi og te vagninn sem var á ganginum. Hann sagði að við þyrftum að vera í M-húsinu í kvöld. Þá hváði Haraldur og horfði niður á inniskóna sína. Þá sagði Mikael "þú ættir að gera rétt og vera í kúrekastígvélum eins og ég og Úlfhildur" og allir fóru að hlægja. Haraldur ætlaði að skjótast upp í herbergið sitt og fara í aðra skó og þeir sem reykja ætluðu að reykja áður en kennslustundin byrjaði. Ég ætlaði að skjótast upp í herbergið mitt og ná í stílabókina mína og penna, þó ég vissi að ég mundi ekki skrifa neitt. Þegar ég kom upp voru Eline og Giannina, eins og oft áður, að tala saman á ganginum, ég þaut inn í herbergi náði stílabókina og fór síðan út og lokaði og læsti. Þá spurðu stelpurnar mig hvert ég væri að fara. Ég sagði þeim að ég væri að fara í dönsku og danska menningu fyrir útlendinga, gerði það altaf á mánudagskvöldum. Þær spurðu mig hvað væri gert í þessum tímum, ég sagði að það væru bara mjög einfaldar setningar og stafrófið í dönsku hlutanum. Ég sagði þeim líka að ég vissi ekki beint hver tilgangurinn er fyrir mig að vera að læra stafrófið, eftir að hafa lært dönsku í næstum 7 ár og vera með stúdentspróf í dönsku að hafa lesið Karen Blixen og verið flóknum áfanga í texta og auglýsingagreiningu. (þetta samtal fram til þessa hafði farið farið fram á ensku en stelpurnar skiptu strax yfir í dönsku og sögðu"hér með tölum við altaf dönsku saman") Þær voru svo hneikslaðar að þær heimtuðu að fara með mér niður að tala við Mikael. Okey þær eltu mig út í M-hús. Þegar við komum þangað voru allir sestir og voru í þann veginn að hefja tímann. Mikael hafði bara lesið upp. Það var náttúrulega röskun á planinu útaf þessum gestum.  Stelpurnar hófu fyrirlestur fyrir Mikael og endurtóku allt sem ég hafði sagt við þær. Og það voru miklar umræður um viðveru okkar Íslendinganna í þessum tímum, á dönsku. Þannig að bara fimm manneskjur skildu um hvað var talað. Hinum útlendingunum fannst þetta bara fyndið. Síðan fóru Eline og Giannina aftur til baka og ég settist niður og Mikael útskýrði í stuttumáli fyrir hina hvað hafði gerst. Ég þakka stelpunum kærlega fyrir það er ekki hver sem er sem mundi nenna að fara og tala við einhvern kennara á þennan hátt. Ég held að það séu bara vinir sem gera það. Síðan hélt tíminn áfram. Hann var samt bara stuttur í kvöld eða til klukkan um átta. Eftir tíman var ég eitthvað að tala við Mikael, nú á dönsku. Og undruðum okkur á því afhverju við höfum ekki talað saman á dönsku frá því í byrjun. Fyrir mig er það einfalt í byrjun dvalar minnar hér skildi ég ekki bofs í því sem við mig var sagt á dösnku. En núna skil ég það mesta.

Ég er farið að nýta mér hugmynd móðursystur minnar og lota tvöfalda gluggan minn sem kæliskáp, það svín virkar. Súper. nema þegar sólin skýn en þá flæri ég bara það sem ég kæli bara í skuggan og það helst kalt.  Þetta er súper uppfinning hjá þér Ólöf. Mér hefði aldrei dottið í hug að gera þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hej med dig min lille söde surhaj. Gott hjá þeim að tala við kennarann, núna fer ég að gútera þetta nám...skil ekkert i því hvað allt fer fram á ensku. hélt að danskurinn vildi að fólk lærði málið þeirra. úlsí þetta er mjög danskt að taka af skarið eins og stelpurnar gerðu og tala við kennarann en auðvitað líka frábær vinskapur. ég hef auðvitað mínar skoðanir á dönum, sumt finnst mér gott og annað ekki eins gott, en þeir eru spes með þetta að passa rétt fólks til mismunandi hluta í lífinu. þú þarft örugglega ekki að bíða þar til í desember með að skreyta með piparkökum því danirnir fara sennilega að bóka fljótlega bakstursdag í eldhúsinu. þið verðið búin að baka áður en nóv. lýkur - vittu til! oh ég sakna dönsku gluggakæliskápanna minna, þetta er frábær kæliaðferð og batnar þegar danski veturinn skellur á. kærlig hilsen til alle dine venner ó.

ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband