3.10.2006 | 21:40
áfram Snoghøj
í morrgun vaknaði ég með þá hugmynd í höfðinu að spurja um plan fyrir Ítalíuferðina, en þegar ég fór í tíma komst ég að því að Media hópurinn á að hanna og setja upp bæklinga með planinu fyrir ferðina. Þannig að í dag var ég og allir hinir í hópnum að hanna bæklinga. og allir þessir bæklingar verða notaðir. Allir bæklingarnir eiga að vera tilbúnir og útprentaðir fyrir klukkan 10 á fimmtudaginn. Ég kláraði minn bækling í dag.
<>Eftir hádegi, klukkan 3 fór allur skólinn í ferð. Við heimsóktum annan lýðháskóla og sá heitir Brandbjerg. Það varu íþróttakeppnir. Hópurinn úr Snoghøj sem er í boltaíþróttum á miðvikudagsmorgnum átti að keppa í fótbolta, blaki og hokkíi ásam öðrum úr skólanum sem höfðu áhuga. Það var semsagt keppni á milli Brandbjerg og Snoghøj. Ég ásamt nokkrum öðrum stelpum vorum ekki að keppa. Við vorum bara alþjóðlegt stuðningslið og klappstýrur líka. í blakliðinu okkar voru bara stelpur og bara fjórar. Hitt liðið vildi fyrst ekki keppa því við vorum með einum færri leikmenn. En svo sættust þau á það. Í Brandbjerg liðinu voru 2 strákar og 3 stelpur. Við enduðum með að bursta þau þá við hefðum verið 1 færri.. Sama gerðist í hokkíinu við vorum miklu færri en unnum samt 6:3. En hinsvegar töpuðum við 6:8 í fótboltanum. Brandbjerg er stór skóli og getur tekið á móti 120 nemendum en er bara með 25 nemendur. Og ég held að skólastjórinn hafi verið hissa á hversu löng röðin var af Snoghøj nemendum þegar við gengum inn í skólann. Við vorum öll ánægð með að hafa valið Snoghøj. Jafnvel þó að Snoghøj sé ekki eins stór( Snoghøj er samt stór skóli og bygginging stór) og er lítur ekki út fyrir að eins nýlegur og flottur, þá er Snoghøj kósý og heimilislegur skóli með karakter. Og við stóðum okkur að því að telja upp þá hluti sem eru í Snoghøj og ekki í Brandbjerg og hvað er betra í Snoghøj en Brandbjerg. Þar voru kirkjan og ströndin hæst á listanum. Mér fannst Brandbjerg mjög kuldalegur skóli. Svona samskonar bygging og MH jafnvel eins brúnar flísar á gólfunum. Mér finnst þetta nú alveg í lagi fyrir venjulegan skóla, en ekki heimavistarskóla. Allaveganni mundi ég ekki vilja búa í svona skóla byggingu. Kathrine fannst skólinn vera spítalalegur með breiðum appelsínugulum handriðum meðfram sumum veggjunum. Svo allir Snoghøjingarnir eru hæst ánægðir með að hafa valið Snoghøj en ekki einhvern annan skóla. Við borðuðum lika kvöldmat þarna. Síðan eftir kvöldmat voru tónleikar. Það var blúsband frá Chicago. Þetta var samt ekki Chicago blús. Þetta var meira "western" og rokkaðara. En það var samt maður þarna sem gítarleikari, en hann er líka söngvari en ekki í þessari hljómsveit. Sá maður er sko blúsmaður. hann söng 2 löng. Hann var æði. Hinn aðal söngvarinn var ágætur en mér fannst hann ekki beint hafa blúsrödd. Þetta voru samt góðir tónleikar. og mikið fjör síðan nánast beint eftir tónleikana þá fórum við heim.Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hej med dig din smilende söde lille sportidiot. Auðvitað farið þið með stórsigur enda öflugra stuðningslið.
Æðislegt ítalíuplan - langar með. Bið að heilsa Silviu í Mantova eða Montecatini Terme sem er rétt hjá Pisa eða bara Susönnu vinkonu frá Pisa. Ég hef einmitt flatmagað á klettaströnd Pisa, sem var yndislegt. Forza Italia e buon viaggio cara mia. Áskrifandinn.
ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.