fimmtudags morgun

Það hefur ekkert mjög markvert gerst síðan á þriðjudaginn. Allaveganna ekki neitt sem ég man eftir þessa stundina. Í gær var miðvikudagur, ég var á verkstæðinu að mála myndina mína. Kathrine er líka þarna á miðvikudagsmorgnum. Hún sagði mér að hún hefði sýnt Haraldi myndina mína sem er frá Íslandi. Íslenskur bær með fjöllum í baksýn. Og hún sagði mér að Haraldi hefði fundist þetta mjög íslenskt. Í gær málaði ég fjöllin. Það hljómar frekar undarlega þegar ég hugsa um það að það hafi tekið mig frá klukkan níu til tólf að mála bara fjöll. En myndin er stór, þetta verður sko málverk. Síðan var ég ekki ánægð með litinn. Fjöllin voru allt of græn, þau þurftu að verða miklu blárri. En að lokum tókst mér að fá fullkominn fjalla lit á fjöllin mín.

Seinni partinn í gær fór ég svo í bæinn. Ég fór í ráðhúsið að láta skrásetja mig. Samnorræna flutnings vottorðið mitt var löngu komið og konan skrásetti mig bara á staðnum ekkert mál. Ég á semsagt ekki lengur heima á Íslandi. Og innan 14 daga fæ ég senda kennitölu. Mér finnst það vera svolítið skrítið að hugsa um það að fá aðra kennitölu frá einhverju öðru landi en mínu egin. En svona er það nú samt. Mér var líka skipaður heimilslæknir. Erik Østerballe heitir hann.  Hann er sá læknir sem sér um flest fólk á þessu svæði, ásamt nokkrum öðrum læknum.

Síðan í gærkvöldi var spænsku tími. Af einhverjum völdum vorum við bara tvær sem mættum. En það var bara fínt. Því ég og Fruzsi höfum báðar bakgrunn í spænsku. Hún er samt lengra komin en ég. hún hefur lært spænsku í 4 ár. Hún á samt í dálitlum erfiðleikum því öll fyrirmælin í kennslubókunum eru á dönsku. Ég sagði kennaranum að allar þær kennslubækur sem ég hef haft í öðrum tungumálum á Íslandi séu bara á því tungumáli sem er kennt í bókinni. Til dæmis eru öll fyrirmæli og útskýringar í frönsku bókinni minn á frönsku. Þetta þótti henni mjög merkilegt. Því það er erfiðara að læra ef allt er á tungmáli sem maður skilur ekki. En það er auðvitað svolítið undarlegt fyrir mig að vera að læra á dönsku. Mér finnst ég þurfa hugsa tvöfalt. Við lesum upp texta á spænsku og síðan eigum við að þýða. Orðskýringarnar eru allar á dönsku í bókinni og því væri einfaldara fyrir mig að þýða yfir á dönsku en ég þarf að þýða yfir á ensku. Ég þarf virkilega að brjóta heilann. En þetta er líka mjög góð æfing í dönsku. Því nú er ég að nota dönskuna á allt annan hátt en ég hef nokkurntíma þurft að gera.

Dagurinn í dag hefur bara verið mjög afslappaður. Flestir voru búnir með bæklinginn sinn. Þannig að við fáum bara að tölva og fara í kaffipásur nokkurnveginn eftir vild. Ég fór í búð í gær og keypti lýsi. Ég er nefnilega búin að læra hvað lýsi er á dönsku en ég komst að því að lýsi er bara til bragðbætt með sítrónubragði og ég verð eiginlega að segja að mér finnst bragðið af lýsi verra með sítrónubragði. Haraldur er mér sammála. Við morgunverðarborðið í dag voru það bara danirnir sem vissu um tilvist lýsis en þeim finnst það ógeðslegt en þegar þau spurðu mig og Harald um hvort okkur þætti það ekkert ógeðslegt, þá fannst okkur það ekki. Það var ekki íslendinga stoltið sem talaði. Mér hefur aldrei þótt neitt ógeðslegt við lýsi, það er bara lýsisbragð af því, svona bragðast lýsi. Ég útbjó líka hafragraut í dag. En hafragrautur lagaður í örbylgjuofni er bara ekki jafn góður og alvöru, og kemst hvergi nálægt þeim gæðaflokki og afagrauturinn er í. En ég held samt að ég láti mér þannan örbylgju graut nægja..

Ég sit núna í nýja Media herberginu og klukkan er um hálf 12. Helen var niðri en síðan þegar hún kom upp kom hún til mín að láta mig vita að kassin minn væri komin. Svo nú ætla ég niður að athuga og skoða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband