Ég er í Danmörku

<>Ekki margt hefur gerst síðustu daga hérna í skólanum. Á fimmtudaginn eftir hádegi fór ég í bæinn að versla nokkra hluta sem mig vantaði. Ég keypti sundbol og tösku. Mig vantaði einhverskonar tösku til að taka með til Ítalíu. Ég fór til Fredericia og í InterSport. Ég fékk þar sundbol frá spídó og töskuna sem mig vantaði. Ég hafði búið mig undir að borga nokkuð góða upphæð fyrir þetta. En það kom mér á óvart hversu lítið þetta kostaði mig. Ég fékk sundbolinn á 350 danskar krónur og töskuna á 250 krónur. Ég hafði búist við að sundbolur í intersport mundi kosta svona í kringum 500 krónur. Þannig að þetta var mjög gleðileg verslunarferð.

<>Á föstudaginn var húsfundur með mjög heitum umræðum. Þetta varð langur fundur. Það voru tungumálaörðuleikar innan skólans sem voru ræddir. Það hafði nefnilega á fimmtudaginn komið kona með fyrirlestur í CultureClub. Þetta var dönsk kona sem er búin að búa í Ítalíu í um 10 ár og vera fréttaritary fyrir eitthvað af stærstu dagblöðunum í Danmörku. Hún ætlaði að tala við okkur um ítalska pólítík og hvað hefur verið að gerast í Ítalíu upp á síðkastið. Nema hvað, þegar konan kom þá var hún ekki tilbúin til þess að tala ensku(allt sem er í CultureClub á að vera á ensku). Hún sagði að henni hefði ekki verið sagt að það væru nemendur í skólanum sem ekki væru dönskumælandi. Þannig að hún var með fyrirlesturinn á dönsku. Útlendingarnir skildu náttúrulega ekkert. Það voru samt örstuttar þýðingar inn á milli. En útlendungum leiddist. Ég er farin að skilja nokkurnveginn það mesta þegar það er töluð danska. En konan talaði svo hratt að ég skildi ekki bofs af því sem hún sagði. ég sat og hlustaði samt og af og til kom orð sem ég skildi, það var Berlusconi. það eina sem ég lærði af þessum fyrirlestri er að Berlusconi er ríkur maður. Allir voru frekar ósáttir með þetta. Ég hafði setið í langan tíma á fimmtudagskvöldið og rætt þessi mál við Kathrine, Trine og Claus og við vorum öll sammála um að þetta þyrfti að vera talað um á húsfundinu. Jæja aftur á húsfundinn...Það kom í ljós á húsfundinum að sumum dönunum fanst að allt ætti bara að vera á dönsku og sama sem ekkert á ensku. Torben fannst það fráleit hugmynd og hann afskrifaði hana med det samme. Jafnvel þó að þetta sé danskur skóli og við að við séum í Danmörku þá þurfa hlutir að vera á ensku hér fyrir alla þá sem skilja ekki dönsku.  Trine benti á það að á húsfundunum er oft eitthvað sagt á dösnku og fólk hlær síðan er þýtt yfir á ensku og þá er fyndna partinum slept því hann var kanski ekki aðalatriði og þetta leiðist útlendingum. Annað sem Trine benti líka á sem var mjög góður punktur að þessir fundir er eini staðurinn þar sem við erum öll sama og eigum að finnast við vera ein heild. Skólinn  er skiptur í tvennt danirnir og síðan útlendingarnir + Trine, Claus og Kathrine. Og þessir hópar blandast ekki og hafa lítil sem engin samskipti. Þess vegna eru húsfundarnir mikilvægir og mikilvægt að allt sé sagt á tungumáli sem allir skilja. Hún benti líka á að allir danirnir í þessu húsi skilja og geta talað ensku, þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Torben var þessu allveg sammála og tók þá ákvörðun á staðnum að hér eftir verður bara enska á húsfundum en ef það er eitthvað sem danirnir ekki skilja í enskunni þá skulu þeir rétta upp hönd og fá hjálp. Það hefur annars komið mér á óvart hvað dönsku kunnátta dana er af skornum skammti. Ég veit að ég er betri i ensku en jafnaldrar mínir á Íslandi en flestir nemendurnir hér eru eldri en ég og tala verri ensku en jafnaldrar mínir á Íslandi. Ég hélt að Danmörk væri líka ein af mest menntuðu þjóðunum. Þau eru greinilega ekki menntuð í ensku á sama hátt á íslendingar. Samt hefur mér fundist stundum ensku kunnátta íslendinga vera lítil. Ég meina næstum allir á Íslandi kunna ensku. Afi minn og amma tala bæði ensku og mun betri ensku en sumt fólk á mínum aldri hér. Það finnst mér svo skrítið. Ég velti fyrir mér er enska ekki jafn vinsæl í Danmörku og á Íslandi, eða er bara ekki eins mikil þörf fyrir ensku í Danmörku..

Hinsvegar er eitt sem ég hef tekið eftir. Það sem fólk hefur mestan áhuga á að læra í öðrum tungumálum eru blótsyrðin. Allir í skólanum kunna núna að blóta á pólsku/ungversku. Það er orð sem er víst notað í flestum austurevrópskumálunum. Það kurva, það þýðir víst hóra en er samt notað svona eins og andskotans eða djöfulsins. Haraldur hefur kennt nokkrum að blóta á íslensku og að segja djöfulsins og núna segir Astrid altaf djöfulsins. Ég tók eftir einu hjá mér um daginn, sem sýnir það að dankan mín er öll að koma og að ég er að verða vön danmörku. Við(media hópurinn) erum búin að fá nýja tölvustofu þar sem við höfum hvert "okkar" skrifborð með tölvu á. Ég kom þangað upp á þriðjudagsmorguninn, í tíma. Ég ætlaði að kveikja á tölvunni, ýtti á takkan og beið nokkra stund og undraði mig á afhverju ekkert gerðist síðan áttaði ég mig á því að tölvan var ekki sambandi, svipað hafði gerst daginn áður. Einhver hafði stolið fjöltenginu sem ég notaði í annað skipti. Ég var ansi pirruð, og hafði þörf fyrir að segja djöfulsins eða eitthvað samærilegt en það sem kom uppúr mér var Hvor fjenden! þetta kom mér á óvart að bara eitthvað svona danskt skildi koma bara sí svona. Kanski fer maður að verða betri í dönsku og að segja hluti bara óvart á dönsku en ekki á íslensu þegar maður er með lögheimili í Danmörku, ég veit það ekki.

Í dag er þvottadagur hjá mér, þvo þvott fyrir Ítalíu. Ég skrapp rétt snöggvast niður núna fyrir 5 mínútum til að taka þvottinn minn úr þvottavélinni og setja í þurrkarann. En þegar ég lokaði þurrkaranum og undibjó mig til að setja túkallinn minn í vélina þá fór hann af stað af sjálfusér. og síðan lágu 4 krónur í þurrkaranum líka. Einhver hefur gleymt að taka restina af peningnum sínum. en ég spara þá pening, 4 krónur spara ég. skil hinar tvær krónurnar efitir, held ég. Annars er ég bara í rólegheitum í dag með fæturna upp, ég fékk blörðu á fótinn á versta stað á ilinni og á versta tíma rétt fyrir Ítalíuferð. Það er sárt að ganga mikið í skóm, en samt betra í dag enn á föstudaginn. Ég er að vonast til þess að þetta jafni sig fyrir miðvikudag þó að ég hafi efasemdir um það.

Ég ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir núna og kanski eitt video úr skólanum ef það er hægt.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hej söde skvís
Nýr sundbolur og ný taska á dönskum útsöluprís!
Það er ekkert skrýtið að vandamál hafi komið upp varðandi tungumálamisskilning, ef konan hefur ekkert fengið að vita um erlenda nema í skólanum og að vanalega séu fyrirlestrar á ensku - hvad er meningen med det hele????? Svo er auðvitað ekki hægt að skipta allt í einu um tungumál...ég skil ekki alveg skipulagið í skólanum? en ég er sammála dönsku skvísunum um að námið ætti að vera á dönsku. Jeg anbefaler det til næste möde hos jer i skolen. Það er ekki hægt að breyta núna en væri mögulegt næsta haust. Mér finnst ekki nógu gott að skólinn skiptist í dani annarsvegar og útlendinga hinsvegar. Hvor er demokratiet? Enskan hefur í raun ekki mikið með menntun dana að gera heldur frekar legu Íslands á jarðkringlunni - við erum svo miðsvæðis milli Ameríku og Evrópu og það er okkar kostur. Við höfum svo lengi leitað í kosti beggja vegna hafsins. Þú verður líka að athuga að danir eru miklu betri í evróputungumálunum: þýsku, frönsku spænsku og hollensku svo ég nefni nokkur dæmi enda eru þessi lönd nálægar þeim en okkur!! Mikið er ég fegin að þú blótaðir undir borði við innstunguna!! for sören! - hvem har stjaalet forlængelsesledningen? Bíddu bara þar til þig fer að dreyma á dönsku!! Já, amma þín og afi eru ansi góð í tungumálum og þau mega vera hæstánægð með þá kunnáttu! bravó!!
ma cara mia - Ítalía...ertu að fara á morgun? ohh ég öfunda þig, það er svo góður matur þarna og fallegt og ÆÐISLEGT á haustin.
sá á fund sem finnur
áskrifandinn

ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 21:54

2 identicon

Já eða þegar þú heldur að danskan sé íslenska. Stundum þegar ég er á labbi útá götu og heyri talað í kringum mig þá finnst mér ég oft heyra íslensku, eitthvað kunnuglegt mál, en fatta svo að þetta er bara enskan. Þá er enskan komin inní eitthvað hólf í heilanum á mér sem gerir það að verkum að ég held að hún sé móðurmálið mitt. Ég fríkaði dáldið í fyrsta sinn sem þetta gerðist.

Ég verð að segja einsog Ólöf, ef fólk er að fara í nám í Danmörku er þá ekki meiningin að það læri dönskuna vel og að allt fari fram á dönsku. En kannski er fólk ekki þarna til þess.

Í þessum orðum er ég að borða hafragraut, úr örbylgjuofni. Já mér finnst hann bara góður og í raun hægt að hugsa um hann sem bara öðruvísi graut en afagraut. Afagrautur er auðvitað í sérflokki og stundum geri ég svoleiðis ef ég hef nógan tíma á morgnana. En örbylgjugrautinn laga ég alltaf með mjólk, semsagt set ekkert vatn heldur mjólk í staðinn og svo í örbylgjuna. Og svo er ég búin að taka lýsið auðvitað líka, og það skal ég segja þér ljúfan litla að ég man svo vel eftir því þegar afi var að byrja að gefa þér lýsi og þú varst ekki nema þriggja eða fjögurra ára og þú hreinlega smjattaðir á lýsinu, því þér fannst það bara svona gott. Við töntur þínar horfðum á þetta og ætluðum ekki að trúa okkar eigin augum en afi var auðvitað mjög stoltur af Úlfhildi sinni. Ég hef aldrei verið hrifin af lýsisbragði í munninum allan liðlangan daginn, ojjjjjjj, og tek því bara lýsisperlur í staðinn.

knús

ímsí

Ímsílíms (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 13:54

3 identicon

Það er satt sem Íma segir um tungumálið...ég uppgötvaði einmitt á Strikinu í köben hvað finnska í fjarska er FJARSKAlík íslensku...en ég á skemmtilega minningu frá DK sem ég ætla að deila með ykkur. Það gerðist oftar en 1 x og oftar en 30 x að ég blaðraði heilan helling á íslensku við strákana mína Anders og Martin. Oft var þetta snemma að morgni en þó alls ekki í öll skiptin. Þeir urðu auðvitað gapandi hissa í hvert skipti sem ég byrjaði þessi undarlegu samtöl sem mér fundust svo eðlilegt og þetta vakti ávallt MIKINN HLÁTUR. Strákarnir voru nú svo skemmtilegir að þeir svöruðu ávallt á bullmáli sem þeir reyndu að líkja sem mest við íslenskan framburð. Þá fyrst áttaði ég mig á því að ég bjó með svía og dana og að þeir skildu ekkert hvað ég var að segja. hehehehe

ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband