10.10.2006 | 21:55
Hefurðu séð brúna?
það er rétt ég er að fara til Ítalíu á morgun. Ég trúi því varla að eftir nokkra daga þá verði ég að skoða skakkaturninn og bursla í ítölskum sjó. Ég hlakka mjög til og ég ætla sko að taka myndir.
Gærdagurinn og dagurinn í dag fóru allir í tímaritið okkar. Ég skil núna betur hvað á sér stað á Mogganum á hverjum degi. Í gær var blaðamennsku kennarinn hjá okkur aftur. Verkum var skipt niður. Í gær var ég í aðalritsjórninni með kennaranum,Rie og Evu. Við þurftum að ákveða hversu margar síður blaðið ætti að vera og velja síðan hvaða greinar eiga að vera í tímaritinu. Eftir það þurftum við svo að ákveða hvar í tímaritinu hver grein ætti að vera. Við teiknum þetta allt upp á blað til að hafa skipulag á hlutunum. Svoleiðis teikning heitir víst domi eða eitthvað sem hljómar þannig. Siðan voru þrír ungverjar að hanna og setja upp forsíðuna og baksíðuna. Og aðrir að setja greinarnar sínar upp á síðu. Í gær upgötvaðist líka eitt, aðal kennarinn okkar, Tanja, getur bara verið á einum stað í einu! Dagurinn í dag var svo svipaður, nema við vorum bara að setja upp allar greinarnar inn á síðurnar. Það er einfalt verk en það getur verið hryllilega flókið stundum, sérstaklega þegar mann vantar pláss eða hefur of mikið pláss. Ég hef lært að hver einasti millímetri á síðu í tímariti er dýrmætur! Það voru allir að vinna á fullu í dag, reynandi að fynna lausnir á vandamálum tengdum plássi. Það var oftast bara ekki nógu mikið pláss og þá þurfti annað hvort að stytta einhverjar greinar( nokkuð sem greinahöfundarnir voru mjög tregir til að gera) eða að þrengja og þjappa. Síðan í morgun allt í einu þegar all var á fullu og vandamál varðandi pláss voru strax komin á sjónarsviðið þá fór rafmagnið. Það var sko "Hvor Fjenden!!!" móment. og það sem fór mest í taugarnar á okkur fyrir utan það að rafmagnið skuli hafa farið af var að það fór bara af í hluta skólans, bara í einni álmu og það var álman sem við vorum í. Það voru um leið 3 menn komnir í það að fynna rót vandans og fá rafmagnið aftur á. Ég hafði of mikið pláss við eina af greinunum mínum og vantaði mynd. Nema það er ekki beint auðvelt að fynna mynd sem passar við efni greinarinnar. Efnið var útlendingar í Danmörku. En síðan fékk ég hugmynd. Ég hugsaði um hvað það er sem ég sé fyrir mér þegar ég hugsa um Danmörku. Ég sé fyrir mér morgunmat úti í garði á laugars eða sunnudagsmorgni, þar sem danski fáninn blaktir við hún. Þannig að ég ákvað að nýta mér rafmagnsleysið inni og fara út og fynna hús þar sem danski fánin blaktir við hún og taka svo mynd af því. Og það gerði ég. Þurfti reyndar að ganga nokkurn spöl í leit að húsi með fána. En fann svo hinn fínasta fána og hús með. Og þegar ég kom inn aftur þá var rafmagnið komið á aftur og þá var unnið fram að hádegi og síðan unnið frameftir eða til klukkan 4 seinnipartinn...
Eitt fyndið gerðist í tíma í dag. Eva hún reykir, hún var úti á svölum að reykja, það eru svalir í nýja tölvuherberginu okkar. Síðan eftir það kom hún inn og spurði "Hefurðu séð brúna?" Allir viðstaddir fóru að hlægja. Það er nefnilega ekki hægt að komast hjá því að sjá þessa brú trilljón sinnum á dag og heyra í henni á 15 mínútna fresti eða eitthvað svoleiðis. Ég skildi hvað hún átti við. Það hafa nefnilega verið viðgerðir á brúnni upp á síðkastið og það er búið að vera vinnu tjald. en þarna í dag var búið að taka tjaldið niður og það var það sem Eva átti við þegar hún spurði þessarar spurningar. Spurningin bara hljómaði hálf kjánalega..
Eftir hádegismatinn var svo húsfundur. Torben er yfirleitt með langan lista af skilaboðum sem hann vill koma á framfæri á fundunum. En í dag byrjaði hann á því að tilkynna að hann hefði bara ein skilaboð. Skilaboðin voru sú, að taka með sundföt. og það var allt sem hann hafði að segja. Hann sagði "Bring swim clothes." Það var líka margt annað rætt á fundinum. Það er alltaf eitthvað sem liggur á hjörtum fólks. Rikke, kennari, hún hafði nokkur atriði að segja. Henni fynnst frábært hvað þessi hópur er svo mikið eins og heima hjá sér í skólanum. En henni fynnst það kannski vera einum of. Fólk fer með tebollana upp í herbergin sín og í önnur herbergi og gleymir að fara með þá aftur í eldhúsið, sem gerir það að verkuð að það vantar bolla. Annað sem hún skilur ekki er afhverju hnífar hverfa. Hún vildi bara ítreka að þegar við tökum hluti, ekki bara úr eldhúsinu, að setja þá aftur á sinn stað þegar við erum búin að nota þá. Þegar hún sagði það þá hafði ég þörf fyrir að tjá mig. Þannig er mál með vexti að á mánudögum og fimmtudögum eigum við að þrífa. Allir gangarnir eru með skáp með moppu, kústum og hreinsilögum og þannig löguðu nema minn gangur. Minn gangur hefur bara 3 íbúa og er smæsti gangurinn í skólanum.Við þurfum þess vegna að fá allt svona lánað annarstaðar frá. Nema hvað það eiga líka að ver ryksugur í þessum skápum. Bara oft þá er bara ein ryksuga(af 3). Ein ryksuga bara dugar ekki. Við hérna uppi fáum ap fynna mest fyrir því. Við höfum þurft að bíða þangan til eftir tíma seinni partin með þrifin okkar því við náum ekki að ryksuga á þessum klukkutíma, því stóru gangarnir eru þá að ryksuga. Nema ég uppgötvaði eitt, að ef ég flýti mér að borða á mánudögum og fimmtudögum þá get ég náð í ryksugu á undan stóru göngunum og unnið mitt 5 mínútna verk og haft gott hádegishlé í aflsappelsi eða til að gera eitthvað annað. Stelpurnar,Giannina og Eline uppgötvuðu þessa uppgötvun hjá mér síðasta fimmtudag. Þetta var bara svona stund sem við erum allar með dyrnar okkar opnar( þar er oft þannig hjá okkur.) og Eline kom að dyrunum mínum og spurði hvort ég ætlaði að ryksuga, ég sagist vera búin að ryksuga, henni fannst það eitthvað skrítið, hvenær ég hefði gert það spurði hún mig, þá kom Giannina að. Ég útskýrði þessa uppgötvun mína fyrir þeim og þeim fannst ég vera genie fyrir að hafa fundið lausn á vanda okkar. Við höfum reyndar fengið sérstakt leyfi frá Rikke til að þrífa frekar þegar okkur hentar. Við nýtum það óspart fyrir baðherbergið en við þrífum oftast ganginn og tröppurnar á réttum tima. En aftur á húsfundinn...Jafnvel þó að ég hafi fundið lausn á vandanum fyrir okkur, þá fer það samt í tuagarnar á mér að ryksugurnar skuli hverfa. Ég hef gjarnan fundið ryksugur lyggjandi á gólfinu á ganginum sem sjaldan þrífur.(sá gangur er hinumegin við stigann okkar.) Það eru einhverjir sem nota ryksugur og setja þær ekki á rétta staði eftir notkun og það er böggandi.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvís - eða á ég að segja fjölmiðlakona?
Gaman að lesa þetta. Hvernig er það, notið þið ekki forrit til að raða síðunum upp? Er þetta allt handteiknað? Heitir það ekki dummy, það sem þú varst að lýsa?
Og ofboðslega hlakka ég til að heyra frá Ítalíuferðinni, og því hvernig þessir skólar eru sem þið skoðið. Auðvitað hlakka ég líka til að fá fréttir af strandlifnaðinum í Toscana.
Knús og kreist og góða ferð, elsku besta stelpan mín,
mamma
Bergþóra Jónsdóttir, 11.10.2006 kl. 15:59
Það hefur verið einhver Dani sem bar fram "dummy" einsog "domi", með smá kokhljóði með örugglega, hí hí, en nú skal ég hætta að gera grín að þeim blessðuðum.
Góða ferð til Ítalíu, you can´t go wrong with Italy, það er nú bara þannig.
í
ímsílíms (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 18:25
Æ hvað Íma er fyndin - en það er hugsanlegt að "domi"daninn finnist og þá er hægt að leiðrétta framburðinn hjá honum. Sjálfri finnst mér fyndið að heyra Anders tala ensku og get rétt ímyndað mér hvað það hefur verið hræðilegt að heyra mig tala enskuna nýkomna frá dönunum! Svo er reyndar rétt hjá henni Íms: you can´t go wrong with Italy. Það verður mjög spennó að frétta af ykkur. sjúklegur árstími í landi elskendanna - verst að ég flutti aftur heim!
Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.