21.10.2006 | 14:20
Snoghøj er orðið heim.
Lokisins kemur ítalíubloggið
Það byrjaði á miðvikudaginn. Við settumst upp í rútu og keyrðum suður til Lübeck. En sá akstur tekur um 4 klukkutíma. Við stoppuðum tvisvar til að fara á klósett. Ég borgaði 50 evru sent en sú klósettferð var til þessa eins að hræða úr mér líftóruna. En hvað um það við héldum til Lübeck. og á flugvellinum þar tók við bið í um 3 klukkutíma klukkutíma. flugið okkar var klukkan 9. Flugvöllurinn í Lübeck er ekki mikið stærri en Reykjavíkurflugvöllur og það er engin kaffitería eftir að maður hefur farið í check-in. Þegar við vorum að bíða í röð til að komast inn é vélina þá hengu skilti úr loftinu um hernig ætti að raða upp í raðir. Númer 1-90 og síðan 91 og uppúr. Nema hvað við stóðum þarna og biðum. Ég var eitthvað að tala við Kathrine og við fórum að tala um þessi skilti. Á einu skiltinu var mynd af konu sem leiddi barn, þetta var fyrir eina röðina og síðan fyrir hinar tvær raðirnar voru myndir af körlum. Hún sagði síðan. Hvernig er það, geta karlar ekki ferðast með börnin sín á þessum flugvelli og geta konur ekki ferðast án þess að vera með barn með sér. Mér fanst þetta ansi góður punktur. Á flugvellinum vildi allir fá að skoða myndirnar í vegabréfum hinna. Öllum fannst íslesnku vegabréfin rosalega flott. Blátt með mynd skjaldarmerkinu framan á og svo á fyrstu opninni mynd og texti á forn íslenski og síðan litmynd af skjaldarmerkinu. Þeim fanst útlitið á íslensku vegabréfunum vera mjög tískuleg. Ég verð að segja að ég er mér ánægð með útlitið á ísleskum vegabréfum en allir hinir voru með frekar ómerkileg vegabréf eða allaveganna ekki eins spes. Flest vegabréfin eru rauð og forsíðan ekkert spes því þau eru gefin út í Evrópusambandinu. Það stendur bara Europian Union og síðan nafnið á landinu. Nema Pólverjarnir þeir hafa heimtað að vera með blá vegabréf því vegabréfin í Rússlandi eru rauð. Ungverjarnir eru líka með blá vegabréf og ég kann að segja vegabréf á ungversku Utlével(skrifað svona). Ég er búin að sjá kínverskt,japanskt, nepalskt og trykneskt vegabréf. Það var merkilegt að sjá það. Við flugum síðan til Bergamo þetta flug er stutt það tekur 1 klukkutíma og 40 mínútur. Þegar við vorum lent og allir búnir að fá farangurinn sinn þá settumst við aftur upp í rútu. Klukkan var þá að ganga tólf. Allir voru hryllega svangir þanig að það var Torben var spurðum um hvort ekki væri hægt að stoppa einhversstaðar svo fólk gæti borðað. Það var ekkert mál. Um miðnætti stoppuðum við í einskonar vegasjoppu. Svona svipuðum stað og Hyrnan í Borgarnesi.. Siðan var keyrt í um 4 klukkutíma til Castiglioncello. Castiglioncello er lítill bær í Toscana, og er alveg við sjóinn. Á hótelinu beið aðal hótelkonan,lítil gömul kona, eftir okkur. Það þurftu að vera 2-3 smaman í herbergi. Ég ætlaði að vera með Eline og Gianninu í herbergi en það var ekki nóg af 3 manna herbergjum þannig að þær voru saman í herbergi og ég var í herbergi með Fruszi. Flestir fóru að sofa um leið enda allir þreyttir, klukkan líka um 4.
Næsta dag höfðum við bara frí til að gera hvað sem er og slappa af. Dagurinn byrjaði með morgunmat klukkan 10. Góður morgunmatur. Brauð, ávekstir, æðislegt ítalskt kaffi, og ferskur blóðappelsínu safi. Ég fór bara á ströndina fór í sjóinn og slappaði af. Það er augljóst að Torben skipulagði ferðina með það í huga að koma í veg fyrir drykkjuskap. Morgunmatur klukkan 8 og síðan farið af stað út klukkan 9, stundvíslega. En það að þurfa að vakna snemma stöðvar ekki alla. Það voru nokkrir aðilar sem voru farnir að drekka ekki löngu eftir hádegi. Torben var allan eftirmiðdaginn á eftir þeim segjandi við þetta fólk"Það er fint að þið skemmtið ykkur vel, og ég er ánægður með það. En þið þurfið að vakna snemma á morgun. Svo ekki vera með með neitt svaka partí kvöld og drekka of mikið, ókey." Þessar ræður hjá honum virkuðu ekki beint á þetta fólk. Því það vaknaði með hausverk daginn eftir og átti bágt í rútunni. Þennan eftirmiðdag fór ég hinsvegar í bæinn og fékk þar strærsta ís sem ég hef nokkurntíma fengið. ég er viss um að þetta var meira en hálfur lítri.
Nú á föstudaginn keyrðum við efst upp í fjall í bæ sem heitir Volterra. Volterra er einskonar virkiskastali. Við löbbuðum um bæinn með leiðsögukonu sem sagði okkur frá öllu. Síðan fengum við að gera hvað sem er. Ég lenti í smá vandræðum þegar við ætluðum að skoða dómkirkjuna en maður má ekki fara með berar axlir inn í kirkjuna. En það var stelpa sem lánaði mér peysuna sína. Kirkjan var hreint æði. Það voru myndir af alskonar dýrðlingum úr gulli í loftinu og svaka málverk á veggjunum.
á laugardaginn fórum við til Populoniu, en það er líka lítill bær upp í fjalli. í Populonia er lítill kastali sem við skoðuðum.Það var hægt að fara upp í kastalann og út á þak og síðan fara upp á kastala veggina sem standa í kirngum kastalann. Seinni partinn fórum við síðan í sund. Það stóð i prógraminu okkar heitar uppsprettur. Ég hélt að við mundum fara í einhvern hver eða eitthvað svona svipað og bláalónið. En nei.... Þegar við komum þangað og sáum hvað var þá sögðum ég og Haraldur, og er þetta það? Þetta var venjuleg sundlaug. Hituð upp með heitu vatni úr jörðinni eins og sundlaugar á Íslandi. Þannig að þetta var ekki það merkilegt verð ég að segja fyrir mig. En öllum hinum fanst þetta merkilegt. sundlaug utandyra með heitu vatni..
Á sunnudaginn vöknuðum við og pökkuðum saman dótinu okkar, borðum morgunmat og checkuðum okkur síðan út af hótelinu. Við stigum enn aftur upp í rútuna og keyrðum til Pisa. Vorum í Pisa fyrri part dags. Skoðuðum turninn. hann er ennþá skakkur, við reyndum að ýta honum en það gekk eitthvað brösulega. Skakki turninn er sam einhvernveginn minni en ég hafði búist við. Það var fullt af túristum í Pisa, en samt gaman. Í nærliggjandi götum var fólk með bása að selja eitt og annað sem gaman var að skoða. Síðan eftirhádegi fórum við aftur í rútuna og keyrðum í um 3-4 tíma til Mílanó og komum þangað á milli klukkan 5 og 6. Við skiluðum líka Torben á flugvöllinn. En bílstjórinn okkar var ekki viss um hvar hótelið okkar var. Það er að segja hann var ekki sammála Önnu, sögnkennaranum í skólanum, sem var líka þarna. Þannig að við vorum í svona hálftíma í rútunni bara að bíða þangað til bílstjórinn gæti farið með okkur á leiðarenda. Þegar á hótelið var komið, kom nokkuð í ljós. Það vantaði pláss fyrir einn strák til aðsofa. og það var mikið vesen. En á endanum var búið til pláss, þannig að það reddaðist á endanum. Ég var í herbergi 3 öðrum. 4 rúm í einu herbergi sem er ekki hægt að segja að sé stórt. En við vorum með klósett og sturtu. Það var samt fínt að vera 4 saman í herbergi ég var með Evu, Helen og Fruzsi.. Síðan eftir að allir voru búnir að fá herbergi þá var kominn timi til að borða. Torben hafði látið okkur fá 60 evrur í byrjun ferðarinnar. Tekið alla 50 evru seðlana sem til voru í bankanum í Fredericia. Fyrir þennan pening áttum við að kaupa eitthvað til að borða í hádeginu og líka á kvöldin í Mílanó. Flestir fóru á veitingastað þetta kvöld og borguðu um 12-15 evrur fyrir máltíðina. Á meðan ég, Helen, Eva, Claus, Fruzsi og Ramesh fórum á stað sem var ekki eins fínn en var með rosalega góðar pizzur og við borgum 6 evrur. fyrir 12 tommu pizzu og gos. Við fórum síðan bara snemma að sofa. Mikael kom síðan seint þetta kvöld til að vera með okkur, því hann hafði skipulagt seinni part ferðarinnar.
Á mánudaginn tókum við neðanjarðarlestina út í úthverfi til að skoða Scoula Politecnica di Design. Það er víst einn af aðal hönnunar skólunum í Ítalíu. Það var mjög athygglisvert að skoða þennan skóla. Það er hægt að læra bílahönnun, grafíska hönnun og vef-hönnun og innanhús hönnun. upp um alla veggi í þessum skóla eru hin og þessi lokaverkefni eftir nemendur og allt í einu á einum veggnum var verk sem var með íslenskum texta. Mér og Haraldi fannst þetta nú ansi merkilegt og spurðum þá konuna sem sýndi okkur skólan um hvort það hefði verið íslenskur nemandi. og hún savaraði því játandi, Það hafa verið íslendingar. um 60% nemenda í skólanum eru útlendingar. Kennslan fer fram á ítölsku, en allir kennararnir tala ensku. Fyr er útlendingana eru líka ítölsku tímar allan tímann og ítölsku tímarnir byrja mánuði áður en kenska hefst... Seinni partinn fórum við síðan afur niður í bæ og skoðuðum Scala óperuhúsið. Það fannst mér flott. Við fórum ekki niður í salinn sjálfan en við fórum á svalirnar. Það eru svona litlar prívat svalir eins og ég hef séð í bíómyndum og i sjónvarpinu. Allt kónafólkið og merkilega fólkið sytur á svona prívat svölum. Mér fannst það fyndið að sjá langan gang fullan af dyrum bara öðrumegin. Það voru dyrnar inn á allar svallirnar. Það er líka safn í skala óperunni sem við skoðuðum. En það sem eftir var dags var verslað í bænum þangað til klukkan sex þá var kominn tími til að hittast og ákveða hvar við ættum að borða. Það var aftur mismunandi skoðanir. Flestir fóru samt á AutoGrill. ódýr matur þar. Í hvert skipti sem við stoppuðum til að borða eða til að fara á klósett þegar við vorum í rútunni í Ítalíu þá stoppuðum við á AutoGrill. um kvöldið var ég svo þreytt að ég fór snemma að sofa. Ég og Helen vorum bara tvær á herberginu að tala saman og horfa á Will Smith tala ítölsku í sjónvarpinu á meðan Eva og Fruzsi fóru eitthvað.
Á þriðjudaginn fórum við á á málverka safn með gömlum málverkum Ég held að þetta safn sé stærra en flest samskonar söfn í Reykjavík til samans. Við vorum þarna allan fyrri partinn að skoða málverkin. Ég skoðaði í hvern einasta sal og hver einast málverk. ég held ég hafi séð nóg af málverkum með fljúgandi englabörnum fyrir næsta árið eða lengur. En þetta var samt mjög gott safn og gaman að skoða. Siðan seinni partinn fórum við niður í bæ að skoða dómkirkjuna. Hún var æði risastór. Málverk á veggjunum og myndir af dýrðlingum í loftinu úr gulli. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera í messu í þessari kirkju. Við fórum síðan upp á þakið á kirkjunni. Við löbbuðum alla leiðina upp. En þegar upp var komið þá var það svo æðislegt ég sat þarna á þakinu sleikti sólina og naut geggjaðs útsýnis í um tvo tíma held ég. Ég væri sko tilbúin til að borga 4 evrur á dag til að fara þarna upp. Síðan neiddist ég til þess að fara niður. Ég skoðaði síðan bara ein í búðir í um einn og hálfan tíma og þá var klukkan orðin sex og kominn tími til að hitta hópinn aftur og ákveða hvernig kvöldmat skildi vera háttað. Flestir vildu fara aftur á staðin sem þau fóru á fyrst kvöldið þannig og fóru þangað en restin fór aftur á AutoGrillið og borðuðu góðan mat þar, ég var í þeim hópi. Við tókum síðan lestina til baka á hótelið
Á miðvikudaginn checkuðum við okkur út af hótelinu klukkan 10 og fórum niður í bæ, á aðallestarstöðina og geymdum farangurinn okkar í farangursgeymslum þar. Við fórum síðan bara að skoða í búðir þangað til klukkan 2 en þá stigum við upp í rútuna og fórum á flugvöllinn. Biðum í fjóra klukkutíma á flugvellinum en þeir voru samt nokkuð fljótir að líða. Við fórum í flugið og síðan þegar við lentum í Lübeck gerðist það sama og gerðist í hvert skipti sem var stoppað til að fara á klósett þegar við vorum í rútunni. Stelpurnar flykkjast á klósettið og eru í röð. í komusalnum í Lübeck eru 2 kvennaklósett og 1 karlaklósett en röðin var svo löng að Giannina gat ekki beðið lengur og fór á karlaklósettið.Við settums síðan enn og aftur upp í rútu og keyrðum af stað til Snoghøj. Við stoppuðum einu sinni á leiðinni það var um miðnætti þegar við vorum búin að keyra í um 2 tíma. Staðurinn er í Þýskalandi og heitir Hutner Bergen eða eitthvað þannig. Við stoppuðum til að borða.. Það voru sumir sem voru stumrandi yfir verðlistunum og matseðlinu, því það var bara á þýsku en Giannina var svo góð að hjálpa þeim sem skildu ekki orð af því sem stóð. Þegar við vorum komin til Snoghøj þá vöknuðu allir því allir voru svo glaðir að vera loksins komin heim..... heim... Snoghøj er orðið heim fyrir alla.
Ég er með fullt af myndum úr ferðinni og sumar þeirra eru hér í albúmi en ég get ekki bætt við fleiri myndum því sem ég þennan link hérna. Á þessum link er að fynna allar ítalíumyndirnar.
http://s129.photobucket.com/albums/p236/ulfhildur_2006/Italia/
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æði!!
Rosalega á ég margt spennandi eftir í lífinu - eins og að koma til Ítalíu. Og upp á þetta dómkirkjuþak skal ég, hvað sem það kostar.
Frábær ferðasaga,
mamms
Bergþóra Jónsdóttir, 21.10.2006 kl. 15:09
Ciao bella.
Oohhhhhh hvað ég samgleðst þér að hafa verið í þessu yndislega landi. Frábær frásögn af ferðinni og æðislegar myndir.
Áskrifandinn.
ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 20:56
Hæ Úllan mín.
Gaman að lesa ferðasöguna. Ítalía er æði! Spurðu bara okkur Þóri og mamma þín á eftir ýmislegt spennandi í lífinu. Þið ættuð bara að fara saman í Ítalíuferð ..og taka Ólsu með ykkur... ást, Sigga
Sigga (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.