Sidste nyt

<>Ég hef ekkert skrifað í langan tíma.  Ég bara hef einhvernveginn haft svo mikið að gera. Jeg har haft travlt. Við höfum verið að læra hluti í skólanum sem taka tíma. Og ég hef þurft að æfa mig á kvöldin. Við erum búin að vera í vefsíðugerð en í þessari viku höfum við verið að vinna í forriti sem heitir Flash, í því getur maður búið til alskonar hreyfimyndir. Á þriðjudaginn og í dag vorum við að gera einskonar tölvuleik. Við áttum að teikna hetju og skrímsli í tölvunni. Hetjan er auðvitað góði karlinn í leiknum og skrímslið vondi karlinn. Skrímslið mitt bara lítur ekkert út eins og skrímsli. Það lítur meira út eins og Barbasnjall.  En hvað um það í dag vorum við að vinna í forritinu og vorum að láta allt fara af stað og hreyfast á skjánum.<> Skólatölvurnar eru auðvitað með lyklaborðum sem eru stilt á að vera á dönsku. Allir útlendingar stilla náttúrulega yfir á sín tungumál ég þar á meðal. Ég er oftast með Íslensku á því fingurnir mínir rata nákvæmlega á alla stafin á tákn sem ég þarf að nota. En tákn t.d. á dönskum lyklaborðum eru á öðrum stöðum sem fingurnir mínar rata ekki jafn auðveldlega á. Nema eitt undarlegt hefur gerst. Ég er orðin vön því að nota dönsku stillingarnar ég tek eftir því með ATT merkið. ég er búin að vera í skólatölvu og fer síðan í mína tölvu og reyni að gera att merki en ekkert gerist, þá er heilinn minn stiltur á að hugsa um dansk lyklaborð. 

<><>Föstudagurinn fyrir viku var  merkisdagur í Snoghøj. Tímaritið sem við höfum verið að vinna að síðan í haust kom út. Blaðið heitir Turmix. Turmix er ungverskt orð og þýðir blandari. Allir voru rosalega glaðir að fá að sjá. Við  á media línunni vorum held ég minnst spent. Við erum búin að vera með hugan við þetta blað frá upphafi. Síðan um kvöldið var frumsýning á bíómyndinni Heaven Can Wait a While. Þetta var gala frumsýning. Allar dömur þurftu að vera í kjól eða pilsi, allir í sínu fínasta pússi. Ég og útlensku stelpurnar vorum allar alla vikuna "Hefurðu fundið út í hverju þú ætlar að vera?" Það var smá vandamál við erum fæstar með okkar fínasta púss með okkur hér. Við getum bara farið með 20 kíló í ferðatöskunum okkar og þurftum að skilja svo margt eftir heima. Á meðan allar dönsku stelpurnar eru með alla sína skó og síðkjóla. En hvað um það. Það var forpartý fyrir leikarana og crew-ið með Torben hálftíma fyrir frumsýninguna. Leikararnir mættu á svæðið í limmósínu. Síðan var gengið inn í salinn. "Foredragsalen"orð sem Haraldur á erfitt með að segja, og Rasmus finnst fyndið að heyra Harald reyna. Ég get sagt "foredragsalen". Inn í salnum var búið að taka frá sæti í fremstu röðinnu fyrir leikarana og fyrir VIP í annari röð ég sat þar. Síðan var myndin sett af stað. 26 mínótnalöng mynd... Nafnið mitt er í skrollinu Producer&#39;s Assistant. Evu frá Ungverjalandi fann svo til fyrir mína hönd því Torben hafði ekki sett kommu á Ú-ið og kommu á ó-ið í nafninu mínu. Fyrir mér er það nú ekki það mikið mál. Henni fannst þetta bara svo ranglátt.

Síðan hafa verið önnur mál í hugum Snoghøjinga. Fólk að skipta sér af því sem því kemur ekki við. Giannina,sem býr í sama gangi og ég, hefur átt erfitt upp á síðkastið. Fólk stöðugt blaðrandi um hana. Alskonar orðrómar, aðallega einn. Sem er reyndar sannur. Það er eitthvað á milli hennar og leiklistarkennarans. það er það sem fólk er að tala um.  Það eru ekki allir sem eru vissir og eru þessvegna blaðrandi um það. Málið er reyndar flóknara líka. Leiklistarkennarinn er skilinn að borði og sæng við konununa sína sem er líka kennari í skólanum. Málið er samt held ég að leysast. Fyrst þá var það sem Giannina sagði um það sem hafði gerst á milli hennar og leiklistarkennars, að ekkert hefði gerst, kennirinn hafði ekki tjáð sig um málið. Síðan fór allt í klessu. En núna er allt betra, Giannina og kennarinn eru á sama máli núna, þau eru par. Þetta er bara viðkvæmt mál, sem mér finnst að fólk eigi ekki að vera að skipta sér af. og nú er ég hætt að tjá mig um málið. Ég skil ekki hvað fólk getur endalaust talað um þetta. Nú, kona myndlistarkennarans lenti í slysi á Miðvikudaginn. Það var svo mikið rok, það fauk upp hurð í andlitið á konununni og kennarinn,Erik þurfti að fara úr tíma til að sækja konuna og keyra hana í slysavarðstofuna.

<>Ég hef líka fengið að heyra skoðanir fólks á hvalveiðum og hneikslan fólks á því að Íslendingar séu að veiða hvali núna. Fólk er líka að uppgötva þjóðerni mitt og Haralds. Við erum Íslendingar. Fólk er farið að tala um okkur sem Víkingana. Fólk hefur tekið eftir því að við borðum nánast hvað sem er. og fúlsum ekki við lýsi. fólk heldur að það sé tengt því að við erum Íslendingar. Eins og það sé ekki matvant fólk á Íslandi. Fólk er líka altaf að segja að þegar það hafi lesið bækur eða biómyndir um norrænu guðina eða um víkingana þá hafi karlarnir litið nákvæmlega eins út og Haraldur. Stór og sterkur. Fólki finnst ég líka vera sterk. Ég get tekið upp stóran bakka með uppröðuðum diskum eftir máltíð og haldið á honum ein inn í eldhús úr borðstofunni og ekkert mál. Ein ungverska stelpan gapti þegar hún sá mig gera þetta. Það var líka fyrir mánuði eða meira síðan Giannina hafði fengið marga kassa með restinni af dótinu sínu frá Kína og það voru nokkrir kassar sem hún réð ekki við. Ég hélt á kassanum og bar hann upp á 3 hæð, það var ekki mikið mál. Eitt gerðist um daginn það var rigning og ég ætlaði út í göngutúr, Þegar ég var við dyrnar stoppaði ein af dönsku stelpunum mig og spurði mig hvort ég ætlaði virkilega út í rigninguna. Þetta var bara smá rigning, fíngerð nánast bara úði. Ég svaraði játandi þá sagði hún aftur "en það er rigning" Ég hugsaði inn í mér, en ég sagði það ekki, "Já só, hvað með það? Hvenær hefur smá rigning stöðvað Íslending frá því að fara út úr húsi?"

Ég fór í bæinn í dag og keypti ódýrt notað hjól. Það er gamalt rautt dömuhjól. Það kostaði mig 200 danskar krónur en ég fór með á verkstæði til að láta setja á það Basta lás og láta laga annað dekkið, þannig að ég fer á morgun að ná í hjólið. Hjólið er gíralaust með fótbremsum. Ég veit að ég þarf tíma til að venjast fótbremsunum ;). Ég er að hugsa um að fá mér körfu framan á hjólið líka.

<>Tvennt af því sem Ólöf var búin að segja mér um Dani og hennar Denmerkurdvöl hefur ég nú þegar uppgötvar. í Október þá voru komnar auglýsingar tendgar jólunum komnar í útvarpið.  Jóladagatal Sjónvarpsins komið í verslanir og síðasta föstudag þegar ég gekk fram hjá tímaritastandnum í SuperBrugsen þá sá ég stóra fyrirsögn utan á Bo Bedre "Julen 2006". Af þessu að dæma þá held ég að Danirnir séu að fara í gang með að undirbúa jólin. Ég held að það sé ekki neitt sérstaklega langt þangað til það verða bakaðar smákökur. Annað sem Ólöf hefur sagt, þegar maður er í öðru landi er að tala annað tungumál en sitt egið og verður vanur hinutungumálinu. Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum að ég segi eitthvað á íslensku við fólk sem skilur ekki orð.  Ég hef líka tekið eftir því að aðrir eru líka að upplifa það sama. Helen frá Eistlandi hefur þó nokkrum sinnum byrjað að tala við mig á Eistnesku. Þá segi ég. Því miður tala ég ekki Eistnesku, geturðu endurtekið það sem þú sagðir á ensku?

Veturinn er líka að koma  það var 5 stiga hiti í gær en það virkaði miklu kaldara því það var norðanvindur. Í dag var logn en samt kalt, um 5 stig held ég. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Det dufter JUL!
Þú verður að hafa þig alla við ef þú ætlar ekki að missa af jólaundirbúningi í Danmörku. Þeir eru nefnilega löngu byrjaðir. Ég er eiginlega viss um að þeir miði við heimkomur úr haustfríi. Þá eru þeir tilbúnir að hefja jólaundirbúning. Ég ákvað í ár að byrja snemma og ætla að setja ponsu lítið skraut í einu..núna eru 3 hlutir komnir fram tja...4 og það verður vel valið í ár. ég er að hugsa um að skreyta mest með kökum og ávöxtum í ár þannig að kökurnar fara upp í byrjun des og ávöxtunum þarf að skipta reglulega út fyrir nýja og ferska. Ég er ánægð með þetta plan. Passlega mikið mitt og temmilega danskt. Mér líst vel á að þú sért komin með hjól, það margborgar sig og þú ert frjálsari enda FRÁBÆRT að hjóla í DK.

Foredragsalen er ekki auðvelt orð í framburði en hrikalega fyndið...ég ætla að æfa ímu í því ef ég hitti hana í NYC á þriðjudaginn. Þá ætla ég að HLÆJA! huahuahua. Hún getur hreinlega hafið æfingar eftir að hún les þetta skeyti!!

Jæja þrælsterka stelpa alltaf gott að heyra frá þér
Du er flink, som en mink!
Áskrifandinn

ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband