Oh ég veit aldrei hvað ég á að setja sem fyrirsögn

Tvö blogg í röð, það er kanski svolítið mikið miðað við það að það var óratími á milli bloggsins í gær og bloggsins þar á undan.

Ég ætlað að byrja á að segja frá því sem ég sleppti gær. CultureClub í gær var athygglislegasti CultureClub hingað til. Það kom danskur maður að tala um ferðalög sín í Grænlandi. Hann leit mjög Norrænt út. Ef hann hefði verið Íslendingur þá er ég viss um að hann héti Helgi. Hann var mjög Helgalegur maður. Hann heitir samt Søren. Hann var með myndvarpa úr tölvunni sinni sem varpaði upp á tjald. Hann byrjaði á að kynna Grænland fyrir okkur, sagði að Grænland væri í Norður-Ameríku. Síðan sýndi hann nokkur kort af Grænlandi. Hann sagði líka í stuttumáli um sögu grænlands og hvaðan það fólk sem hefur búið þar hafa verið. Hann talaði auðvitað um Ísland og að Íslendingar hefðu sest að í Suður Grænlandi. Hann sýndi myndir,teikningar, af gömlum húsarústum í suðurhluta landsins. Þessir bóndabæir eru eins uppbyggðir og skipulagðir og íslenskir torfbæir. Hann tók líka fram hvernig maður kemst til Grænlands, þá kom Ísland aftur inn í söguna. Beint flug frá Reykjavík. Þessi maður hefur farið til Grænlands á hverju ári síðan 1978. Hann fer í gönguferðir í eyðimörkunum og hefur tekið fjölskilduna með í næstum öll skiptin. Hann sýndi okkur myndir úr ferðum sínum. Sumir firðirnir og ýmislegt í landslaginu er nákvæmlega eins og á Íslandi. Þetta voru æðislegar myndir, á mörgum þeirra er hægt að sjá beint til Grænlandsjökuls. Hann sagði að Grænland sé hrein útivistarperla en það komi bara ekkert fólk, en það er eitt af því sem honum finnst svo frábært við þetta allt saman. Mig fór að langa til að fara til Grænlands eftir þetta.

Í dag fór ég til Fredericiu eftir skóla til að ná í hjólið mitt. Ég lagði af stað í strætónum klukkan hálf 4. Strætóinn kemur bara einu sinni á klukkutíma. Náði síðan í hjólið arkaði síðan út á stoppistöð en ég rétt missti af strætó til baka. Þannig að ég ákvað að bíða í klukkutíma og æfa mig með fótbremsurnar ég fór um bæinn á hjólinu og gekk ágætlega. Síðan þegar klukkan var um 5 fór ég aftur út á stoppistöðina og beið eftir strætónum. Strætó kom á réttum tíma korter yfir 5 en þá kom í ljós að má ekki fara með hjól í strætó hér. Það kom mér svo á óvart. Ég hélt að í hjólalandinu sjálfu væri hægt að fara með hjólið sitt í strætó, eins og í Reykjavík. En nei, það má ekki. Ég hjólaði semsagt heim. Það er ekki jafn flókið að hjóla frá Frederica til Snoghæj og ég hélt. Það var bara svolítið kalt því ég var ekki með vettlinga með mér í dag.

<> <>Ég hef bætt við nýju albúmi með einstaklingsmyndum með nöfnum hvers og eins. Það er líka ein hópmynd, sem flestir eru á og nöfn allra við myndina. Ég er búin að sitja í um tvö kvöld í röð að sortera allar danmerkur myndirnar mínar. og ég er búin núna.  Ég ætlað framvegis að sortera jafnóðum.
Ég er líka búin að setja inn lagið sem Eva frá Ungverjalandi söng og tók upp sérstakla fyrir mig. Ég ætla að hafa það hérna inná í nokkra daga.  <>

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Úlfhildur,

Já manni finnst skrýtið að ekki má taka hjól í strætó í Danmörku, gaman að lesa bloggið þitt gangi þér allt í haginn í Danmörku.

kveðja þín frænka Jóhanna

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2006 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband