Jólin eru að koma!!!

Ég sem ætlaði að vera dugleg og að skrifa meira hérna. Ég hafði svo mikið að gera í vikunni sem er að líða að ég hef ekki tíma til að skrifa mikið. Ég var í video gerð, mér fannst það nokkuð gaman og spennandi en ég var að vinna með manneskju sem var ómöguleg fyrir mig til að vinna svona vinnu með. Þannig að ég var nokkuð þreytt seinna um daginn. Við áttum að gera video og síðan að klippa og vinna það. Hvort tveggja var spennandi. Það kom mér nokkuð á óvart eftir allt vesenið í þemavikunni. Það er bara miklu skemmtilegra ef maður fær að vinna með alla hlutina sjálfur. Ég var bara með ómögulegri manneskju og það skyggði á mína ánægju. En í gær þá kom blaðamennskukennarinn,Rie, aftur. Þannig að það er ekki meira video. Við erum að fara að undirbúa og búa til nettímaritið okkar.  Við byrjuðum í gær. Við áttum að segja hvað vildum helst gera. Ég var ein af tveim sem vildu helst skrifa greinar fyrir tímaritið. Þannig að ég byrjaði strax að vinna. Í gær skrifaði grein um danskar bíómyndir sem við mælum með. Á þeim lista eru: Italiensk for begyndere, Adams æbler, Blinkende lygter, Riget og nokkrar fleiri. Síðan þegar ég var búin að skirfa þessa stuttu grein fékk aðra hugmynd. Hví ekki að skrifa framhaldssögu. Kennaranum fannst það frábær hugmynd. Þannig að byrjaði strax og var komin með heila síðu í lok dags. Allar greinar sem ég mun skrifa og þessi saga verða myndskreyttar.

Jólin eru að koma það er staðreynd.  Söngleikja brautin er byrjuð að syngja jólalög á hverjum degi.  Þau byrjuðu reyndar á því fyrir nokkrum vikum. Ég er búin að heyra Heims um ból þó nokkrum sinnum og fleiri jólalög. Við byrjum hvern húsfund á því að syngja lag. Ég hef aldrei heyrt lögin sem við höfum sungið áður. Þangað til á fundinum á föstudaginn. Það var jólalag.... Það var John Lennon lagið Happy Christmas/War is Over. Lag sem ég kann utan að..... mér fannst frábært að kunna lagið sem við sungum. Reyndar er lag sem við erum búin að syngja svo oft á húsfundum að ég er farin að læra það. Það er eitthvað lag sem var víst i einhverjum dönskum sjónvarpsþætti en lagið er á ensku í nýju söngbókinni.

Ég er búin að vera mikið að hjóla á hjólinu mínu upp á síðkastið. Ég fór í langan hjólatúr á laugardeginum fyrir viku. Ég hjólaði til Middelfart, hjólaði þar í smá tíma fór síðan til baka og hjólaði til Erritsø og hjólaði í nágrenninu við bæinn síðan hjólaði ég til Fredericia, fann fallegan garð í bænum sem ég hafði ekki séð áður og sat þar í dágóðan tíma, horfði á endur sem syntu í vatninu og vöppuðu í kringum mig. Ég tók myndir og ég hef sett þær allar inn í Danmerkur albúmið. 

Ég er líka með fréttir, ég er að fara á tónleika með Dolly Parton í mars. Það varð víst uppselt á 7 mínútum. En síðan var tilkynnt að það yrðu extra tónleikar. Sem betur fer hafði ég sett mig á biðlista og fékk síðan tilboð um miða fyrir extra tónleikana og fékk miða.  Þetta augnablik var eitt af því mest spennandi augnablikum sem hafa liðið hér. Ég er farin að hlakka til og ég er búin að fá miðann í póstinum.

Sumir hlutir eru alltaf að hverfa í skólanum. Enginn er að stela neinu, fólk bara tekur hluti og setur á ekki á sama stað og það tók þá þegar það er búið að nota hlutina. Kennararnir og Torben segja á hverjum einsasta húsfundi. Setjið hluti aftur sína staði eftir að þið hafið notað þá! Um daginn var ekkert lyklaborð og engin mús við eina af tölvunum í tölvuherberginu. Einn morguninn þegar við komum í Skálholt( það er tölvuherbergið fyrir Media línununa), þá var ein tölvan horfin. Í sama herbergi hafa stólar, fjöltengi, heyrnartól og mýs horfið. Það er hægt að horfa á video í tveimur stöðum í skólanum,  í Tjaldi(sjónvarpsherbergið) og í salnum(foredragsalen). Það eru fiktarar í skólanum sem taka hluti úr sambandi, færa dvd spilara á milli herbergja. og það endaði þannig að það enginn spilari virkaði og það var ekki hægt að horfa á neitt. Þangað til að Torben tók dag í leiðrétta allt og setja allt upp aftur. Það var fyrir nokkrum vikum. Salt og pipar staukar skila sér heldur ekki aftur í eldhúsið sama gildir um bolla og hnífa. Ryksugur skila sér heldur ekki á sína staði. Síðan var einhver sem braust inn i peningahólfið á þurrkaranum og tók allan peninginn. Þetta er fólkið sem býr hér en er í skólum annarsstaðar. Ég hef nefnilega oft uppgötvað ryksugu inn á gangi hjá þeim og helling af diskum og bollum. Það eru líka þau sem eru að færa hluti úr Skálholti.

hér er það nýjasta nýja úr Soghøj. Ný bíómynd gerð af nemendum skólans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins loksins
Ég samgleðst þér innilega...hefði viljað vera á leið á sömu tónleika með þér...ætli það séu enn til miðar? Eru tónleikarnir í Parken? Þetta er bara frábært...gaman að sjá vídeóið...
áskrifandinn

ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 01:22

2 Smámynd: Úlfhildur Flosadóttir

Það er uppselt, en það eru samt miðar til sölu á netsíðum Gul og gratis og Den blå avis. Tónleikarnir eru í Horsens... bara um 30-40 mínútur í lest héðan

Úlfhildur Flosadóttir, 12.11.2006 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband