13.11.2006 | 15:12
Mánudagur í Snoghøj
Það er mánudagur í dag, skólinn er búinn. Þetta er búinn að vera langur dagur og hann á eftir að verða lengri. Í morgun byrjaði dagurinn á ritstjórnarfundi fyrir nýju vefsíðuna sem við erum að gera. Síðan var unnið. Allir að gera eitthvað nema Bror og Jakob sem gera sjaldan neitt. Ég var á fullu að skrifa í morgun.
Síðan kom hádegismatur. Ég held ég verði orðin ágætis smurbrauðsdama eftir Danmerkurdvölina. Það er annanhvern dag Smørebrød í hádeginu. Það var semsag smurbrauðsdagur í dag. En það var engin síld í þetta skiptið. Danirnir halda að rúgrauð sé eitthvað sem sé bara til í Danmörku. Svo fyndið... það sem þau kalla rúgbrauð hér er eitthvað sem er mun nærra því að vera maltbrauð en venjulegt rúgbrauð. Astrid þekkir náttúrulega líka rúgbrauð frá Noregi. Það sem hún saknar mest frá Noregi er mysingur. Hún fór heim til sín fyrir rúmri viku síðan yfir helgina og kom til baka með mysing.
Eftir hádegismat þá var í eldhúsinu. Ég er í eldhúsinu að vaska upp eftir hádegismat þessa vikuna. Það þýðir að í dag gat ég ekki verið að þrífa í ganginum mínum. Og þegar ég þríf ekki þá þýðir það að enginn þrífur. Eline fór heim til sín í gær og skildi vekjaraklukkuna sína efir á. Giannina þrífur stundum en ekkert í síðustu viku. Og lettneski náungin, hver veit hvar hann er staddur. Sama verður á fimmtudaginn. Ég mun líka missa af húsfundi á morgun og á föstudaginn, en sem beturfer erum við ekki með neina gesti í þessari viku, þannig að uppvaskið er eins lítið og mögulegt er.
Eftir hádegi var annar ritsjórnarfundur og á honum var kosinn ritsjóri. Sá ritsjóri fer með æðstu völdin á meðan blaðamennsku kennarinn er ekki til staðar. Hún verður bara til staðar einnu sinnu í viku fram að jólu. En hvað um það ég var kosin sem ritstjóri. Allir kusu mig, ég var ekki einu sinni að bjóða mig fram, þau bara kusu. Mitt fyrsta verk sem ritsjóri var að skrifa niður á blað nöfn allra og skrifa hvað hver ætlar að gera í þessari viku og hengja síðan blaðið upp svo allir geti séð. Ég held ég verði þreytt á föstudagskvöldið.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni... Það má nú segja ... fröken ritstjóri! Mér finnst ekkert skrítið þó "allir hafi bara kosið" ÞIG!
Það er nú dálítið langt síðan ég las pistlana þína síðast Úllan mín.. bara búið að bera brjálað að gera í skólanum og svo þarf að sinna JB sæta krúttinu mínu. Hann er svo sætur og skemmtilegur að ég er svona brosandi allan sólarhringinn,... líka í svefni. Törnin nær fram að jólum en verður líklega búin þegar þú kemur heim. Hlakka til að sjá þig og ég held áfram að lesa Úllupóstinn þangað til...
Ást, Sigga
Sigga (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 15:51
Kæri ritstjóri með æðsta valdið!
Hvernig er það, þarftu þá líka að halda ÖSKUBUSKU hlutverkinu? Þú gerir ekkert nema þrífa vaska upp og laga mat þarna í Danmörku! Ég legg til að þar sem þú ferð með æðsta valdið skrifir þú um hreinlæti og hengir upp um alla veggi. Önnur hugmynd er að skrifa "SKITUR SKITUR" og hengja út um allt. Þá halda danirnir að þeir séu að fara í skíðaferð enda þýðir skitur SKÍÐAFERÐ. Við vitum auðvitað betur að á íslensku er átt við óhreinindi sem stafa af því að fólk tekur ekki til hjá sér!! Prufaðu og láttu mig vita. Æ hvað ég er fyndin
...Alveg satt hjá Siggu JB er ótrúlega sætur og skemmtilegur strákur sem er farinn að ÖSKRA og ég hef 2 x heyrt hann væla...en hann var víst bara svangur...ég saknaði þín í afmælisboðinu mínu en ég hlakka hins vegar til að sjá þig um jólin.
knus og kram
áskrifandinn - hækkar áskriftargjaldið fyrst þú ert orðin æðsti yfirmaður eða fer maður á snogan/familie-afslátt?
ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.