19.11.2006 | 15:48
Ungverskt, já takk
ég er ekkert búin að skrifa í næstum viku, það er bara ekkert sérstakt búið að gerast hér. Jú reyndar þegar ég hugsa um það, þá er eitt búið að gerast.
Ég held að söngleikjabrautin sé við það að leysast upp. Andrúmsloftið þar er orðið svo slæmt að sumir bara geta ekki meira. Giannina hefur sagt mér eitt og annað um söngleikjabrautina. Það er fólk á brautinni sem hefur engan sérstakan áhuga á söngleikjum og hefur ekki beint sterka þrá til að leika í söngleikjum. Eina ástæðan fyrir viðveru þessa fólks er að það vill komast inn í söngleikja akademíuna, bara til að geta sagt að þau hafi komist inn, því það er erfitt að komast að í akademíunni og það þykir æðislegt að komast inn. Svona sviðað og komast í Oxford háskólann eða Harvard. Það ríkir mikil óvissa um framtíð brautarinnar. Giannina er ekki viss hvort hún komi til baka eftir jól. Hún er víst búin að fá upp fyrir haus af þessu leiðinda fólki. Það hafa víst verið hörku rifrildi í tímum þar sem glösum og öðru hefur verið þrusað í gólfið af reiði. Það hafa aldrei áður verið vandræði með þessa braut í skólanum. Þetta hefur gengið upp fullkomlega í 4 eða 5 ár. Það er bara fólkið á brautinni núna sem er að skapa vandræði.
Þessa helgi hafa Ungverjarnir verið að elda Brunch,með æðislega góðum ungverskum mat, ég get því miður ekki haft ungversku nöfnin á réttunum upp eftir þeim, of flókin orð. En eitt nafnið get ég sagt, Langos. Langos er einhverskonar steikt brauð, hluta til gert úr kartöflum. Maður setur á það hvítlauksolíu eða sírðan rjóma og ost, það er hryllilega gott. Síðan var réttur sem Eva kallaði mat verkamannsins, í því eru paprikkur, grænmeti og egg. Maður getur bara borðað lítinn skammt af þessu, maður verður svo saddur. Síðan bjó Damla til nokkuð sem er mjög gott, það er einskonar sallat eða einhverskonar smurningur. Það er aðallega úr lifrarkæfu, eggjum og lauk.
Sumir af útlendingunum eru búnir að fá nóg af kartöflum, þau skilja ekki þetta hjá dönum að borða kartöflur á næstum hverjum degi með öllu. Það var mjög fínn matur um daginn og það voru brúnaðar kartöflum. Austur evrópubúarnir fúlsuðu við brúnuðu kartöflunum á meðan Norræna fólkið var allt hæst ánægt með að fá brúnaðar kartöflur. Allir heyrðu mig hvarta undan úrvali á áleggi ofan á brauð á morgnanna, bara sulta. En um dagin yfir kvöldmat þá vantaði mig sultu, það var kjöt sem bara kallaði á sultu, þannig að ég fór niður í eldhús og sótti sultu, fólki fannst þetta mjög skrítið. Sulta með kjöti. Claus sagði mér að það er gamaldags í Danmörku að nota sultu með kjöt, það væri bara nokkuð sem elstu ömmur landsins gerðu.
Claus talar alltaf dönsku við mig og leiðréttir mig þegar ég segi eitthvað vitlaust. Honum finnst ég stundum nota gamaldags orð. Við vorum einhverntímann að tala um vespur, faratækin ekki skordýrin. Ég komst að því að Danir eru hættir að nota orðið "vespa" yfir þessa gerð farartækja, því það eru færri og færri alvöru Vespur á götunum. Þeir nota núna enska orðið "scooter". Alltaf þegar við borðum þá er maturinn kynntur, nema þegar Mikael hefur eldað, og innihald hvers réttar er þulið upp en stundum eiga kennararnir erfitt með að fynna réttu orðin á ensku, það er reyndar ekki bara með matin. En ég hef tekið eftir því að þau eiga erfiðast með orð sem eru það sama á dönsku orð, oft orð sem koma í dönsku úr ensku.
Það er eitt sem allir útlendingarnig geta hlegið endalaust að á húsfundum. Það er hvernig Danir rétta upp hönd. Ég hafði tekið eftir þessu en ég hafði ekki tekið eftir því að allir gerðu þetta fyrirr en Damla benti mér á þetta. Þegar Danirnir rétta upp hönd til að segja eitthvað á húsfundum þá loka þau lófanum en vísifingurinn stendur uppi en er bogin. Þau setja krók á fingurinn og krókurinn snýr í ákveðna átt. Allir rétta upp hönd á þennan hátt líka kennararnir. Útlendingarnir hafa borið saman bækur sínar og komist að því að í Ungverjalandi, Póllandi, Japan og á Íslandi er höndin bara rétt upp, fingurnir bara einhvernveginn. Þeir eiga ekki neitt frekar að vera beygðir niður.
Ég er búin að setja inn nokkrar haustmyndir sem ég tók í morgun inn í Danmerkur albúmið
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geggjaðar haustmyndir!
knús og kreist,
mamma
Bergþóra Jónsdóttir, 20.11.2006 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.