19.7.2008 | 14:43
Laugardagur í leti.
Nú er ég búin að vera hér í rúma viku. Það hefur allt gengið vel. Það gengur allt vel í vinnunni. Á mánudaginn verður aðallega afleysingarfólk eftir. Það er ein stelpa sem vinnur með mér sem er frá Azerbeijan, hún er 25 og heitir Jegona. Hún mun leysa Önnu af. Anna, stelpan sem er búin að vera með mér þessa vikuna er farin í sitt 4 vikna frí. Ég var ekki jafn þreytt eftir gærdaginn og dagana á undan. Ég hafði alla veganna næga orku til þess að fara smá út, fór í verslunarmiðstöðina á Karlaplani. Ég keypti mér þar nýja sandala. Þeir eru mjög fínir og þægilegir Timberland sandalar. Þeir voru á sumarútsölu, 30% afsláttur, þeir áttu að kosta að 500 sænskar krónur eða 6650 íslenskar, en ég borgaði 350 sænskar krónur eða 4650 íslenskar. Ég held að það sé bara nokkuð gott. Þegar ég var að fara að borga í skóbúðinni, þá rétti ég stelpunni debitkortið mitt og hún bað um persónuskilríki. Ég bennti henni þá á bakhliðina á kortinu, barasta mynd, undirskrift og allt saman. Henni fannst þetta alveg genial að hafa myndir og allt saman á kortinu, og sagði að henni fynndist að þetta ætti að vera regla í Svíþjóð. Íslendingar eru nú ekki algalnir, þó við séum fámennþjóð. En ég er pínu hrædd um að fá nýjar blöðrur eftir nýju skóna, en núna ég er tilbúin, búin að setja plástur á staðinn þar sem ég held að það gæti gerst. Svo er ekkert víst að nokkuð gerist, ég vona ekki. Síðan eftir þetta fór ég og fékk mér að borða og fór síðan í matvöruverslun. Síðan fór ég heim.
Ég hef verið að horfa á Guiding Light á netinu hérna. Allra nýjustu þættirnir frá Ameríku. Við erum sko 11 árum á eftir heima, það er árið 1997 í Leiðarljósi þar. Sumir leikarnir frá '97 eru ennþá og þá þekki ég vel, en það eru líka persónur sem eru í '97 sem eru ennþá en eru leiknar af nýjum leikurum. Ég er alveg ofsa spennt í nýja Leiðarljósinu. Þetta er bara æði. En ég verð bara að passa mig að horfa ekki á föstudagsþáttinn á laugardegi þegar hann kemur á netið heldur bíða þangað til á mánudag, annars hef ég ekkert Leiðarljós á mánudag. Ég gæti blaðrað endalaust um allt það sem gerist í Springfield, bænum þar sem Leiðarljós gerist. En ég ætla ekki að gera það. Ég ætla ekki spilla fyrir neinum sem gæti horft á Íslandi eftir 11 ár.
Ég horfði semsagt á Leiðarljós þegar ég kom heim í gær og borðaði popp. Síðan talaði ég við mömmu í smá stund. Eftir það setti í ég myndina Little Miss Sunshine í tölvuna til að horfa á, hún fylgdi með tímaritinu sem ég keypti um daginn. En ég sofnaði útfrá henni, þá var öll þreytan komin.
Í morgun svaf ég þangað til ég vaknaði um klukkan tíu. Þá sendi ég einni af finnsku stelpunum, sem ég hitti á námskeiðinu síðustu helgi, sms og spurði hvort hún vildi gera eitthvað með mér. Við erum búnar að ákveða að hittast á morgun og gera eitthvað saman. Eftir það fór ég í sturtu og horfði síðan aftur á Little Miss Sunshine, með smá lúr í miðri mynd, en ég spólaði bara til baka og horfði síðan á allt saman. Þessi mynd er alltaf svo frábær. Mæli eindregið með henni. Eftir þetta hef ég ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Ég hef nákvæmlega ekkert að gera. Ég hef svona nokkurnveginn bara verið að bíða eftir því að það sé kominn háttatími, en klukkan er víst bara 20 mínútur í fimm, það er klukkuna vantar 20 mínútur í fimm. Ég er að hugsa um að fara út og athuga hvað fæst inni í Stockholms Glass og Pastahúsi, sem er hér rétt hjá. Ég er ekki ennþá búin að borða ís í Svíþjóð, ég verð nú að gera eitthvað í því. Ég verð líka að prófa nýju sandalana mína utandyra og kannski taka myndir líka.
p.s. búin að bæta við nokkrum myndum
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góðan pistil og skemmtilegar myndir. Þetta er svo SÆNSKT!
Bergþóra Jónsdóttir, 19.7.2008 kl. 20:48
Hæ
Sendi ástarkveðjur frá okkur Jóni Braga og Þóri
þín Sigga
Sigga (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.