21.7.2008 | 20:59
Mamma Mia!!
Ef hugtakið að drepleiðast hefur einhvern tíman átt við í mínu lífi, þá átti það við á laugardaginn. Um tíma þá sat ég í alvöru og var að bíða eftir að geta háttað og farið að sofa. Manneskjan sem vanalega frestar því að fara að sofa eins lengi og hægt er og finnst venjulega nokkuð snemmt að fara að sofa á miðnætti. Fer alla vegana ekki oft að sofa fyrir miðnætti. Ég var ekkert þreytt, bara hafði ekkert að gera. En síðan þegar fór að nálgast kvöldmatarleitið og ég var búin að blogga smá, fór ég út. Ég borðaði á veitingastað. Ég fékk óvenjulegustu pizzu sem ég hef nokkru sinni borðað. Það Bolognese pizza. En hún var mjög góð. Ég borgaði um það bil 70 sænskar krónur fyrir pizzu og kók. Mér fannst það alveg sanngjarnt verð miðað við að pizzan var mjög matarmikil, og ég var sko alveg sprengsödd eftir á. Ég er búin að ákveða að fara aftur seinna á sama stað og prófa gúllassúpu sem ég sá á matseðlinum. Eftir þetta fór ég bara heim og hékk á netinu þangað til að ég fór að sofa.
Fyrripartur gærdagsins fór í afslappelsi. En síðan klukkan 2 hitti ég finnsku stelpuna Tiinu. Við hittumst á lestarstöðinni í Gamla Stan. Þar gengum við um Gamla Stan. Þó að þetta sé "bara" Stokkhólmur, þá er Gamla Stan alveg jafn merkilegur og allir litlu bæirnir á Grikklandi og Ítalíu með öllum litlu götunum. Ég held að við gleymum stundum því að okkar heimshluti, Norðurlöndin, er alveg jafn merkilegur og td. Suður-Evrópa. Við þurfum ekki alltaf að fara langt til þess að sjá eitthvað gamalt eða merkilegt, eitthvað frá miðöldum, eða nú eitthvað frá því fyrir Krist. Norðurlöndin, á meginlandi Evrópu,eiga sér langa sögu. Og í nútímaborg eins og Stokkhólmi er hægt að sjá margt gamalt og merkilegt. Ég semsagt skoðaði Gamla stan. Frá Gamla Stan gengum við yfir til Vasa stan, þar fengum við okkur ís og settumst niður í garði og nutum sólarinnar. Eftir þetta hittum við 3 aðrar finnskar Nordjobb stelpur.
Við fórum allar saman í bíó að sjá Mamma Mia! Ef ég á að segja satt þá hafði ég efasemdir um ágæti myndarinnar. En hún kom mér sko á óvart. Ef satt skal segja þá fannst mér myndin æði. Meryl Streep var mjög góð og allir leikararnir voru góðir, en það verður að segjast að Pierce Brosnan á sér ekki framtíð sem söngvari. Söguþráðurinn var skemmtilegur og ég hló. Í svona miðri mynd þá hugsaði ég með mér að ég mun kaupa þessa mynd á DVD einhverntíman. Mér fannst hún það góð. Og ég er búin að vera í góðu skapi alveg síðan ég kom útúr bíóinu. Ég er búin að vera spila hin og þessi ABBA lög í heilanum á mér í allan dag. S.O.S. hefur komið þó nokkrum sinnum. Líka Fernando, Knowing Me, Knowing You og bara hellingur fleiri.
Í morgun fór ég vinnuna. Það var fyrsti dagurinn sem ég vinn ein. Yfir hreingerningakonan Kelly kom í dag úr sumarfríi. Ég sagði henni í morgun að ég væri hrædd um að ná ekki að gera allt það sem ætti að gera í dag, hún sagði mér bara að slappa af, ekkert stress. Það var ekkert mál að vera ein, bara svolítið skrítið. Mér finnst skemmtilegt að þrífa lyfturnar, því þar hittir maður fólk. Öllum finnst það skrítið að ég skuli bara fylgja lyftunni á meðan ég er að þrífa. Gömlu konunum finnst það gaman. Það var alveg svakalegt hjá Alzheimersfólkinu í dag, svo ofboðslega heitt. léleg, ef einhver loftkæling. Ég var sko alveg að bráðna. Ég var búin að gera allt mitt í dag 40 mínútum áður en vinnudegi lauk. Ég hafi verið of snögg! Ég þarf að æfa mig í að vera að ekki svona snögg, ekki taka 1 klósett á bara 5 mínútum. Það bætti heldur ekki úr skák að Jegona vökvaði blóm á vitlausri hæð og vökvaði blómin mín. Ég hef færri verkefni á morgun, en nokkur eru stærri en þau sem ég hafði í dag. Ég hef ekki gert neitt í dag eftir vinnu, bara setið við tölvunni, jú ég lagði mig smá þegar ég kom. Síðan hef ég spjallað við mömmu og hlustað á ABBA lög á YouTube.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú þyrftir að lesa listapistilinn hennar Fríðu frá því í fyrradag. Hann olli talsverðu uppnámi Abba-aðdáenda.
knús,
mamma
Bergþóra Jónsdóttir, 26.7.2008 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.