24.7.2008 | 21:15
Um Svía
Ég hef gert smá rannsókn á Svíum, útliti þeirra, hegðun í almenningssamgöngum og vinnumenningu þeirra.
Útlit sænskra kvenna. Í Færeyjum í fyrra talaði Laura um það hvað færeyskar mömmur væru alltaf svo vel tilhafðar um hárið. Litað hár og flottar klippingar. Ég fattaði ekki alveg hvað hún var að tala um. Mér fannst hárgreiðslurnar hjá færeysku mömmunum/konunum ósköp venjulegar, bara svona eins og á íslenskum mömmum/konum. En nú er ég farin að skilja það sem Laura meinti. Ég hef nefnilega tekið eftir því að sænskar mömmur/konur, ca. 35 ára og uppúr, eru allar meira og minna með sömu hárgreiðsluna. Það eru samt nokkrar hárgreiðslur í gangi. En konurnar eru allar meira og minni með sama háralitinn. Ef þær eru ekki alveg ljóshærðar þá eru þær ljósskolhærðar. Ljóskolhærðu konurnar eru samt í meirihluta. Það virðast vera aðallega tvennskonar klippingar í gangi. Fyrri klippingin er þannig að hárið nær rétt niður fyrir eyru, númer tvö hárið nær rétt svo niður á axlir. Konurnar eru sumar með topp en aðrar ekki. Ég man ekki eftir að hafa séð sænska konu með svona klippingu með styttur í hárinu. Margar konur sem eru með síðarnefndu klippinguna eru með hárið spennt upp í klemmu.
Yngir konur og stelpur eru með venjulegar klippingar af öllum sortum eins og þykir venjulegt að allir sporti á Íslandi.
Allar konur og flestir menn, eru í sumarfötum! Konur á öllum aldri eru í sumarfötum, í stuttum pilsum, sumarkjólum, hvítum buxum, fínum og sumarlegum bolum og blússum, líka konurnar sem eru með mömmuklippingarnar. Síðan eru líka margir í stuttum stuttbuxum. Og allar í sandölum. Ég hlít að skera mig ofboðslega út úr, í þykkum gallabuxum og í stuttermabol, svörtum þar að auki.
Svíar eru sólbrúnir! Svona sólbrúnir eins og ég. Allir virðast vera sólbrúnir. Fullorðið fólk á öllum aldri og krakkar, allir. Mér finnst þetta svolítið skrítið. En samt í rauninni ekki, því það er búið vera glaðasólskyn hér alla dagana sem ég hef verið hér og hitinn yfirleitt um 24 gráður, en í dag var hann víst 27-30°C. Alveg agalegt. (smá innskot, ég hef uppgötvað nauðsyn þess að búa í loftkældu húsi, það er alltaf svo heitt inni hjá mér. Sængin sem ég er með, eða "ekki sængin" eins og rétt væri að seigja því hún er meira eins og teppi en venjuleg sæng, er of heit.)
Hegðun Svía í almenningssamgöngum. Svíar eru svipaðir Íslendingum þegar kemur að almenningssamgönum. Ef lestin er að fyllast en það eru samt stök sæti laus hér og þar, þá eru margir sem standa frekar en að setjast við hliðina á ókunnugum. Ég hef séð Íslendinga og Dani gera slíkt hið sama í strætó. Nú ef einhver sest hjá ókunnugum, í gangsætið, þá er annar fóturinn alltaf úti á ganginum. Aldrei hlið við hlið fyrir framan sætið. Það er náttúrulega alveg óásættanlegt að þurfa að snúa búknum í nákvæmlega sömu átt og sessunauturinn.
Svíar virðast vera þungt hugsi í lestinni, eða eru að gera eitthvað. Margir lesa blöð eða bækur og margir gera sudoku í lestinni. Fólk horfir ekki beint á hvert annað, sem mér finnst mjög skrítið. Ég veit ekki betur en svo að það tíðkist að fólk horfi á hvort annað og fylgist með hvoru öðru í strætóum heima. Ég er alla veganna vön að horfa og skoða fólk þegar það kemur inn í vagninn, án þess að stara á það. Fólkið hér sem ekki er að lesa eða að gera sudoku, horfir bara útum gluggann á lestinni, þar sem ekkert er að sjá nema svört lestargöngin. Ég hef svona laumast til að horfa á fólkið, til þess að gera þess rannsókn, en annars horfi ég út um gluggann og út í myrkrið.
Vinnumenning Svía. Ég held að vinnumenningin hér sé öðruvísi en á Íslandi eða alla veganna öðruvísi en ég mundi vilja hafa hana. Ég held reyndar líka að viðhorf fólks til vinnu sé annað. Það er eitt sem fer í taugarnar á mér í vinnunni, það er hvað fólkið er svo ofsa rólegt. Ég hef ekkert á móti rólegheitum, ég er nú ansi róleg manneskja. En ég nenni ekki slóri í vinnunni. Mér finnst vinnurólegheit Svía vera óþarfa slór. Ég þarf endalaust að vera að teygja lopann. Ég hef lista yfir ákveðna hluti sem ég þarf að gera yfir daginn. Alla dagana í þessari viku hef ég verið búin fyrir lok vinnudags. Í dag og í gær þurfti ég vanda mig rosalega í því að vinna hægt til þess að vera nú ekki búin með dagsverkin fyrir hádegi. Aðal ræstingarkonan, hefur sagt við mig að ég skuli bara taka því rólega og slappa af. Það er bara hægara sagt en gert. Í mínum heila, vil ég nýta daginn, vinna eins og ég get á meðan ég er í vinnunni, og síðan þegar maður er búinn í vinnunni, getur maður verið í öllum þeim rólegheitum og afslappelsi sem manni sýnist. Ég er samt algerlega hlynnt pásum og matarhléum og því að fólk geti tekið sér 5 mínútna pásur yfir daginn þegar það þarfnast þess. En mér finnst að fólk eigi að vinna eins og það getur þar á milli. Mér finnst líka alveg sjálfsagt að fólk fái stundum að slóra smá í vinnunni þegar það er viðeigandi, en í mínum augum eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að slóra. Allt í lagi að slóra fyrsta hálftímann eftir að maður kemur í vinnuna, þegar skipulagið er eins og það er í vinnunni hér, maður mætir klukkan 8 og síðan er kaffipása þegar klukkuna vantar korter í 9. Þar sem þessar 45 mínútur nýtast frekar illa og eru í byrjun vinnudags, þá finnst mér í lagi að slóra smá. Eins finnst mér líka í lagi að fólk sitji smá lengur eftir að 30 mínútna hádegishléið er búið. En þessi smá tími ætti ekki að vera mikið meira en 10 mínútur, kannski korter. Mér finnst erfitt að vinna hægt. Minn eðlilegi og þægilegi vinnuhraði er of hraður. Í dag var ég búin svo snemma með dagsverkin að ég byrjaði á dagsverkum morgundagsins. En það er bara svo leiðinlegt að slóra of mikið. Mér finnst þetta vera smá tímaeyðsla. Ég veit ekki hvort það tíðkist almennt í Svíþjóð að fólk vinni hægt, en ég held að sé allmennt ekki þannig á Íslandi, ég hef ekki reynslu af íslenskum vinnustað. En ég held að spurningin sem ég fékk frá færeyska stráknum í fyrra "Er satt að allir Íslendingar séu í þremur störfum?" seigi eitthvað um vinnusemi eða vinnumenningu á Íslandi. Vinna, vinna, vinna. En hvað um það. Annars er bara fínt í vinnunni, góðir samstarfsmenn. Ég fékk hrós frá yfirmanninum í gær fyrir að hafa plokkað visin blóm af blómunum fyrir framan aðalinnganginn að húsinu...
...Ég verð líka minna og minna þreytt eftir vinnu. En samt eru fæturnir á mér í klessu, plástrar útum allt og óþægindi. Þannig að ég fer bara beint heim eftir vinnu og sit þangað til ég fer að sofa, ekkert að nota fæturna að óþörfu. Læt fyrirverandi blöðrur, sár og eina núverandi blöðru jafna sig í friði. Annars er allt bara jätte bra! Ætla að reyna að þvo þvott á morgun í þvottahúsinu í húsinu mínu, á eftir að sjá hvernig það gengur og hvað það kostar.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælar! Þú veist hvernig maður þekkir Íslendingana í Boston. Þ.e. þá Íslendinga sem eru hér í heimsókn að heiman því þeir sem búa hér eru orðnir Ameríkaniseraðir einsog ég. Maður þekkir þá af hárinu auðvitað. Það eru engir Ameríkanar með þvílíkar hárgreiðslur, strípur og túberingar. Ég þekki þá langar leiðir, og svo eru þeir auðvitað oftast með tómar ferðatöskur í eftirdragi til að fylla af varningi. Íslensku pæjurnar tipla um á háu támjóu hælunum með RISA ferðatöskur útum allan bæ. En hárgreiðslurnar eru greinilega mismunandi eftir aldri. Allar konur yfir ca. fimmtugt eru með stutt koparlitað hár og ljósar strípur. Konur á mínum aldri eru þessar í támjóu hælaskónum, oft með sítt hár mótað með miklu hárspreyi og auðvitað strípur. En svo er þessar sem eru yngri en 30 yfirleitt aðeins frálslegri til fara og hárið ekki alveg eins mikill hjálmur. Þær eru gjarnan með tígó, tagl og spennur til að halda hárinu í reglulegu kaós. Já Íslendingar eru smartir, það verður ekki af þeim tekið. Íslenskir menn undir fertugu eru gjarnan með strípur og mikið gel sem hér þekkist aðeins á hommum. Eldri karlarnir eru mikið í frökkum, þó það sé sól og hiti. Gaman að njósna um þetta fólk í mollunum : )
knús
ímsílíms (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 03:03
Þetta eru nú meiri vísindin!
Ætli ég myndi ekki bara fitta fullkomlega beggja vegna hafsins stóra með minn úfna brúna haus?
knús og kramm
mamms
Bergþóra Jónsdóttir, 26.7.2008 kl. 07:43
Mér finnst alltaf gaman að fylgjast með fólki.
Mamma þú ert of fín um hárið til að geta verið mamma í Svíþjóð. Ekki nógu ljóshærð, of permuð og of lituð. Þú ert samt passlega brún og norræn. Bara það sem hann Dúddi gerir við hárið á þér, mundi ekki virka hér.
Úlfhildur Flosadóttir, 26.7.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.